Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 01.11.2014, Blaðsíða 62
630 LÆKNAblaðið 2014/100 um bragfræði. Á sextugsaldri gaf hann, undir dulnefninu Gestur, út ljóðabókina Undir ljúfum lögum. Er þar slegið á ýmsa strengi. Í formála segir dr. Alexander Jóhannesson að í bókinni sé ort undir fleiri bragarháttum, fornum sem nýjum, en í nokkurri annarri íslenskri ljóðabók og gæti því kallast Háttatal Gests. Ljóð­ stafasetning er með ýmsu móti, jafnvel í einu og sama ljóðinu. Bókin hlaut dræmar undirtektir. Sum ljóð hans eru þekkt og enn sungin eða lesin. Má þar nefna „Hún Kata litla í Koti“, „Spinn, spinn“, „Þei­þei og ró­ró“ og „Hólamannahögg“. Í bókinni er ekki að finna eitt hans þekktasta ljóð, „Þú ert yndið mitt yngsta og besta“ sem hann orti um yngsta barn sitt, Þórdísi Ósk. Guðmundur fékkst talsvert við þýðingar. Þekkt er þýðing hans „Bálför Sesars“ á kafla úr Julius Caesar eftir Shakespeare þar sem áhersla er lögð á hrynjandi frum­ textans. Eftir það áfall sem spænska veikin reyndist Guðmundi breyttist hann veru­ lega. Áður hafði hann verið framgjarn, stundum talinn drembilátur enda yfir­ burðamaður sem naut lýðhylli. Nú varð hann gæfari og hafði sig minna í frammi út á við en sinnti af alúð sínum embættis­ störfum. Guðmundur fékk lausn frá land­ læknisstörfum 1931 og hafði um líkt leyti fengið vægt slag. Hann hlaut af því nokkra lömun öðru megin. Síðar fékk hann ill­ kynja mein í auga og varð að fjarlægja það. Meinið hafði þó dreift sér og leiddi Guð­ mund til dauða 7. maí 1937. Að hans ósk var ekki flutt nein líkræða við útförina. Hann hafði verið talsmaður bálfara og lét brenna lík sitt. Guðmundur Björnsson landlæknir var tvímælalaust einn þeirra er mestu fengu áorkað í heilbrigðismálum þjóðarinnar á fyrstu áratugum 20. aldar. Sem landlækn­ ir, bæjarfulltrúi í Reykjavík og alþingis­ maður nýttust gáfur hans og eldmóður vel. Sá fjöldi mála sem hann vann að og barðist fyrir er ótrúlegur. Málsnilld hans og ritfærni gerðu málstað hans og boð­ skap þjóðinni auðskilinn og aðgengilegan. Ágætri grein Páls V.G. Kolka læknis um ævi Guðmundar sem hér hefur mikið verið stuðst við lýkur á broti úr þýðingu Guðmundar á ljóðinu „Frægð Pasteurs“. Páll telur þær línur verðug eftirmæli Guð­ mundar sjálfs: Barn! Þú verður að vita, og vel í minni geyma, að uppi voru áður – aldrei má því gleyma – vitringar – afbragðsmenn, með eldhug aldrei trauðan, sem fengu fært um set fávisku manna’ og – dauðann… Heimildir: Blöndal LB, Jónsson V. Læknar á Íslandi. Sögufélagið, Reykjavík 1944: 116­9. Kolka PVG. „Guðmundur Björnsson landlæknir.“ Merkir Íslendingar. Nýr flokkur II. Bókfellsútgáfan h.f., Reykjavík 1963: 199 ­220. Kolka PVG. Föðurtún. Reykjavík 1950. Jóhannesson A. Guðmundur Björnsson sextugur. Ísafold 1924; 49: 1. Gestur (dulnefni): Undir ljúfum lögum. Reykjavík 1918. Lækjargata, Amtmannsstígur 1 sem var heimili Guðmundar Björnssonar í 40 ár, Menntaskólinn í Reykjavík, Íþaka, bókasafn MR. Ljósmynd: Christian Schierbeck læknir, 1901- 1902. Undir myndina ritaði ljósmyndarinn: „Nefnd á vegum bæjarráðsins veltir vöngum yfir stærsta rennustein bæjarins (sem stendur við hliðina á honum) – þessi svokallaði „lækur“ kostar þúsundir króna árlega. Það næst ekki nægjanlegur halli á frárennslinu. Litli herrann með stafinn, sem snýr baki, er héraðslæknir sem leiðbeindi mér. Hrokafullur karl sem gerir heimskuleg verkefni, lélegur biðraðalæknir.“ [Héraðslæknir í Reykjavík á þessum tíma var Guðmundur Björnsson]. Mynd Ljósmyndasafn Reykjavíkur. gegn heilablóðfalli/ segareki Forvörn gegn heilablóðfalli / segareki hjá sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist lokusjúkdómum (NVAF) Aðeins Eliquis® tengir saman þessa kosti Veldu Eliquis®, eina Xa hemilinn sem sýnt hefur verið fram á að veiti áhrifaríkari vörn gegn heilablóðfalli/segareki með marktækt minni tíðni á meiriháttar blæðingum samanborið við warfarin1. Eliquis® (apixaban), sem ætlað er til inntöku, er beinn hemill á storkuþátt Xa og hefur eftirfarandi ábendingar: • Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti. • Forvörn gegn heilablóðfalli og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum (non-valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, svo sem sögu um heilablóðfall eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic attack, TIA), aldur ≥75 ára, háþrýstingi, sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥II)2. Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Sjá frekari upplýsingar um lyfið á www. lyfjastofnun.is Heimildir: 1. Granger CB et al. Apixaban versus warfarin in patients with atrial fibrillation.N Engl J Med 2011; 365: 981–992.2. 2. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Eliquis. Áhrifaríkari vörn PFI141001 samanborið við warfarin1samanborið við warfarin1 Minni tíðni meiriháttar blæðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.