Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2014, Síða 52

Læknablaðið - 01.11.2014, Síða 52
620 LÆKNAblaðið 2014/100 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R bjóðast. Það hjálpar svo ekki að vinnuað­ staðan er ekki góð og tækjakostur lélegur. Ungir sérfræðingar vilja ekki koma heim í aðstæður sem setja þá 10­15 ár aftur í tímann, þegar tæki og tækni sem þykir eðlilegt að hafa til bestu þjónustu við sjúklinga er ekki til staðar.“ Hún staldrar aðeins við og segir svo með áherslu. „Heimurinn hefur einfald­ lega minnkað. Það er miklu auðveldara að vera í daglegum samskiptum við fjöl­ skyldu á Íslandi en áður var og auðvelt að ferðast. Ungt fólk setur þetta ekki fyrir sig. Launakjör, fagleg sjónarmið og félagslegir þættir vega mun þyngra þegar tekin er ákvörðun um að flytja heim eða ekki.“ Samskipti eru einn mikilvægasti þátturinn „Fag okkar hefur ekki farið varhluta af al­ mennri fækkun sérgreinalækna á Íslandi. Við þyrftum að fá 10­15 sérfræðinga til starfa nú þegar hér á landi til að geta sinnt myndgreiningu, kennslu og rannsóknum á viðunandi hátt, bæði hér á Landspítala og í Krabbameinsfélaginu. Röntgenlæknum á Landspítala hefur fækkað um þriðjung á síðustu árum á sama tíma og myndgrein­ ingarrannsóknum fjölgar stöðugt. Grein­ ing flókinna tilfella kallar á samráð við kollega, umræður og skoðanaskipti og oft koma fram nýjar upplýsingar á þann hátt sem breyta heildarmyndinni. Þegar aðeins einn sérfræðingur er á vakt um kvöld og helgar verður ekki mikið um samræður og vaktin snýst meira um að reyna að komast yfir það sem fyrir liggur, þannig að allir fái þá þjónustu sem er nauðsynleg hverju sinni. Það er veruleikinn sem blasir við. Vissulega eru jákvæðir þættir í starfi okkar og þetta er einn sá mikilvægasti. Að geta rætt tilfelli við kollegana. Líka lækna í öðrum sérgreinum, eins og skurðlækna, krabbameinslækna og meinafræðinga á sameiginlegum vikulegum fundum. Við fáum beiðnir um rannsóknir frá öllum deildum sjúkrahússins og skilum niður­ stöðum til viðkomandi læknis og berum ábyrgð á henni, en stundum heldur sjúklingurinn að læknir hans sjái um skoðun og túlkun myndgreiningarrann­ sókna. Oft saknar maður þess að hafa ekki nánari upplýsingar um sjúklinginn og ófullnægjandi svar eða hugsanlega röng sjúkdómsgreining stafar oftar en ekki af ófullnægjandi upplýsingum eða að heildarmyndina skortir. Ég hef stundum getað áttað mig betur á tilfellum með því að ræða við sjúklinginn meðan á rannsókn stendur. Það er þó alls ekki alltaf hægt, bæði vegna þess að við náum ekki að hitta nema lítinn hluta sjúklinga og tíminn er svo sannarlega af skornum skammti.“ Uppbygging sérnáms hérlendis Að mínu mati fá íslenskir læknanemar heldur stutta kynningu á faginu í námi sínu. Það eru því færri en við þurfum sem stefna á sérnám myndgreiningu sem sér­ grein að loknu læknanáminu. Hér er þó kominn öflugur vísir að fyrri hluta sér­ náms í myndgreiningu sem er vel metið á háskólasjúkrahúsum erlendis. Við höfum reyndar verið afar heppin síðustu ár og nú er góður hópur sem hefur nýlokið eða er við að ljúka sérnámi í greininni og við höfum haft afar öflugan hóp læknanema sem hefur unnið hjá okkur og hluti þeirra stefnir á sérnám í greininni. Sérnám í greininni tekur 5 ár og er hægt að taka frá einu og upp í á þriðja ár hér en svo þarf að fara utan til að ljúka þjálfun eins og á við um aðrar sérgreinar læknisfræðinnar. Við höfum getað sent námslækna okkar til náms við góðar stofnanir í Evrópu en afar erfitt er að kom­ ast í sérnám í myndgreiningu vestan hafs þar sem ásóknin er mjög mikil, en röntg­ enlæknar vestan hafs hafa góðar tekjur, sem skýrir vinsældir fagsins örugglega að einhverju leyti. Undirbúningur náms­ lækna okkar sem halda héðan til frekara náms annars staðar hefur hingað til verið góður en við megum ekki láta deigan síga, því við viljum koma okkar fólki að á bestu stöðum og þá verður undirbúningurinn að vera góður. Nú nýlega hélt Félag íslenskra röntgenlækna í samstarfi við spítalann og Royal College of Surgeons in Ireland­ Faculty of Radiologists námskeið fyrir deildarlækna og nýorðna sérfræðinga til undirbúnings fyrir Evrópska sérfræði­ prófið og stóð okkar fólk sig með mikilli prýði, þannig að við erum á réttri leið tel ég, þótt alltaf megi gera betur. Evrópska sérfræðiprófið er ekki enn skylda en hefur notið sívaxandi vinsælda sem staðfesting á kunnáttu og getu nýútskrifaðra sérfræði­ lækna og viljum við taka þátt í að nýta slíkt samstarf og þau tæki sem til eru til að þróa betur sérnámið hér á landi. Við skipulag fyrri hluta námsins hér höfum við reynt að fylgja evrópsku regl­ unum, en áður hefur skipulag sérnáms í Svíþjóð verið aðalviðmiðið. Sérnámið í Svíþjóð hefur verið að taka breytingum undanfarin ár sem ekki sér fyrir endann á og þar sem ég hef starfað nokkuð fyrir Evrópusamtök röntgenlækna og kynnst vel námsskránni þar þá höfum við hana til hliðsjónar. Við höfum fengið til okkar læknanema á lokaári í valtímabil og getað boðið upp á skiptinám fyrir þá og einnig erum við að semja um lengra skiptinám bæði í Bandaríkjunum og í Noregi fyrir námslækna okkar. Einnig hefur komið til tals að bjóða upp á skiptinám eða jafnvel lengri dvöl á Írlandi en þær viðræður eru einungis á byjunarstigi,“ segir Maríanna Garðarsdóttir að lokum.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.