Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.11.2014, Side 48

Læknablaðið - 01.11.2014, Side 48
616 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Allt útlit er nú fyrir að ADHD­teymi Landspítalans verði lagt niður vegna fjárskorts en teymið hefur starfað með góðum árangri frá því á miðju ári 2012. ADHD­greiningarteymi geðdeildar Landspítalans var stofnað á fyrri hluta árs­ ins 2013 í kjölfar mikillar umræðu í þjóð­ félaginu um sívaxandi mis­ og ofnotkun fullorðinna á metýlfenídatlyfjum, rítalíni fyrst og fremst, og hversu auðveldur aðgangur að slíkum lyfjum virtist vera. Heilbrigðisyfirvöldum var mjög í mun að koma böndum á notkun þessara lyfja til að draga úr kostnaði vegna þeirra og skynsamleg lausn fólst í því að fjármagna teymi sérfræðinga innan geðdeildar sem sinnti skimun og greiningu ADHD hjá fullorðnum, samkvæmt tilvísunum frá læknum heilsugæslunnar, sérfræðingum og geðlæknum á stofu. Teymið hefur frá upphafi verið leitt af Halldóru Ólafsdóttur geðlækni og Páli Magnússyni sálfræðingi. Hörmulegt að kasta þessu á glæ Með sérstakri fjárveitingu árið 2012 og síðan 40 milljóna króna fjárveitingu árið 2013 var teymið sett af stað og hefur starfað óslitið síðan en ekkert hefur bólað á fjárveitingu ársins 2014 og í fjárlaga­ frumvarpi ársins 2015 er ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til ADHD­teymisins. María Einisdóttir framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala segir að óvissan um framtíð teymisins sé erfið. Að hennar sögn hefur teymið verið starfrækt allt þetta ár í trausti þess að fjárveitingin skilaði sér. Nú væri ekki hægt að bíða lengur upp á von og óvon og því ekki um annað að að ræða en leggja teymið niður. Rekstrarhalli geð­ sviðs mun í ár að óbreyttu nema nokkurn veginn kostnaði við rekstur ADHD­teym­ isins enda gerðu allar áætlanir ráð fyrir sérstakri fjárveitingu að sögn Maríu. Hún segir jafnframt að mikil vinna hafi verið lögð í þjálfun og sérhæfingu þeirra er starfa í ADHD­teyminu. „Sérfræðing­ arnir okkar hafa lagt sig alla fram við að afla sér nýjustu þekkingar á greiningu og meðferð ADHD fullorðinna og leitað til fremstu sérfræðinga erlendis. Við stöndum því núna í fremstu röð og það er hörmu­ legt ef á að kasta þessu á glæ.” Spyrja má hvers vegna áhugi stjórn­ málamanna er í hlut eiga hafi svo skyndi­ lega gufað upp. Umræðan hefur sannar­ lega lognast útaf svo ekki standa spjótin á stjórnvöldum þess vegna. Kannski er það ástæðan. Önnur ástæða sem gjarn­ an heyrist er slæm staða ríkissjóðs og að peningarnir séu einfaldlega ekki til. Það hlýtur fremur að vera spurning um forgangsröðun fjárveitinga sem er jú í höndum stjórnmálamannanna. Í forstjórapistli á heimasíðu Landspítala þann 10. október sagði Páll Matthíasson: „Í vikunni varð ljóst að ekki verður framhald á starfsemi ADHD­teymis Landspítala sem komið var á fót árið 2012. Kemur þetta til af óvissu um fjármögnun en velferðar­ ráðuneyti veitti í þetta sérstakt fjármagn í fyrra og árið 2012. Þessi niðurstaða er bagaleg enda árangur teymisins ótvíræður og um að ræða bakhjarl faglegrar nálgunar að ADHD fullorðinna á Íslandi. Vonandi finnst lausn á fjármögnunarvanda teymis­ ins, ella er sjálfhætt. Segja má að þessi ráð­ stöfun endurspegli þröngan fjárhag Land­ spítala; fáist ekki fjármagn til verkefna verður að leggja þau af.” Samfélagið borgar brúsann Í september birtist athyglisverð rann­ sókn sem gerð var í Danmörku og náði til áranna 1999­2013. Meginspurning rann­ sóknarinnar var hver væri raunkostnaður samfélagsins af því að greina og með­ höndla ekki ADHD hjá fullorðnum. Niður­ staðan er sú að hver einstaklingur, 18 ára og eldri, sem þjáist af ADHD en fær ekki greiningu kostar danskt samfélag 150 þús­ und danskar krónur á ári (þrjár milljónir ISK). Áætlaður heildarkostnaður dansks samfélags af ómeðhöndluðu ADHD full­ orðinna er þrír milljarðar danskra króna á ári. Eflaust má reikna út hliðstæðar tölur fyrir íslenskt samfélag og komast að þeirri augljósu niðurstöðu að hagkvæmni þess að greina og meðhöndla ADHD hjá full­ orðnum borgar sig margfaldlega. Þegar rýnt er betur í forsendur útreikn­ ings hinna dönsku rannsakenda kemur fram að kostnaðurinn stafar af minni atvinnuþáttöku þeirra er þjást af ógreindu Óvissa um framtíð ADHD-teymis „Við stöndum núna í fremstu röð og það er hörmulegt ef á að kasta þessu á glæ,” segir María Einisdóttir fram- kvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. „Sumir eru tregir til að nota metýlfenídatlyf vegna þeirrar neikvæðu ímyndar sem lyfin hafa,” segir Páll Magnússon sálfræðingur. „Árangur af hópmeðferð hefur verið mjög góður en nú er séð fyrir endann á því nema stefnubreyting stjórnvalda komi til,” segir Halldóra Ólafsdóttir geðlæknir.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.