Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 206
206 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6
Stjórnendur lesa Vi›skiptabla›i›
Allir
Lesa reglulega
www.vb.is
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands ger›i könnun um lestur vi›skiptabla›a me›al stjórnenda íslenskra fyrirtækja.
Augl‡singasími: 511 66 22
38%
25%
69%
47%
Viðskiptablaðið Morgunblaðið
Viðskipti
Fréttablaðið
Markaðurinn
66%
45%
M I C H A E L E . P O R T E R
skólum víðs vegar um heiminn. Stofnun
M.E. Porters hefur boðið þessum skólum til
samstarfsins og í tilefni af heimsókn Porters
til Íslands hefur viðskipta- og hagfræðideild
Háskóla Íslands verið boðið að vera þátttak-
andi í þessu samstarfi.
Michael E. Porter er eftirsóttur ráðgjafi
og hann þjónar bæði fyrirtækjum og stjórn-
völdum víða um heim. Porter er einn af
stofnendum ráðgjafafyrirtækisins Monitor
og á vefsetri fyrirtækisins má finna skýrslur
eftir hann. Meðal þeirra fyrirtækja sem
Porter hefur starfað fyrir eru Caterpillar,
DuPont, Procter & Gamble og Royal Dutch
Shell. Hann hefur einnig starfað fyrir mörg
fylki í Bandaríkjunum og fyrir alríkisstjórn-
ina. Jafnframt hefur hann leiðbeint stjórn-
endum margra ríkja og verið í forystu fyrir
stefnumótunarvinnu á sviði hagstjórnar og
efnahagsmála í fjölmörgum ríkjum.
M.E. Porter hefur fengið mikinn fjölda
viðurkenninga fyrir störf sín og framlag.
Hann hefur verið sæmdur heiðursdoktors-
nafnbót við fjölmarga háskóla víða um heim.
Vegna framlags Porters til fræðasamfélagsins
og viðskiptalífsins og í tilefni af því vægi,
sem kenningar hans hafa haft í kennslu í
viðskiptafræði hér á landi, var Porter sæmdur
heiðursdoktorsnafnbót frá viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla Íslands meðan á heim-
sókn hans til landsins stóð, 2. október síðast-
liðinn (sjá umfjöllun bls.24).
Prófessor Porter dró
fram vísbendingar
um hita og þenslu í
hagkerfinu og benti
sérstaklega á að laun
virtust hærri en ætla
mætti m.v. framleiðni
viðskiptalífsins.
Michael E. Porter kom til Íslands 2. október sl. á vegum Capacent ráðgjafafyrirtækisins. Megintilefni
heimsóknarinnar var að kynna rannsókn á samkeppnishæfni Íslands, sem unnin var af Michael Porter
og aðstoðarmönnum hans. Porter flutti tvo fyrirlestra. Fyrri fyrirlesturinn fjallaði um samkeppnishæfni
Íslands og sá seinni um stefnu fyrirtækja. Hér verður gerð stutt grein fyrir fyrri fyrirlestrinum.
Samkeppnishæfni Íslands Porter hóf fyrir-
lesturinn á því að ræða um verðmætasköpun
og framleiðni í samfélaginu. Framleiðnin
endurspeglar nýtingu framleiðsluþáttanna
sem notaðir eru í framleiðslu á vörum og
þjónustu. Framleiðnin ræður mestu um
lífskjörin í landinu. Það sem þjóðir keppa
um er að skapa bestu skilyrðin til að ná sem
mestri framleiðni í atvinnulífinu. Þessi skil-
yrði eru nauðsynleg en þó ekki nægileg til
að árangur sé tryggður. Til viðbótar veltur
árangurinn á því hversu heilbrigð sam-
keppnin er milli fyrirtækja og hversu fær
fyrirtækin eru í því að skapa sér stöðu og
ná árangri hvert á sínu sviði. Til að útlista
þetta fór Porter í gegnum „demantinn“ sinn
og tók dæmi um atvinnugreinar og klasa-
myndun, m.a. í Noregi.
Porter lagði sérstaka áherslu á að þróun í
efnahagslífi þjóðar verður að byggjast á sam-
virkni milli allra aðila í þjóðfélaginu á öllum
stigum. Hið opinbera verður að taka þátt en
það verða fyrirtæki, mennta- og rannsóknar-
stofnanir og félagasamtök að gera líka.
Varðandi Ísland gerði Porter að umtals-
efni staðsetningu landsins, auðlindir þess
og mannfjölda. Hann sagði að samkeppn-
ishæfni landsins væri góð en vissulega væru
ýmis sérkenni sem hefðu áhrif á raunmynd-
ina. Hann átti við atriði eins og kaupmátt
tekna, framleiðni vinnuaflsins, þátttöku á
vinnumarkaði og vinnutímann sem stæði
að baki þjóðarframleiðslunni. Fram kom
varðandi þessa þætti að hér á landi væri verk
að vinna.
Porter sýndi ráðstefnugestum áhugaverða
mynd af klösum í atvinnulífinu og benti á
að þróunin væri um margt jákvæð. Hann
vék að takmörkuðum fjárfestingum erlendra
aðila hér á landi og einnig mjög mikilli
fjárfestingu innlendra aðila hér á landi sem
gæti haft neikvæð áhrif á framleiðnina.
Hann gerði einnig grein fyrir stöðu landsins
m.t.t. fenginna einkaleyfa í Bandaríkjunum
í samanburði við önnur lönd. Úttektin
sýndi að þróunin er framávið í samanburð-
inum. Porter dró fram vísbendingar um hita
og þenslu í hagkerfinu og benti sérstaklega
á að laun virtust hærri en ætla mætti m.v.
framleiðni viðskiptalífsins.
Porter lagði einnig út af könnuninni
á samkeppnishæfni þjóðarinnar (Global
Competitiveness Report 2006-2007), sem
framkvæmd er af Iðntæknistofnun fyrir
hönd World Economic Forum, þar sem
Porter er í forsæti. Hann benti sérstaklega
á þá fjölmörgu þætti sem skýrslan sýnir að
eru að draga samkeppnishæfni þjóðarinnar
niður. Porter gerði einnig að umtalsefni
stórauknar fjárfestingar Íslendinga erlendis
og benti á að ef Íslendingar hefðu þekkingu
fram að færa að heiman til að ná árangri
í þessum fjárfestingum þá væri það dæmi
um samkeppnishæfni þjóðarinnar. Jafn-
framt kom fram að sú reynsla sem fæst með
starfseminni erlendis geti verið mikilvægur
þáttur í þróun og uppbyggingu atvinnulífs-
ins heima fyrir.
Í lokaorðum sagði prófessor Porter að
Íslendingar ættu að halda áfram að upp-
færa og bæta grundvöllinn og skilyrðin sem
atvinnulífið byggir á. Að Íslendingar ættu að
PORTER Á ÍSLANDI