Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2014, Side 36

Læknablaðið - 01.11.2014, Side 36
604 LÆKNAblaðið 2014/100 S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R Brátt líður að því að 50 ár verða liðin frá því Borgarspítalinn í Fossvogi í Reykjavík tók til starfa. Hann var byggður og stofnaður til þess að bregðast við því sem mun hafa jaðrað við öngþveiti í sjúkrahúsmálum í Reykjavík. Hann tók til starfa í árslok 1967 en starfsemi í nafni hans lauk með sameiningu Reykjavíkursjúkrahúsanna árin 1996­2000. Hér verður sagt nokk­ uð frá aðdraganda að stofnun hans og starfsemi. Saga sjúkrahúsa á Íslandi er ekki ýkja löng. Það fyrsta sem kallaðist Sjúkrahús Reykjavíkur tók til starfa árið 1866. Það var á efri hæð skemmtistaðar við Aðalstræti. Þar voru aðeins örfá sjúkrarúm. Íbúar landsins voru þá um 67.000. Litlar framfarir voru í sjúkrahúsmálum næstu áratugina enda þjóðin fátæk og fámenn. Smám saman rofaði þó til í þeim efnum. Vilmundur Jónsson (1889­1972), fyrrum landlæknir, hefur ritað mjög ítarlega frásögn af gangi þessara mála fyrstu áratugina í bókinni Lækningar og saga.1 Á 20. öld urðu miklar framfarir í heilbrigðismálum og margar sjúkrastofnanir tóku til starfa, bæði á Reykjavíkursvæðinu og á landsbyggðinni. Þessu hefur Jón Ólafur Ísberg sagnfræðingur sagt frá í bók sinni Líf og lækningar.2 Meðal merkari áfanga verður að telja opnun St. Jósefsspítala á Landakoti (1902) og Landspítalans (1930). Hér verður þessi saga ekki rakin nánar heldur sagt frá Borgar­ spítalanum. Þangað leituðu þúsundir landsmanna til að fá bót meina sinna og fjöldi aðstandenda þeirra. Starfsmenn voru fjöl­ margir. Þótt Reykjavíkurbær hafi haft forgöngu um stofnun hans var hann spítali allra landsmanna enda var allt að helmingur sjúk­ linganna frá öðrum sveitarfélögum. Spítalinn var rekinn af bæjar­ félaginu (síðar borginni) í tæp 30 ár en árið 1996 voru spítalinn og Landakotsspítali sameinaðir og hét hann eftir það Sjúkrahús Reykjavíkur. Árið 1999 var svo tekin ákvörðun um að sameina þennan spítala og Landspítalann og heita þeir Landspítali frá árinu 2000. Vonandi verða lesendur nokkru fróðari um sögu spítalans og þeir sem minna þekkja til heilbrigðismála átta sig væntanlega betur á því hversu mikið þarf til svo að starfrækja megi meðalstórt sjúkrahús og hversu flókin og margbreytileg sú starfsemi er. Aðdragandi að stofnun Um það leyti sem síðari heimsstyrjöldinni lauk árið 1945, og raun­ ar fyrr, var orðið ljóst að sjúkrarúmaskortur var mikill. Oft reynd­ ist erfitt að fá pláss fyrir sjúklinga á Reykjavíkursjúkrahúsunum og biðlistar lengdust. Mikil fólksfjölgun hafði orðið í landinu og miklir fólksflutningar voru af landsbyggðinni til Reykjavíkur. Var leitað ýmissa leiða til að ráða bót á þessu vandamáli. Meðal annars leitaði bærinn fyrir sér um kaup á Landakotsspítala, en ekki náðist um það samkomulag. Talsvert mun hafa verið rætt um stækkun Landspítala en ekki mun hafa verið einhugur hjá ráðamönnum hans varðandi nýbyggingar á þeim tíma. Ýmsar samþykktir voru gerðar og háværar raddir voru á þá leið að siðferðislega væri komið að Reykjavík að hafa frumkvæði í sjúkrahúsmálunum. Vegna stöðu þessara mála skipaði bæjarstjórn nefnd í desember 1948 til undirbúnings byggingar bæjarspítala. Formaður var Sig­ urður Sigurðsson (1903­1986) síðar landlæknir. Nefndin lagði til að reist yrði sjúkrahús í Fossvogi fyrir 325 sjúklinga. Teikningar gerðu arkitektarnir Einar Sveinsson (1906­1973) og Gunnar Ólafs­ son (1916­1959). Þeir kynntu sér sjúkrahús erlendis og leituðu ráða margra aðila varðandi hönnun. Eftir lát Gunnars stóð Einar einn að hönnun hússins. Byggingarnefnd var skipuð og var formaður hennar fyrrnefnd­ ur Sigurður Sigurðsson. Nefndin vann mikið og gott starf. Hún var lögð niður 1965. Þá tók við Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Jón Sigurðsson (1906­1986) borgarlæknir sem var formaður nefndar­ innar hefur gert ítarlega grein fyrir aðdraganda, stofnun og bygg­ Sagan um Borgarspítalann Ólafur Jónsson fyrrum yfirlæknir svæfinga- og gjörgæsludeildar Borgarspítalans (síðar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, enn síðar á Landspítala, Háskólasjúkrahúsi). olibara@mi.is Borgarspítalinn. Myndin sýnir vel álmur spítalans og umhverfi. Lága byggingin var reist fyrir slysa- og bráðadeildina. Þyrlu- völlurinn er efst á myndinni. Myndin er fengin úr afmælis- riti Reykjavíkur 1986, á 200 ára afmæli borgarinnar. Mynd Morgunblaðið.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.