Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.2014, Qupperneq 51

Læknablaðið - 01.11.2014, Qupperneq 51
LÆKNAblaðið 2014/100 619 U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R í öðru, jafnvel fjarri fjölskyldunni. Sam­ göngur eru mun auðveldari og samskipta­ miðlar auðvelda fólki að hafa daglegt sam­ band við fjölskylduna og æ fleiri íslenskir læknar í öllum sérgreinum nýta sér það.“ Ekki sérlega aðlaðandi að flytja heim Maríanna segir mikilvægt að halda í við tækniþróunina til að tryggja bestu hugsanlegu þjónustu við sjúklinga og ekki síður ef ungir sérfræðingar eigi að fást til að koma heim til Íslands eftir að hafa lokið sérnámi í útlöndum. „Stjórnvöld hafa sett ákveðna upphæð í tækjakaup á Landspítala sem ákveðin var með síðasta fjárlagafrumvarpi en staðan er það bágborin að jafnvel þótt allir þeir peningar hefðu einungis farið í að endur­ nýja tæki á röntgendeildinni, hefði það ekki dugað til kaupa á þeim tækjum sem brýnast er að skipta út eða endurnýja. Við gleðjumst alltaf þegar aðrar deildir eða stofnanir eignast góðan tækjakost fyrir söfnunarfé, en röntgendeildir eru svo frek­ ar til fjárins að það er erfitt að sjá að slíkt myndi hjálpa okkur nema að litlu leyti. Eins og kemur reglulega fram í fjölmiðlum bila tæki ótt og títt á spítalanum og í fyrrasumar var ástandið þannig að tölvu­ sneiðmyndatækin tvö voru að bila á víxl og í eitt skipti kom fyrir að þau voru bæði biluð samtímis. Slíkt ástand er einfald­ lega ekki boðlegt í nútíma heilbrigðiskerfi, og ekki heldur að aka þurfi fárveikum sjúklingum milli sjúkrahúsa þegar bilanir verða, jafnvel þótt sporin séu ekki mörg á milli spítalanna tveggja.“ Í dag eru á milli 10 og 15 íslenskir læknar erlendis sem hafa lokið eða eru að ljúka sérnámi í myndgreiningu, að sögn Maríönnu. „Enginn þessara lækna er væntanlegur heim á næstunni svo að ég viti. Ekki svo að skilja að enginn hafi flutt til Íslands á síðustu árum, við höfum fengið hingað eina 5 lækna frá árinu 2008 en á sama tíma hefur setnum stöðum sér­ fræðilækna á röntgendeild Landspítala fækkað um þriðjung. Á sama tíma hefur fjöldi rannsókna aukist, þannig að það eru færri læknar sem sinna meiri vinnu, með tilheyrandi álagi. Það gefur auga leið að slíkt gengur ekki lengi, álagið er mikið og kennsla og rannsóknir ásamt þjálfun sér­ námslækna sitja á hakanum. Aðrar stofn­ anir, svo sem röntgendeildin á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, eru einnig í miklum vanda og er mikil þörf fyrir röntgenlækna þar.“ Hún segir hreinskilnislega að það sé ekki sérlega aðlaðandi fyrir unga sérfræði­ lækna að flytja heim. „Launin eru ekki sambærileg við önnur lönd, allt að helmingi lægri, og þá er ég bara að tala um dagvinnulaun. Auðvitað er hægt að hafa góðar tekjur sem læknir á Ís­ landi, en það kostar mikla vinnu og mikla fjarveru frá heimili, en fyrir ungt fólk sem er orðið vant því að geta unnið dagvinnu og tekið fáar eða jafnvel engar vaktir fyrir mannsæmandi laun, er erfitt að sætta sig við að starfa við þær aðstæður sem hér „Greining flókinna tilfella kallar á samráð við kollega, umræður og skoðanaskipti og oft koma fram nýjar upplýsingar á þann hátt sem breyta heildar- myndinni,“ segir Maríanna Garðarsdóttir yfirlæknir og for- maður Félags Íslenskra röntgen- lækna en hún segir tímaskort og undirmönnun oft koma í veg fyrir slíkt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.