Frjáls verslun - 01.08.2006, Side 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6
D A G B Ó K I N
www.postur.is
Við erum þar sem þú ert
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
SP
2
95
85
09
/2
00
5
Jafet seldi fjárfestingarfélag-
inu FSP hlut sinn, en það
félag er í eigu 20 sparisjóða.
Fyrir átti FSP um 13% eign-
arhlut í VBS fjárfestingarbanka
þannig að það á núna 37% hlut
í félaginu. En auk þess áttu
sparisjóðirnir 11% hlut fyrir
kaupin. Sparisjóðirnir eiga því
núna - beint og óbeint - um 48%
hlut í bankanum.
4. október
Dow Jones setur
nýtt met
Dow Jones hlutabréfavísitalan
sló nýtt met í byrjun otkóber
þegar hún komst í 11.850,69
stig í kauphöllinni í New York.
Þess má geta að Nasdaq vísi-
talan hækkaði sama daga um
46,66 stig og fór í 2.290,64
stig.
5. október
Kaupþing 84.
stærsti banki Evrópu
Kaupþing banki er 84. stærsti
banki í Evrópu og aðrir íslenskir
bankar komast ekki inn á lista
100 stærstu banka í Evrópu.
Frá þessu var sagt í nýjasta
tölublaði The Banker.
Stærsti banki Evrópu er
HSBC á Bretlandseyjum. Í öðru
sæti er franski bankinn Credit
Agricole og Royal Bank of
Scotland er sá þriðji stærsti.
Enginn norrænn banki
er meðal tíu stærstu banka
í Evrópu. Stærsti banki á
Norðurlöndum, Nordea, er í 25.
sæti á listanum.
6. október
Árni Hauksson
heldur áfram að
selja í Dagsbrún
Sagt var frá því í fjölmiðlum að
Árni Hauksson, stjórnarmaður í
Dagsbrún, héldi áfram að selja
af hlut sínum í Dagsbrún og
hefði sala hans vakið verulega
athygli.
Í tilkynningu til Kauphallar
Íslands þennan dag kom fram
að Klapparás, félag í eigu Árna,
hefði selt 40 milljónir hluta á
genginu 5,11 í Dagsbrún og að
söluverð bréfanna væri um 204
milljónir króna. Þetta var þriðja
tilkynningin í þessari fyrstu
viku í október um sölu Árna
og fyrirtækja hans á bréfum í
Dagsbrún.
16. október
Kaupendurnir
að Icelandair
Þennan morgun var tilkynnt að
þrír hópar fjárfesta hefðu fest
kaup á 50,5% hlut í Icelandair.
Þetta eru félagin Langflug,
sem er að mestu í eigu
Eignarhaldsfélagsins
Samvinnutrygginga hf., 32%,
Naust ehf., sem er að mestu í
eigu BNT, 11,1% og loks Blu-
Sky Transport Holding, sem er
í eigu Ómars Benediktssonar,
fyrrum forstjóra Íslandsflugs,
7,4%.
Þá var sagt frá því að Glitnir
hefði til viðbótar ráðstafað til
fjárfesta, starfsfólks og stjórn-
enda Icelandair Group allt að
16% hlut þannig að alls hefði
um 67% hlutafjár félagsins
verið ráðstafað.
Allt að þriðjungi hlutafjár í
Icelandair Group verður boðið
til kaups í almennu hlutafjár-
útboði í umsjón Glitnis á næst-
unni.
Áætlaður söluhagnaður FL
Group á þessari sölu er um 26
milljarðar króna miðað við bók-
fært virði Icelandair Group.
Ómar Benediktsson – Blu-Sky.
3. október
KJARTAN
HÆTTIR SEM
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Kjartan Gunnarsson.
Það var auðvitað söguleg stund þegar Kjartan Gunnarsson
greindi frá því að hann hefði ákveðið að láta af störfum sem
framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins eftir 26 ára starf í þágu
flokksins. Kjartan hefur verið ákaflega öflugur framkvæmdastjóri
og unnið gott verk fyrir flokkinn. Kjartan er kunnur húmoristi
og sagði að eftir 26 ára starf væri varla hægt að væna hann
um að hlaupast undan merkjum með því að hætta. Miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins ákvað að ráða Andra Óttarsson héraðs-
dómslögmann í starf framkvæmdastjóra flokksins í stað
Kjartans og mun hann taka við á næstu vikum.
Andri var oddviti Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, í
stúdentaráði Háskóla Íslands 1998-1999, ásamt því að gegna
fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hann var stjórnarfor-
maður Félagsstofnunar stúdenta 2002-2005. Andri hefur verið
ritstjóri Deiglunnar, vefrits um þjóðmál, frá 2005.
Jafet Ólafsson.
Bjarni Benediktsson – Nausti.
Finnur Ingólfsson – Langflugi.