Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.2014, Qupperneq 49

Læknablaðið - 01.11.2014, Qupperneq 49
LÆKNAblaðið 2014/100 617 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R ADHD, erfiðleikum við að afla sér menntunar, veikindum af ýmsu tagi ásamt tilheyrandi lyfja­, heilsugæslu­ og sjúkrahúskostn­ aði. Tíðni afbrota og misnotkunar löglegra og ólöglegra fíkniefna er einnig umtalsvert meiri, með meðfylgjandi samfélagslegum kostnaði. Þá er staðfest í rannsókninni að fullorðnir með ógreint ADHD afla lægri tekna en samanburðar­ hópar og greiða þar með minni skatta en þurfa mun meira á þjón­ ustu velferðarkerfisins að halda í formi atvinnuleysisbóta og fram­ færslustyrkja. Uppsöfnuð þörf fyrir greiningu Halldóra Ólafsdóttir geðlæknir og Páll Magnússon sálfræð­ ingur fluttu erindi um starfsemi ADHD­teymisins á geðlækna­ þingi er haldið var á Akureyri í lok september. Blaðamaður Læknablaðsins ræddi við þau Hall­ dóru og Pál og rýndi í beinharðar tölur um starfsemi teymisins. Yfirlit um fjölda tilvísana og niðurstöður greininga leiða í ljós að langflestar tilvísanir koma frá heilsugæslunni, eða 82,5%, frá sér­ fræðingum Landspítala hafa komið 11,5% og frá geðlæknum á stofu hafa komið 6% tilvísananna. Þessar tölur breytast lítillega þegar skoðað er hverjir fá síðan ADHD­greiningu. Þá er heilsugæslan með 74%, sérfræðingar spítalans með 21% og geðlæknar á stofu með 5%. Fjöldi tilvísana frá upphafi til 5. sept­ ember í ár er 710 og lokið er skimun 264 og af þeim eru 192 jákvæðir. Lokið er greiningu 158 og af þeim hafa 113 verið greindir með ADHD. Þetta þýðir að þrátt fyrir jákvæða skimun eru 45 einstaklingar sem ekki hafa fengið ADHD­greiningu og segir Páll það jákvætt. „Við erum þá ekki að skima of þröngt og missa út á skim­ unarstiginu einstaklinga sem hugsanlega gætu verið með ADHD.” Þörfin fyrir greiningu er mjög mikil segja þau Halldóra og Páll. „Á síðasta ári voru tilvísanirnar talsvert fleiri en í ár enda má segja að vandinn hafi verið upp­ safnaður. Það myndaðist því kúfur sem okkur hefur ekki tekist að vinna á. Það sem af er þessu ári virðist fjöldi tilvísana á mánuði vera orðinn nokkuð stöðugur en teymið hefur ekki mannafla til að vinna úr þeim fjölda tilvísana sem nú berast mánaðarlega þannig að biðtíminn lengist enn. Biðtíminn hefur verið 10­12 mánuðir en ég myndi telja eðlilegt að hann væri um þrír mánuðir,” segir Páll. Ungt fólk í miklum meirihluta Kynja­ og aldursskipting tilvísana sýnir að fjöldi kvenna og karla er nokkuð svip­ aður, 46% eru konur og 54% karlar. Það vekur athygli að kynjaskipting þeirra sem síðan greinast með ADHD er önnur, þá snúast þessar tölur við, konurnar eru ívið fleiri en karlarnir. Langstærsti aldurshópurinn sem vísað er til teymisins er á aldrinum 20­35 ára og fækkar ein­ staklingum í eldri aldurs­ hópum hratt eftir það. Þessi aldursskipting er einnig áberandi greinileg þegar skoðað er hverjir hafa fengið greiningu. Um 70% þeirra eru á aldrinum 20­35 ára. „Þetta er ungt fólk sem hefur flosnað upp úr námi og gengur illa að festa ráð sitt hvort heldur er í fjöl­ skyldu eða á vinnumarkaði. Árangurinn af greiningu og síðan meðferð kemur yfirleitt mjög fljótt í ljós og skilar sér margfalt,” segir Halldóra. Þau eru sammála um að þrátt fyrir mikilvægi um­ ræðunnar um misnotkun á rítalíni séu neikvæðar hliðar á því máli. „Í samfélaginu er stór hópur einstaklinga á besta aldri sem þjáist af ADHD. Þetta er hópur sem misnotar ekki lyf en á í erfiðleikum með að sinna daglegu lífi, stunda vinnu og/eða nám, félagslegir árekstrar eru tíðir hvort sem er í einkalífi eða annars staðar. Þessir einstaklingar geta notað metýlfenídatlyf með mjög góðum árangri en sumir þeirra eru tregir eða jafnvel ófáanlegir til þess vegna þeirra neikvæðu ímyndar sem lyfin hafa fengið á sig,” segir Páll. Halldóra bætir því við að á vegum teymisins hafi verið unnið að því allt þetta ár að undirbúa hópmeðferð sem byggir á hugrænni atferlismeðferð og hafi hún byrjað um síðustu mánaðamót. „Þetta er meðferð sem nýtist bæði þeim einstakling­ um sem taka lyf og einnig hinum sem ekki taka nein lyf. Árangurinn erlendis af slíkri meðferð hefur verið mjög góður en nú er séð fyrir endann á því hér nema stefnu­ breyting stjórnvalda komi til og fjárveiting fáist til áframhaldandi starfs.” Skimunar- og greiningarferli ADHD-teymisins hefur gefið mjög góða raun og þörfin fyrir greiningu á ADHD hjá fullorðnum er mikil enda biðtíminn orðinn allt að eitt ár.   ! Greiningarferli!ADHD!teymis! Greiningars*g! •  K,SADS!greiningarviðtal!fyrir!ADHD!hjá!fullorðnum! •  MINI!geðgreiningarviðtal!og!mat!á!einkennum! persónuleikaraskana! •  Læknisfræðilegt!mat!á!almennu!heilsufari!og!þörf!á!frekari! læknisfræðilegum!rannsóknum.! •  Greindarmat!og!taugasálfræðilegt!mat!ef!þörf!krefur! •  Frekari!upplýsingar!frá!aðstandendum!eða!fagfólki!eKir! atvikum! •  Öll!gögn!lögð!fyrir!teymisfund!og!ályktað!um!greiningu! 4!   ! Greiningarferli!ADHD!teymis! Skimunars+g! •  Skimunargögn:! –  Tilvísunareyðublað!læknis! •  Upplýsingar!um!sjúkrasögu,!ly6ameðferð,!:kni;!og!a=rotasögu! –  Tilvísunareyðublað!sjúklings! •  Upplýsingar!um!þroskasögu,!sjúkrasögu,!námsferil,!félagslegar! aðstæður,!vímuefnaneyslu!og!a=rotaferil!(úFyllt!á!biðstofu)! – Matslistar!(ADHD!RaBng!Scale)! •  Eigið!mat!sjúklings!á!einkennum!í!bernsku!og!á!fullorðinsárum! •  Mat!aðstandanda!(fengið!í!símtali!við!starfsmann!teymis)!á! bernsku;!og!fullorðinseinkennum! –  Upplýsingar!úr!LyIagagnagrunni!Landlæknis! –  Upplýsingar!frá!fyrri!greiningarL!og!meðferðaraðilum!!! ! 3!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.