Læknablaðið - 01.11.2014, Síða 50
618 LÆKNAblaðið 2014/100
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
Félag íslenskra röntgenlækna efnir til
málþings með veglegri dagskrá um
myndgreiningu á alþjóðlegum degi
myndgreiningar þann 8. nóvember og
fagnar því að í ár eru liðin 100 ár frá því
röntgenmyndatökur hófust hér á landi.
Formaður félagsins, Maríanna Garðars
dóttir yfirlæknir á röntgendeild Land
spítala, segir myndgreiningu vera falda
sérgrein sem gegnir lykilhlutverki í
nútímalæknisfræði.
„Sjúkdómsgreiningar í dag byggja að
mun stærri hluta á myndgreiningu en
fyrir bara 1015 árum síðan og stafar það
að miklu leyti af betra aðgengi að mynd
greiningarrannsóknum, en einnig styttri
rannsóknartíma og auðveldari rannsókn
um fyrir skjólstæðinga okkar. Stór hluti
myndgreiningar og eftirlits í Reykjavík fer
í dag fram utan Landspítalans, en öflugar
röntgendeildir eru reknar í Domus og
Orkuhúsinu,“ segir Maríanna í upphafi.
„Myndgreining er lykilgrein í nú
tímalæknisfræði. Nánast allar sérgreinar
reiða sig á myndgreiningar í lausn sinna
verkefna. Eftirspurnin eftir þjónustu
myndgreiningardeilda eykst ár frá ári og
vissulega er það jákvætt að læknar vilji
nýta tæknina til að finna rétta greiningu
og lausn fyrir sjúklinga sína. Læknar og
sjúklingar treysta líka núorðið mjög á nið
urstöður myndgreiningarrannsókna enda
er hraðinn mikill og plássin fá. Klínísk
greining kallar á nægan tíma sem sjaldn
ast er til staðar á undirmönnuðu sjúkra
húsi og auðvitað er sjálfsagt að styðjast við
þá tækni sem er í boði. Okkur finnst við
vera mikilvægur hlekkur í þjónustunni
við sjúklingana, skjólstæðinga okkar, og
má segja að við fylgjum þeim frá vöggu til
grafar, en við komum jafnframt að flókn
ari sjúkdómsgreiningum á fósturskeiði og
aðstoðum við réttarmeinafræðilegar rann
sóknir eftir skyndileg eða jafnvel voveifleg
andlát. Þannig að starfið er mjög fjölbreytt,
en á þessum vinnustað er álagið heldur
meira en þolanlegt er og því verða rann
sóknir og jafnvel kennsla og þjálfun náms
lækna útundan, því þjónusta við sjúklinga
er ávallt sett í fyrsta sæti.“
Örar tækniframfarir og breytingar
á starfsmöguleikum
Hún segir framfarir í faginu mjög örar og
mikilvægt að fylgjast vel með, en fyrstu
áratugina hafi þróunin í myndgreiningu,
eða geislalækningum eins og sérgreinin
hét upphaflega, verið hæg hér á landi.
„Vissulega batnaði tækjabúnaður
eftir því sem árin liðu og framfarir urðu
í takt við löndin í kringum okkur. En í
grundvallaratriðum var að mestu notast
við röntgengeisla, hvort sem var til að gera
gegnumlýsingu, sem var grundvallarað
ferð í fyrstu, taka myndir eða gera flóknari
rannsóknir eins og æðamyndatökur, allt
fram í lok sjötta áratugar síðustu aldar
þegar tölvutæknin kom til sögunnar.
Stafræn myndgerð var þróuð í kringum
1970 og er sú aðferð sem notuð er í dag
fyrir myndatöku og myndgeymslu. Þróun
tölvusneiðmynda hélst í hendur við þróun
tölvutækninnar og sér engan veginn fyrir
endann á þeirri þróun í dag. Síðan um
1970 hafa orðið gríðarlegar framfarir, bæði
í röntgenrannsóknunum sjálfum en einnig
með tilkomu tölvusneiðmyndatækja,
segulómunar, stafrænnar myndatöku og
hreyfimyndatöku, stafrænnar geymslu
gagna og gagnaflutnings. Með stafrænni
tækni hefur myndgreining tekið stór
stökk, engar filmur eru notaðar lengur
nema á einstaka stöðum á landsbyggðinni
og hægt að senda myndir hvert í veröldina
sem er, ef tæknin er fyrir hendi.“
Þetta hefur valdið gjörbreytingu á
starfsmöguleikum röntgenlækna. Þeir
þurfa ekki lengur að flytjast búferlum þó
þeir ráði sig í vinnu annars staðar í veröld
inni.
„Nú er svo komið að mörg sjúkrahús
erlendis nýta sér þessa möguleika og
senda myndir til úrlestrar í önnur lönd
eða jafnvel önnur tímabelti til að flýta
fyrir niðurstöðum eða þegar vinnuálagið
er óhóflegt og ekki næst að vinna úr þeim
rannsóknum sem liggja fyrir innan við
unandi tímaramma. Slíkt er þó ekki gert
hér á Landspítala þar sem engar reglur um
fjarlækningar eru til staðar á Íslandi. Hver
ber ábyrgðina á myndgreiningarrannsókn
sem framkvæmd er á Landspítala en lesið
úr á Indlandi eða Ástralíu? Vissulega eru
það útlærðir röntgenlæknar sem sinna
úrlestri á hverjum stað, en það má aldrei
gleyma mannlega þættinum, samskiptum
við sjúklinginn og einkum við lækni sjúk
lingsins, því oft koma nýjar upplýsingar
fram sem geta breytt forsendum fyrir
niðurstöðu rannsókna eða að myndgrein
ingarrannsóknir eru túlkaðar á annan hátt
þegar heildarmyndin er skoðuð.“
Maríanna segir að hérlendis séu
röntgenlæknar sem hafa tekjur af því að
lesa úr myndum fyrir erlend sjúkrahús
bæði austan hafs og vestan. „Það er auð
vitað þægilegt að geta setið við skrifborðið
heima hjá sér með kaffibollann en fyrir
mig persónulega skipta samskiptin við
kollegana og sjúklingana mestu. Þegar
vinnuálagið er orðið of mikið og undir
mönnun er regla en ekki undantekning,
er eðlilegt að fólk leiti annað og er það
vel skiljanlegt og í raun jákvætt að hafa
val um tilhögun vinnunnar fyrir hvern
og einn. Æ fleiri hafa minnkað við sig
vinnuna á spítalanum og vinna við það að
hluta til að lesa úr fyrir önnur lönd og það
er kosturinn við þetta starf hversu létt er
að laga vinnutímann og vinnutilhögun að
óskum hvers og eins. Atvinnumöguleik
arnir eru óþrjótandi og nú til dags er mun
minna mál að starfa í einu landi og búa
Falin sérgrein í lykilhlutverki
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson