Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 221
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 221
Síðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar. Í dag státar
galdrakarlinn Daníel af borðum,
stólum, rúmum, náttborðum…
„Þetta eru „basic-hlutir“ sem
þarf á heimili auk þess sem ég
hef hannað sushi-sett.“
Um hönnunina í dag segir
hann: „Húsgögnin eru í póst-
módernískum stíl; í sjálfu
sér er póstmódernismi hálf-
gert stílleysi. Ég legg mikla
áherslu á að hlutirnir standi
undir sér sjónrænt – séu
fallegir - og að þeir séu stíl-
hreinir og nákvæmir. Ég vil
að húsgögnin endist og það
skiptir máli hvernig hlutirnir
eru settir saman upp á að þeir
þoli hnjask. Ég hlakka til að
sjá húsgögnin mín í versluninni
Góða hirðinum þar sem fást
notuð húsgögn. Þá veit ég
að mér hefur heppnast en ef
þau fara þangað þá þýðir það
að þau hafa enst og að þau
eigi sér einhvers konar end-
urnýjun.“
Daníel segist alltaf velja
harðan við. Hann notar til
dæmis mikið ask þessi miss-
erin. „Það er vegna þess að
ég fæ mikið af honum og hann
er endingargóður. Ég hef líka
smíðað mikið úr ljósri, amer-
ískri eik.“
Galdur Daníels hefur
meðal annars verið sýndur í
Nýlistasafninu, Galleríi Sævars
Karls, á Kjarvalsstöðum,
Gallery Westlund í Svíþjóð, í
Ungverjalandi og í Hollandi.
Sessunautur Daníels,
skeggjaði listamaðurinn, reykir
enn. Sígarettureykurinn liðast
upp og verður að engu.
Guðlaug Halldórsdóttir
hafði í mörg ár haft áhuga
á innanhússhönnun þegar
hún skráði sig í textíldeild
Myndlista- og handíðaskóla
Íslands en hún útskrif-
aðist árið 1998. Hún segir
að þetta nám hafi verið
einna næst því að fara í
innanhússarkitektúr; text-
ílhönnuðir gætu hannað
hluti fyrir heimilið.
„Það sem mér finnst mest
heillandi við hönnunina er að
geta skapað eitthvað nýtt;
fá góða hugmynd að til að
mynda mynstrum og litasam-
setningum.“
Hún fær oft hugmyndir
á nóttunni þegar hún er
andvaka. „Þá er undirvitundin
að vinna.“ Stundum fær hún
hugmyndir í draumi.
„Ég legg áherslu á að hlut-
irnir séu fallegir og komi vel
út. Hönnun mín er ekki hvers-
dagsleg. Hlutirnir eru ævin-
týralegir.“ Sumir eru eins
og úr öðrum heimi. Á meðal
þess sem Guðlaug hannar
eru púðar, barnasængurver
og töskur.
Textílhönnuðurinn er hæfi-
leikaríkur en fyrir utan að
hanna hluti hefur Guðlaug
séð um innanhússhönnun. Þá
reynir hún að ýkja persónu-
legan stíl húsráðenda og
leggur áherslu á að þeir hlutir
sem fyrir eru fái að njóta sín.
Guðlaug rak um árabil
verslunina Mámímó við
Tryggvagötu. Henni hefur
verið lokað og nú er nýtt
ævintýri að hefjast. Um er
að ræða verslunina „Þrjár
hæðir“ við Laugaveg 60
en verslunin er á þremur
hæðum. Helga Valfells er
meðeigandi Guðlaugar.
„Þetta er lífsstílsverslun
þar sem fást meðal annars
hlutir sem ég hef hannað,
föt, ýmiss konar smávara
og bækur.� Á efstu hæðinni
er svo veitingastaður og
má búast við að úrvalið þar
verði ævintýralegt.
Hönnun:
ÞEGAR DRAUMARNIR
VERÐA AÐ VERULEIKA
„Hönnun mín er ekki hversdagsleg. Hlutirnir eru ævintýralegir.“
Sushi-sett sem er listaverk.
Barstóll sem er á bar í miðbæ
Reykjavíkur.