Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 108
108 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6
STÆRSTU300 T T
Sérhæfing í vörustjórnun hefur auk-ist mjög á undanförnum árum og er það orðið algengt fyrirkomulag að
fyrirtæki úthýsi birgðastýringu, dreifingu og
annarri vörustjórnun til þriðja aðila. Par-
logis er sérhæft í slíkum verkefnum. Guðný
Rósa Þorvarðardóttir framkvæmdastjóri segir
stefnuna að gera viðskiptavinum kleift að
sinna markaðsmálunum, en á meðan sinna
aðrir vörustjórnunarþætt-
inum. „Kröfur um aukna
arðsemi kalla á meiri sér-
hæfingu og hagkvæmni í
rekstri og því felist mikil
tækifæri í að fyrirtæki
eins og Parlogis sinnir
vörustjórnunarþættinum,”
segir Guðný Rósa.
Víðtæk vörustjórnun
„Markmið okkar á þessu ári hefur fyrst og
fremst verið að styðja þau fyrirtæki sem eru
í viðskiptum hjá okkur til vaxtar og bjóða
þeim fleiri lausnir í vörustjórnun. Flestir nýta
dreifingarlausnina sem þýðir að við sjáum
um lagerhald, tökum pantanir, dreifum vör-
unni og sjáum um innheimtu. Viðskiptavinir
fyrirtækisins geta einnig valið birgðastýring-
arlausn sem þýðir að Parlogis sér um stjórnun
á allri aðfangakeðjunni, allt frá því að panta
vöruna hjá erlendum birgi og til þess að inn-
heimta fyrir seldri vöru. Annars geta lausn-
irnar verið mjög mismunandi, þær eru sér-
sniðnar að þörfum hvers viðskiptavinar,“ segir
Guðný Rósa.
Hún kveðst aðspurð líta svo á að öll
fyrirtæki, sem sinna vörustjórnun og dreif-
ingu, séu á einhvern hátt keppinautar Par-
logis. „Helstu tækifæri okkar felast í aukinni
sérhæfingu. Við teljum okkur geta boðið
fyrirtækjum, sem selja lyf
og aðrar hjúkrunar- og
heilsuvörur, hagkvæmari
lausnir í vörustjórnun en
þau hafa nú. Fyrirtæki
og stofnanir í heilbrigðis-
geiranum þurfa mjög hátt
þjónustustig og til dæmis
fá apótekin sendingar frá
okkur á hverjum degi.
Slík þjónusta er mjög
kostnaðarsöm fyrir einstaka birgja,“ segir
Guðný Rósa.
Spennandi tækifæri
Parlogis hét áður Lyfjadreifing. Nafninu var
breytt á síðasta ári m.a. þar sem gamla nafnið
þótti ekki nægilega lýsandi fyrir starfsemina
í heild. „Heilbrigðis- og hjúkrunarvörur
verða sífellt stærri hluti starfseminnar, auk
þess sem við dreifum ýmsum snyrtivörum,
rekstrar- og hollustuvörum fyrir okkar við-
skiptavini. Það er mikill vöxtur í heilsugeir-
anum og við teljum okkur vel í stakk búin
til að taka þátt í þeim vexti,” segir Guðný
Rósa.
Aðspurð um efnahagsumræðu ársins segir
Guðný Rósa að á óvart hafi komið þegar
fitjað var upp á því að heillaráð kynni að vera
að setja Lyfjaverslun ríkisins á fót að nýju.
Erfitt sé að sjá ástæðu þess að ríkisrekin
stofnun geti með hagkvæmari hætti flutt inn
lyf en einkaaðilar. Guðný nefnir einnig þau
umbrot sem einkennt hafa íslenskt efnhagslíf
á árinu. „Ég held að fáir hafi búist við því í
upphafi árs að umfjöllun fjölmiðla í kjölfar
skýrslu danskra banka um íslenskt efnahags-
líf hefði þau áhrif á gengisþróun sem raun
bar vitni. Mörgum þótti líka sem svo að þessi
umfjöllun væri ekki fullkomlega sanngjörn,“
segir Guðný Rósa.
Guðný Rósa var innkaupa- og markaðs-
stjóri Skeljungs í nærfellt tíu ár, uns hún
kom til starfa sem markaðsstjóri hjá Parlogis
fyrir um hálfu öðru ári. „Um haustið 2005
tók ég við fyrirtækinu sem framkvæmda-
stjóri þess. Það er virkilega spennandi að
fá tækifæri til að stýra þessu framsækna
fyrirtæki sem hefur alla burði til að verða
enn öflugra dreifingar-og vörustjórnunar-
fyrirtæki. Allar áætlanir okkar þar um hafa
staðist, jafnframt því sem framlegðin hefur
aukist, jafnt og þétt.“
„Spennandi að
fá tækifæri til
að stýra þessu
framsækna
fyrirtæki.“
Kröfur um aukna arðsemi kalla á sérhæfingu í rekstri, segir framkvæmdastjóri Parlogis.
Sérhæfð vörustjórnun skapar tækifæri.
PARLOGIS • GUÐNÝ RÓSA ÞORVARÐARDÓTTIR
MIKILL VÖXTUR
Í HEILSUGEIRANUM
TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON • MYND: GEIR ÓLAFSSON