Læknablaðið - 01.11.2014, Síða 58
Blogg er fréttamiðill á netinu sem hver
sem er getur stofnað án þess að hafa mikla
tækniþekkingu. Þetta auðveldar mjög
einstaklingsframtak og margir læknar
nota blogg til að koma frá sér alls konar
kennsluefni. Með bloggi er auðvelt að birta
myndir, hljóð og myndbönd og því eru
þau mörg hver notuð til að hýsa læknis
fræðilegt margmiðlunarefni, til dæmis
hlaðvörp (podcast).
Það er mér ánægja að kynna fyrsta til
fellablogg íslenskra lækna, Emergency
Medicine Iceland, sem samanstendur fyrst
og fremst af tilfellum af bráðamóttöku
Landspítala og umræðum kringum þau.
Tilgangurinn er ekki að kynna sjaldgæfa
kvilla eins og í læknisfræðitímaritunum
heldur hversdagsleg vandamál þannig að
allir geti lært af. Bráðalækningar snúast að
miklu leyti um hraða og örugga greiningu
og fyrstu meðferð og hefur því snertiflöt
við allar sérgreinar.
Gegnum tilfellin kynnast læknar vinnu
bráðalækna en einn tilgangur bloggsins er
að kynna þessa ungu sérgrein fyrir lækn
um á Íslandi. Það er skrifað á ensku til að
höfða einnig til erlendra lækna og kynna
fyrir þeim stöðu bráðalækninga á Íslandi.
Til gamans má geta þess að á einu ári hafa
okkur borist þrjár fyrirspurnir erlendis frá
um vinnu á bráðamóttöku.
Loks notum við bloggið til að vísa í
annað frábært kennsluefni á netinu og
hvetjum þannig íslenska kollega okkar
til að kynnast frekar heimi FOAM (Free
Online Accessible Medical Education).
Það er einmitt áðurnefndur einfaldleiki
sem gerir lækna tortryggna um innihald
og gæði efnis á bloggum þar sem hver
sem er getur skrifað um hvað sem er. Það
er samdóma álit lækna í bloggheimum
erlendis að skrif undir nafni og aðgengi
legar upplýsingar um höfunda og tilgang
bloggsíðunnar ásamt gæðavottun HON
(Health on the Net Foundation) sjái til þess
að þetta er ekki vandamál, sbr: „HON‘s
mission is to guide Internet users to reliable
understandable accessible and trustworthy
sources of medical and health information.“
Möguleiki lesenda til að tjá sig undir
nafni um staka bloggpósta (umræður)
tryggir enn frekar að höfundur vandar
skrif og frágang en útbreiðsla bloggsíð
unnar er undir lesendunum komið.
Stofnun tilfellabloggsins fylgir sama
ferli og undirritaður rataði í gegnum við
háskólasjúkrahúsið í Lundi þar sem svona
blogg var rekið. Það var gert eftir samráð
við lögfræðing og yfirmenn sjúkrahússins
og sænska læknablaðið. Eins og þegar til
felli eru birt í Læknablaðinu er séð til þess
að engin persónugreinanleg atriði séu
til staðar og áhersla lögð á faglega fram
setningu. Tilfellabloggið hefur verið kynnt
fyrir framkvæmdastjórn Landspítala og
yfirlæknir bráðamóttöku samþykkt það.
Fyrsta tilfellið er unnið í samvinnu við
lungnalækni og framkvæmdastjóra lækn
inga spítalans.
Slóðin er
http://emergencymedicineiceland.blogspot.com
Emergency Medicine iceland
- fyrsta íslenska tilfellabloggið
davíð b. Þórisson
sérfræðingur í
bráðalækningum
bráðamóttöku Landspítala,
Fossvogi
david.thorisson@gmail.com
626 LÆKNAblaðið 2014/100
U M F J Ö l l U n O G G R E i n a R
Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi
lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru
hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu.
Selincro®
nalmefen
Selincro 18 mg filmuhúðaðar töflur. H. Lundbeck A/S. ATC flokkur N07BB05.
Samantekt á eiginleikum lyfs – styttur texti SmPC.
Virkt innihaldsefni: nalmefen 18,06 mg (sem hýdróklóríð díhýdrat).
Ábendingar: Selincro er ætlað til að draga úr áfengisneyslu hjá fullorðnum sjúklingum sem haldnir eru áfengissýki og hafa mikla heilsufarslega áhættu af drykkju
(DRL), eru án líkamlegra fráhvarfseinkenna og þurfa ekki bráða afeitrun. Einungis á að ávísa Selincro ásamt samfelldum sálfélagslegum stuðningi sem beinist að með-
ferðarheldni og að draga úr áfengisneyslu. Einungis á að hefja Selincro meðferð hjá sjúklingum sem hafa áfram mikla heilsufarslega áhættu af drykkju tveimur vikum
eftir upphafsmat. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Sjúklingar: sem eru að taka ópíóíð verkjalyf; sem haldnir eru ópíóíðafíkn eða
hafa nýlega verið það; með bráð ópíóíða fráhvarfseinkenni; sem grunaðir eru um nýlega neyslu ópíóíða; með alvarlega skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh skilgreining);
með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (eGFR <30 ml/mín. á 1,73 m2); sem nýlega hafa fengið bráð fráhvarfseinkenni vegna áfengis (að ofskynjunum, krömpum og
drykkjuóráði (delirium tremens) meðtöldu). Skammtar: Taka á Selincro eftir þörfum. Sjúklingur á að taka eina töflu hvern þann dag sem hann finnur fyrir hættu á áfeng-
isneyslu, helst 1-2 klst. fyrir þann tíma sem búast má við að drykkjan hefjist. Hafi sjúklingur hafið áfengisneyslu án þess að taka Selincro, á hann að taka eina töflu eins
fljótt og auðið er. Hámarksskammtur Selincro er ein tafla á dag. Taka má Selincro með eða án fæðu. Selincro er til inntöku.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is
Pakkningastærðir og leyfilegt hámarksverð í smásölu (september 2014): 14 stk.: 12.530, 28 stk.: 23.822. Sjúkratryggingar taka almennt ekki þátt í kostnaði við lyfið.
Lyfið er lyfseðilskylt. Dagsetning síðustu samþykktar SmPC sem þessi stytti texti er byggður á: 28. ágúst 2013.
Nánari upplýsingar um lyfið fást hjá umboðsaðila á Íslandi sem er Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími 535 7000. Ath. textinn er styttur. Sjá nánari upplýsingar í
sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is.