Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 13
af þessu hlutleysi og að við erum eingöngu að
hugsa um þeirra hag.“
Stærstu viðskiptavinir eru lífeyrissjóðir, en
einnig eru í hópi viðskiptavina tryggingarfélög,
fyrirtæki, sveitarfélög, sjóðir og einstaklingar
sem Íslensk verðbréf hf. leggur metnað í að
sinna sem best með persónulegri þjónustu sem
miðast að þörfum hvers og eins. Hjá félaginu
starfa nú 19 manns með mikla reynslu og góða
menntun, þar af átta löggiltir verðbréfamiðl-
arar.
Ráðstefna um alþjóðleg skuldabréf
Fyrir skömmu efndi Íslensk verðbréf hf. til
ráðstefnu um alþjóðleg skuldabréf en einn af
sjóðum fyrirtækisins er einmitt Alþjóðlegur
skuldabréfasjóður ÍV. Þátttakendur í ráðstefn-
unni voru fulltrúar nánast allra lífeyrissjóða
landsins, hátt í fjörutíu manns. Fulltrúar sam-
starfsaðila Íslenskra verðbréfa hf. erlendis, frá
Deutsche Bank, Standard Life Investments og
Hewitt Associates ltd., héldu erindi á ráðstefn-
unni, auk Stefáns B. Gunnlaugssonar, sérfræð-
ings, sem jafnframt er lektor við Háskólann
á Akureyri. Arne segist telja að í alþjóðlegum
skuldabréfum sé vaxtarbroddur bæði fyrir líf-
eyrissjóði og aðra. Lífeyrissjóðirnir stækki mjög
hratt og alþjóðleg skuldabréf séu eignaflokkur
sem mun skipa stærri sess í eignasöfnum
hérlendis í framtíðinni. „Við höfum verið
öflugir í vöruþróun í tengslum við bæði inn-
lend og erlend verðbréf, enda er það eitt af
markmiðum félagsins að geta ávallt boðið við-
skiptavinum sínum upp á vörur í fremstu röð.
Alþjóðlegur skuldabréfasjóður ÍV er gott dæmi
um þessa stefnu.“
Vettvangur fyrir frumkvöðla
Íslensk verðbréf hf. annast einnig stýringu á
nýsköpunar- og áhættufjármunum og rekur
þrjú fjárfestingafélög: Tækifæri hf., Eignar-
haldsfélag Austurlands hf. og Framtakssjóð
Austurlands ehf. Þessi fjárfestingafélög starfa
eftir eigin fjárfestingastefnu en sameiginlegt
markmið þeirra er að skapa vettvang fyrir
nýsköpun og atvinnuuppbyggingu með arð-
semi að leiðarljósi. Þarna skapast vettvangur
fyrir frumkvöðla til að leita fjármagns í ákveðin
verkefni í heimabyggð.
SÉRSTAÐA ÍSLENSKRA VERÐBRÉFA HF
Óháð eignastýringarfyrirtæki
• eigið fé bundið í sjóðum Íslenskra
verðbréfa hf
• viðskiptavinir njóta forgangs í öll verðbréf
• hagsmunir viðskiptavina og Íslenskra
verðbréfa hf. fara saman
Náin tengsl við viðskiptavini
• skjótar boðleiðir
• persónuleg þjónusta
Góð tengsl við stofnanafjárfesta
og stærri fyrirtæki.
Íslensk verðbréf hf. er til húsa að Strandgötu 3 á Akureyri. Sérfræðingar Íslenskra verðbréfa hf. fylgjast náið með því sem
gerist á mörkuðum.
Hluti starfsmanna Íslenskra verðbréfa hf.
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 13
2001 2002 2003 2004 2005 2006*
ÞRÓUN EIGNA Í STÝRINGU
HJÁ ÍSLENSKUM VERÐBRÉFUM HF.
*Tölur 2006 miðast við fyrstu 8 mánuði ársins.
milljarðar
15
25
35
52
75
90