Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 40
um, fjölda legudaga, fjölda starfsmanna og mörgu fleiru. Lengi var gefið út starfsmannablaðið Spítalapósturinn og er margt fróðlegt þangað að sækja. Sömuleiðis blaðaefni frá þessum tíma. Fræðsla heilbrigðisstétta og vísindastarfsemi Frá opnun spítalans fór fram mikil fræðslustarfsemi fyrir heil­ brigðis stéttir sem fór vaxandi eftir því sem tímar liðu. Hér á eftir verða taldir fjölmennustu hóparnir en eitthvað kann að vera van­ talið. Hjúkrunarnemar við Hjúkrunarskóla Íslands og síðar hjúkr­ unarfræðinemar við Háskóla Íslands voru fjölmargir en þessir nemendur voru oft margar vikur hver. Sjúkraliðaskóli var starfræktur við spítalann í nokkur ár og voru nemendur um 160 fram til ársins 1975 þegar Sjúkraliðaskóli Íslands tók til starfa en nemendur skólans sóttu verklegt nám til spítalans eftir sem áður. Læknanemar voru fjölmennur hópur og var hver þeirra lengur eða skemur við nám. Sérstakur samningur var síðar gerður við Háskólann varðandi þessa kennslu árið 1983. Allmargir læknar spítalans voru kennarar við læknadeild í hlutastarfi. Fræði­ og vísindastörf fóru vaxandi eftir því sem tímar liðu. Margir læknakandídatar voru á spítalanum eftir útskrift frá læknadeild til að ljúka kandídatsárinu þannig að þeir gætu öðlast lækningaleyfi. Þá voru margir læknar við ýmiss konar framhalds­ nám eða sérfræðinám. Nemendur Nýja hjúkrunarskólans voru við framhaldsnám í nokkrum undirgreinum hjúkrunar og sóttu verklegt nám á spítal­ ann. Röntgentæknaskólinn var tengdur starfsemi röntgendeildar og fór verulegur hluti bóklegu og verklegu kennslunnar fram á spítalanum. Meinatæknanemar voru við verklegt og bóklegt nám við rannsóknadeild mestallt árið. Þá má telja nemendur í sjúkra­ þjálfun, bókasafnsfræði, sálfræði, þroskaþjálfun, iðjuþjálfun og félagsráðgjöf. Nemendur Stýrimannaskólans og Hjálparsveita skáta voru mislengi á slysadeild. Í nokkur ár voru haldin tveggja vikna námskeið fyrir sjúkraflutningamenn í samstarfi við Rauða krossinn. Nemar í guðfræðideild Háskólans sóttu fræðslu og reynslu í sálgæslu. Þessi kennsla fór að talsverðu leyti fram sem klínískt nám á sjúkradeildum og öðrum sérdeildum. Fluttir voru fyrirlestrar fyrir hina ýmsu hópa og á flestum deildum voru fræðslufundir. En hvernig tókst svo til? Bygging og rekstur Borgarspítalans verður að telja mikilvægt framfaraspor í heilbrigðismálum. Hann var reistur til að bregðast við vandræðum í sjúkrahúsmálum í Reykjavík. Landsmönnum og sérlega íbúum Reykjavíkur hafði fjölgað mikið og stöðugt jókst eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Á því tímabili sem hér um ræðir, frá 1967 til 2000, fjölgaði landsmönnum um 80.000. Á þessum 29 árum jókst starfsemi eftir því sem húsakostur stækkaði. Miklar framfarir urðu á tímabilinu í greiningu sjúkdóma eins og áður segir. Nýting sjúkrarúma var yfirleitt mjög góð og oft var yfirfullt. Afköst spítalans voru veruleg og það tókst að koma flestum, en því miður ekki öllum, til betri heilsu og lækna mörg mein. Fjöldi innlagðra sjúklinga á spítalann var um 230.000 manns. Spítalinn var frá upphafi aðalmóttökustaður landsins vegna slysa og bráðra sjúkdóma. Og álag á starfsfólk var mikið. Á því tímabili sem hér um ræðir leituðu sér lækninga á slysa­ og bráðamóttöku spítalans tæplega ein milljón manns. Margir þurftu bráðrar inn­ lagnar við eða þurftu að koma í fleiri heimsóknir þangað vegna sára­ og gipsskiptinga og til ýmiss konar eftirlits. Séu þessar end­ urkomur taldar með er talan hærri en ein og hálf milljón. Á göngudeild háls­, nef­ og eyrnadeildar sem stofnuð var 1975 komu rúmlega 300.000 manns, röntgen og myndgreiningar voru rúmlega ein milljón, svæfingar og deyfingar voru um 140.000, á rannsóknadeild voru gerðar um 400.000 rannsóknir, einungis á árinu 1994. Loks má benda á hinn mikla fjölda heilbrigðisstarfs­ manna sem hafa hlotið menntun eða fræðslu á spítalanum. Á tímabilinu voru haldnir í Reykjavík tveir fundir leið toga stórvelda, Nixon forseti Bandaríkjanna og Pompidou Frakk­ landsforseti funduðu á Kjarvalsstöðum 1972, og Gorbatjov aðalritari sovéska kommúnistaflokksins og Reagan forseti Bandaríkjanna í Höfða 1986. Í bæði skiptin var Borgarspítalinn valinn af fulltrúum þeirra sem fyrsti spítali (primary hospital) kæmi eitthvað alvarlegt fyrir leiðtogana. Viðbúnaður spítalans var talsverður vegna þessa. En hvernig mátu sjúklingarnir þjónustu og viðmót starfs­ manna? Kunnugt er um eina könnun þessa efnis sem gerð var meðal sjúklinga undir lok þessa tímabils og voru langflestir sjúk­ linganna ánægðir með þá þjónustu og úrlausnir sem tiltækar voru á hverjum tíma. Borgarspítalinn starfaði frá 1967 og til sameiningar sjúkra­ húsanna árin 1996­2000. Þessar sameiningar áttu sér nokkurn að­ draganda sem ekki verður rakinn hér. Þá urðu miklar breytingar á stjórnsýslu, deildaskiptingu hinna ýmsu sérgreina og fleiru. Öflug spítalastarfsemi hefur síðan verið rekin í húsakynnum Borgar­ spítalans og heitir þar nú Landspítali. En það er önnur saga. Þakkir Bestu þakkir fá Bragi Þorgrímur Ólafsson fagstjóri á Landsbóka­ safni, Elín Helga Jóhannesdóttir skrifstofustjóri Landspítala, Guð­ mundur Oddsson fyrrum yfirlæknir hjartadeildar Borgarspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur, og Jóhannes Pálmason fyrrum forstjóri Borgarspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Heimildir 1. Jónsson V. Lækningar og saga. Tíu ritgerðir. 1­2. Menningarsjóður, Reykjavík 1969. 2. Ísberg JÓ. Líf og lækningar. Íslensk heilbrigðissaga. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2005. 3. Sigurðsson J. Byggingarsaga Borgarspítalans, fyrri aðaláfangi byggingarinnar. Læknablaðið 1978; 68, Fylgirit 6: 9­16. 4. Gunnarsdóttir SM. Sjúkrahús verður til. Upphaf og uppbygging hjúkrunarþjónustu Borgarspítalans í Reykjavík. Sjúkrahús Reykjavíkur, Reykjavík 2000. Ársskýrslur Borgarspítalans í Reykjavík. Frá upphafi til loka starfsemi Borgarspítalans, sem tiltækar eru. S a G a l æ k n i S F R æ ð i n n a R 608 LÆKNAblaðið 2014/100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.