Læknablaðið - 01.11.2014, Page 41
LÆKNAblaðið 2014/100 609
Ú R P E n n a S T J Ó R n a R M a n n a l Í
Bólusetningar, getum við lært af sögunni?
Á aðalfundi Læknafélags Íslands þann 25.
september síðastliðinn voru tveir læknar
kjörnir heiðursfélagar, þau Sigurbjörn
Sveinsson og Margrét Guðnadóttir. Þau
eru bæði vel að þessu komin.
Þrátt fyrir að vera orðin hálfníræð er
Margrét enn að og vinnur af sama eldmóði
og undanfarna áratugi. Fáir læknar á Ís
landi hafa lagt eins mikið til heilbrigðis
þjóðarinnar og Margrét. Hún hefur verið
ötull talsmaður bólusetninga og þannig
komið í veg fyrir alvarleg veikindi, örkuml
og dauða.
Mörg plágan hefur riðið yfir Ísland í
aldanna rás og tekið sinn toll, stórir far
aldrar, spænska veikin, lömunarveiki og
rauðir hundar, svo eitthvað sé nefnt. Mér
er það minnisstætt þegar ég barnung kom
í kirkjugarð norður í landi í tengslum
við ættarmót. Þar hvíldu fjögur systkini
afa míns, sem létust í byrjun árs 1909 úr
barnaveiki. Þegar ég barnið spurði um
þessa barnaveiki fékk ég svarið: Nú í dag
eru börn bólusett og ekkert barn deyr
lengur úr þessari veiki. Dóttir þessa afa
míns var barnshafandi árið 1964 og fékk
rauða hunda. Sonur hennar, frændi minn
og næstum jafnaldri, fæddist heyrnar
skertur. Mínar fyrstu minningar um hann
tengjast því að skoða heyrnartækin og
stóra kassann sem hann hafði um hálsinn.
Ég man líka þegar við frændsystkinin
fórum í feluleik. Hann varð útundan og
skiljanlega sár og reiður, því hann heyrði
engin hó. Þessum frænda mínum hefur
vegnað vel í lífinu, en ég er viss um að
hann hefði lifað betra lífi, hefði hann haft
fulla heyrn og sloppið við allt það aðkast
sem hann hefur orðið fyrir um ævina
vegna heyrnarskerðingarinnar. Ef ein
hver í minni fjölskyldu hefur minnstu
efasemdir um ágæti bólusetninga er fjöl
skyldusagan rifjuð upp, sorgir og missir
forfeðranna og bætt við að þetta myndi
ekki að gerast í dag.
Sem lungnalæknir rekst ég líka á
fólk sem var á unga aldri þegar síðasti
lömunarveikifaraldur fór um Ísland upp
úr 1950. Þetta fólk fékk varanleg mein af
sjúkdómnum, svo sem gríðarlega hrygg
skekkju (kyphoscoliosis). Þegar aldurinn
færist yfir berst þetta fólk við öndunar
bilun, almennt minnkaða færni og skert
lífsgæði.
Árið 1998 birtist grein í Lancet eftir
meltingarlækninn Andrew Wakefield um
tengsl MMRbólusetningar og aukinnar
tíðni á einhverfu. Þessi tíðindi fóru eins
og eldur í sinu um hinn vestræna heim og
foreldrar vildu ekki láta bólusetja börnin
sín. Seinna kom í ljós að rannsóknarniður
stöður voru ekki bara rangar, heldur fals
aðar. Í ritstjórnargrein BMJ 15. mars 2011;
342 stendur: „Clear evidence of data sho
uld now close the door on this damaging
vaccine scare.“
Þessa dagana virðist alheimsfaraldur
ebóla í uppsiglingu. Í fréttum heyrir
maður að Norðmenn hafi keypt síðasta
skammtinn af tilraunabóluefni og vikur
eða mánuðir muni líða þar til næstu
skammtar verði tilbúnir. Það er ekki laust
við að ugg setji að manni.
Við fagfólkið eigum að vita að bólusetn
ingar bjarga mannslífum. Efasemdaraddir
heilbrigðisstarfsfólks, hvort heldur þær
koma frá læknum eða hjúkrunarfræð
ingum, eru í mínum huga hrein afglöp.
Það er okkar að fræða, upplýsa og hvetja
almenning til að mæta í bólusetningar,
sérstaklega með börnin, sem við fullorðna
fólkið berum ábyrgð á.
Við megum ekki sofna á verðinum.
Smitsjúkdómar verða alltaf til en þeim
hættulegu smitsjúkdómum sem við getum
útrýmt verðum við að útrýma að fullu.
Við megum ekki lenda aftur á byrjunarreit
hvað þessa vágesti varðar, sem okkur
hefur orðið svo vel ágengt með á undan
förnum áratugum. Við verðum að upplýsa
yngri kynslóðirnar áður en það er um
seinan og þessir sjúkdómar ná að geisa
aftur í faröldrum og útrýma okkur.
Magdalena
Ásgeirsdóttir
lungnalæknir á
Reykjalundi, ritari
Læknafélags Íslands
Magdalena@REYKJALUNDUR.is
Læknar í verkfall
Það er sögulegt móment þegar tekin er mynd af
fyrstu verkfallsvakt lækna mánudagsmorguninn
27. október 2014. Hún stillir sér upp grá eða blá
fyrir járnum, á hraðri leið úr Hlíðasmára og út á
akurinn. Konurnar á vaktinni voru galvaskar að
morgni dags og búnar að fá skýr fyrirmæli um
það frá formanni, framkvæmdastjóra og lögfræð
ingi Læknafélagsins að hverju beri að gá og hafa
eftirlit með á verkfallsvakt. Það er ekki á hverjum
degi sem launamenn standa frammi fyrir svona
verkefni, og það hefur aldrei gerst áður í sögunni
að komið hafi til verkfalls lækna hérlendis. Frá
vinstri eru heimilislæknarnir Þórdís Anna Odds
dóttir, Björg Þ. Magnúsdóttir, Sigríður Ýr Jens
dóttir og Elínborg Bárðardóttir. Mynd VS.