Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 164
164 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6
STÆRSTU
Hvernig telur þú að gengi krónunnar þróist
á árinu 2007? Veikist eða styrkist?
Greiningardeild gerir ráð fyrir að krónan
haldist tiltölulega sterk fram yfir áramót
vegna mikils vaxtamunar og stöðutöku
erlendra fjárfesta. Hins vegar muni hún
veikjast er líður á næsta ár samfara minni
vaxtamun vegna vaxtalækkana Seðlabank-
ans og yfirvofandi gjalddaga krónubréfa á
síðari hluta ársins. Gengisspá Greiningar-
deildar gerir ráð fyrir að meðalgengi á árinu
2007 verði um 128 stig sem er 4% lækkun
frá árinu á undan. Það ríkir þó gríðarleg
óvissa á gjaldeyrismarkaði um þessar mundir
enda uppsöfnuð stöðutaka erlendra fjárfesta
orðin töluverð á sama tíma og viðskiptahall-
inn stendur í tveggja stafa tölu. Við slíkar
aðstæður getur allur óróleiki undið mjög
fljótt upp á sig eins og reyndar gerðist síð-
asta vor.
Hvernig telur þú að hagvöxtur verði á næstu
þremur árum?
Greiningardeild spáir 3,5% hagvexti í ár og
má rekja vöxtinn til áframhaldandi vaxtar
í fjárfestingu atvinnuvega og í einkaneyslu.
Árið 2007 spáir Greiningardeild hins vegar
samdrætti í landsframleiðslu um 0,2% sem
rekja má til mikils samdráttar í þjóðarút-
gjöldum en á móti vegur að halli á við-
skiptum við útlönd mun batna til muna.
Árið 2008 gerir deildin ráð fyrir 3,1% hag-
vexti sem fyrst og fremst má rekja til aukins
útflutnings en spáð er afgangi á vöruskiptum
við útlönd það árið.
Hefur stóriðjustefnan runnið sitt skeið á
enda vegna aukinnar andstöðu almennings?
Næsti stækkunarfasi í áliðnaði á að vera að
mestu knúinn áfram með orku úr háhita-
svæðum bæði syðra og nyrðra. Hér er um
að ræða stækkun Alcan í Straumsvík, nýtt
álver Alcoa á Húsavík og nýtt álver Alcoa
í Helguvík sem samantaldar fela í sér um
helmingi stærra skref en bygging Fjarðaáls
og stækkun Norðuráls. Það er ljóst að and-
staðan við stóriðjustefnuna hefur vaxið mjög
hratt á þessu ári en á sama tíma er ljóst að
undirbúningur fyrir þessar framkvæmdir fer
fram með mjög einbeittum hætti og með
fullum stuðningi viðkomandi orkufyrirtækja
og sveitarstjórna á hverjum stað. Af þeim
sökum telur Greiningardeild að þessar fram-
kvæmdir séu líklegar þó að óvissan sé enn svo
mikil að ekki sé tilefni til þess að setja þessar
framkvæmdir inn í grunnspá um hagvöxt.
Hvernig telur þú að verð á hlutabréfum í
Kauphöllinni þróist næstu tólf mánuðina?
Ég held að við munum ekki sjá jafn miklar
sveiflur líkt og það sem af er ári. Bankarnir
hafa til dæmis lokið fjármögnun sinni fyrir
næsta ár og þar með afsannað hrakspár margra
erlendra aðila sem komu fram fyrr á árinu. Þá
hafa mörg rekstrarfélaganna staðið í stórum
yfirtökum sem gjarnan fylgir endurskipulagn-
ing og kostnaður, en ávinningurinn kemur
hins vegar fram nokkru seinna. Í þessu ljósi
teljum við að það sé nokkuð bjartur tími
framundan á íslenska markaðnum þó við
gerum ekki ráð fyrir viðlíka hækkunum og
verið hafa síðustu tólf mánuði.
ÓVISSA Á
GJALDEYRIS-
MARKAÐI
ÁSGEIR JÓNSSON
forstöðumaður
greiningardeildar KB-banka
T T300
ingnum. Reiknum við með því að
hagvöxturinn verði þá 3,0%.
Hefur stóriðjustefnan runnið sitt
skeið á enda vegna aukinnar and-
stöðu almennings?
Nú er svo sem erfitt að segja til
um það. Við göngum út frá því í
okkar efnahagsspám að ekki verði
af frekari framkvæmdum á næstu
árum þar sem ekkert liggur fyrir í
þeim efnum. Út frá því má einnig
lesa að við teljum ekki yfirgnæf-
andi líkur á því að af þessum fram-
kvæmdum verði eða að minnsta
kosti að um þær ríki svo mikil
óvissa bæði hvað varðar tímasetn-
ingar, umfang og eðli að ekki sé
hægt að byggja þær með neinni
vissu inn í efnahagsspár.
Hvernig telur þú að verð á hluta-
bréfum í Kauphöllinni þróist
næstu tólf mánuðina?
Við í Greiningu Glitnis teljum að
nokkuð bjartar horfur séu á inn-
lendum hlutabréfamarkaði litið til
næstu tólf nánaða. Grunnrekstur
flestra fyrirtækja í Kauphöllinni er
með ágætum og má reikna með að
afkoma þeirra verði góð bæði í ár
og á næsta ári. Útrás fyrirtækjanna
hefur skilað sýnilegum árangri í
aukinni landfræðilegri dreifingu
í tekjumyndun og eflingu fyrir-
tækjanna. Þrátt fyrir alþjóðavæð-
ingu íslenska hlutabréfamark-
aðarins er framvinda markaðar-
ins enn nokkuð undir hælnum á
innlendri efnahagsþróun. Kemur
það ekki síst til af því að þorri
fjárfesta á markaðinum er inn-
lendur. Horfur í innlendu efna-
hagslífi hafa batnað undanfarna
mánuði og standa væntingar nú
til mjúkrar lendingar hagkerfisins.
Úr þenslumerkjum ætti að draga á
næstunni sem ætti heilt á litið að
hafa jákvæð áhrif fyrir hlutabréfa-
markaðinn.
Ásgeir Jónsson, forstöðumaður
greiningardeildar KB-banka
Ingólfur Bender: