Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2014, Síða 33

Læknablaðið - 01.11.2014, Síða 33
LÆKNAblaðið 2014/100 601 Í T i l E F n i 1 0 0 Á R a Ó S l i T i n n a R Ú T G Á F U l æ k n a b l a ð S i n S forystu á heimsvísu hvað varðar forvarnir gegn sykursýkisblindu. Þórir Helgason sykursýkislæknir og kollegar mínir Guðmundur heitinn Björnsson og Friðbert Jónasson komu á reglubundinni skimun vegna augnsjúkdóms í sykursýki strax um 1980.28 Eftir að ég kom heim frá Bandaríkjunum hófst ég handa við að rannsaka íslenska skimunarkerfið. Það var ljóst að skimun gegn augnsjúkdómi í sykursýki var gríðarlega öflug leið til að draga úr blindutíðni. Blindum meðal sykursjúkra fækkaði fjórfalt á ára­ tugnum eftir 1980. Skimun og fyrirbyggjandi meðferð gegn augn­ sjúkdómi í sykursýki er eitt af þeim læknisverkum sem gefa mest lífsgæði fyrir minnstan kostnað. Jóhannes Kári Kristinsson augn­ læknir varði doktorsritgerð á þessu sviði29­31 og Eydís Ólafsdóttir augnlæknir er að leggja síðustu hönd á sína ritgerð um sykursýki og skimun.32,33 Okkur var ljóst að það mætti gera enn betur. Skimun felst jú í því að skoða mjög marga til að finna fáa sem þurfa meðferðar við og í tilviki augnsjúkdóms í sykursýki þurfti á þessum tíma að skoða 100 einstaklinga til að finna þrjá sem þurftu meðferðar við til að hindra sjóntap. Spurningin var hvernig hægt væri að bæta hlutfallið þannig að færri skoðanir skiluðu sama árangri.34,35 Það sem var óvenjulegt við þetta var að við notuðum vísinda­ lega aðferð til þess að draga úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu. Vísindarannsóknir hafa venjulega verið notaðar til að gera heil­ brigðisþjónustu betri og iðulega felst í því að heilbrigðisþjónustan verður umfangsmeiri og dýrari.36 Nú vildum við snúa dæminu við og leita leiða til að draga úr kostnaði, án þess að það kæmi niður á gæðum þjónustunnar eða árangri. Við vorum að vinna í þessu á árinu eftir hrun og ég skal ekki segja hvort það átti þátt í þessum hugrenningum okkar. Það var þegar vitað hvaða áhættuþættir stýrðu þróun augn­ sjúkdóms í sykursýki. Þarna var um að ræða hversu lengi ein­ staklingur hafði verið með sykursýki, hversu hár blóðsykurinn og blóðþrýstingurinn var og svo framvegis. Þessir áhættuþættir höfðu allir verið útlistaðir vandlega í stórum alþjóðlegum faralds­ fræðilegum rannsóknum og sömuleiðis höfðum við upplýsingar um það frá okkar eigin gögnum hér á Íslandi.37 Galdurinn fólst í því að reikna alla þessa áhættuþætti saman í réttum hlutföllum til að reikna út heildaráhættu hvers einstak­ lings. Ég setti mig í sambandi við hjónin Thor Aspelund stærð­ fræðing og Örnu Guðmundsdóttur sykursýkislækni og fékk þau til samstarfs ásamt fleirum. Thor hafði áður staðið að því að búa til áhættureiknivél Hjartaverndar og var því vel inni í áhættu­ reikningum. Það tókst á tiltölulega skömmum tíma að setja saman áhættureiknivél og búa til hugbúnaðarpakka í kringum hana, risk. is og retinarisk.com.38 Í samstarfi við Toke Bek prófessor í Árósum prófuðum við vél­ ina á dönskum sykursýkissjúklingum og þá kom í ljós að það mátti ná sama árangri við blinduvarnir í sykursýki með næstum 60% færri skoðunum. Það er að segja það mátti minnka kostnaðinn við þessa tegund heilbrigðisþjónustu um meira en helming án þess að það kæmi niður á árangri. Þetta gefur kost á verulegum sparnaði í heilbrigðisþjónustu. Til dæmis í Bretlandi þar sem 2½ milljón sykursjúkra er skimuð einu sinni á ári er kostnaðurinn í kringum 75 milljónir punda á ári og þennan kostnað mætti helminga með okkar aðferð. Heildar­ fjöldi sykursjúkra í heiminum er meira en hundrað sinnum meiri og þannig gæti sparnaður heimsins verið 3­4 milljarðar punda ef okkar aðferð yrði fullnýtt. Hér er því um að ræða gríðarlega sparnaðarmöguleika í heilbrigðisþjónustu. Þarna stofnuðum við líka lítið fyrirtæki og með hjálp fjárfesta í vinahópnum og styrkja frá Tækniþróunarsjóði og öðrum gátum við náð saman öflugum hópi ungs fólks sem hefur þróað þetta áfram og markaðssett. Fyrirtækið er sömuleiðis farið að vinna að svipuðum aðferðum við meðferð hækkaðs blóðþrýstings og við sjáum fyrir okkur að þessa aðferð megi nota í fjölmörgum langvinnum sjúkdómum og þannig lækka verulega kostnað við heilbrigðisþjónustu á heims­ vísu. Það gefur möguleika á raunverulegri hagræðingu sem nemur stjarnfræðilegum upphæðum á heimsvísu. Við erum í við­ ræðum við allmarga aðila víða um heim um nýtingu á þessari upplýsingatækni. Hátíðasalur Háskólans minnir okkur á skyldur okkar og áherslur með ljóðlínum Jónasar Hallgrímssonar yfir innganginum: Mynd 5. Hugmynd að merki fyrir Oculis: „Á ég að gefa þér augndropa eða viltu að ég stingi nál í augað á þér?“ Myndinni er nappað frá James Bond mynd og verður vart séð hvort Bond heldur á skammbyssu eða sprautunál. Mynd 7. Súrefniskort af eðlilegum augnbotni. Litaskalinn sýnir súrefnismettun, rautt er fullmettað, en fjólublátt er súrefnissnautt. Slagæðlingarnir eru nær fullmettaðir og rauðir, en bláæðlingarnir eru grænir, sem samsvarar 50-60% mettun.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.