Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 205
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 205
að rannsóknum á því hvernig megi nýta
kosti samkeppni í rekstri heilbrigðisstofn-
ana.
Rætur Michaels E. Porters liggja víða.
Hann fæddist árið 1947 í Ann Arbor,
Michican. Faðir hans var háttsettur í
bandaríska hernum og vegna starfa hans
ferðaðist Michael mikið með foreldrum
sínum og átti heimili víða um heim. Upp-
vaxtarár Porters voru lituð af áhuga hans á
íþróttum, einkum amerískum fótbolta og
hafnabolta. Golfíþróttin átti einnig hug
hans og 1968 var Porter útnefndur sem
framúrskarandi golfspilari meðal háskóla-
nema á landsvísu.
Michael E. Porter lauk BSE-prófi með
láði í flug- og vélaverkfræði frá Princeton-
háskóla árið 1969. Eftir fyrsta háskóla-
prófið sinnti Porter herþjónustu. Að
henni lokinni lá leiðin til Harvard Bus-
iness School þar sem hann fékk inngöngu
sem „George F. Baker Scholar“. Porter
lauk MBA-prófi með ágætiseinkunn árið
1971 og doktorsprófi í rekstrarhagfræði frá
Harvard-háskóla 1973. Porter hlotnaðist
margs konar heiður á námsárunum fyrir
framúrskarandi árangur.
Að loknu doktorsprófi hóf Porter störf
sem fræðimaður og kennari við Harvard
Business School. Stefnan var tekin og
grunnurinn lagður að þeim rannsóknum
og framlagi sem kennt er við M.E. Porter.
Áherslusvið hans voru á sviði stefnumót-
unar og samkeppnishæfni fyrirtækja. Á
þessu sviði hefur Porter öðlast alþjóðlega
frægð og viðurkenningu.
Þrjár bækur Porters hafa að geyma
kenningarnar og greiningarlíkönin sem
hann hefur fært bæði fræðasamfélaginu og
viðskiptalífinu: Sú fyrsta er „Competitive
Strategy“ sem kom út árið 1980. Þessi bók
hefur verið endurprentuð 63 sinnum og
verið þýdd á 19 tungumál. Önnur bókin
er „Competitive Advantage“ sem kom út
1985 og hefur verið endurprentuð 38
sinnum. Þriðja bókin er „The Competitive
Advantage of Nations“ sem kom út árið
1990.
Alls hefur Michael E. Porter skrifað 17
bækur og yfir 125 greinar um rannsóknir
sínar. Í skrifum sínum er Porter trúr þeim
kjarna og þeirri grundvallarafstöðu sem
verk hans byggja á. Kjarninn er að benda á
leiðir til að auka verðmæti í viðskiptalífinu
og samfélaginu í hagkerfi sem grundvallast
á markaðsbúskap og samkeppni. Aðalger-
andinn er fyrirtækið sem leitast við að
skapa sér vænlega og verjanlega stöðu í
rekstrarumhverfinu og grípa tækifæri á
markaðnum. Fyrirtækin eru bæði í sam-
keppni um getuna til að búa til verðmætar
afurðir og í samkeppni um viðskiptavininn
sem kaupir afurðirnar.
Auk bókanna um samkeppnisstefnu,
samkeppnisforskot og samkeppnishæfni
þjóða hefur Porter skrifað mikilvæg ritverk
um stefnu fyrirtækja (1996), samkeppni
(1998), fyrirtækjanet og klasa (1998),
nýsköpun (2000), samkeppnishæfni lands-
svæða (2002), umhverfismál (2002), mann-
úðarmál (1999, 2002) og ekki síst þann
hag sem hafa má af samkeppni í rekstri
heilbrigðisþjónustu (2004, 2006).
Samhliða fræðistörfunum hefur Porter
verið virkur og vinsæll kennari við Harvard
Business School. Bækur Porters hafa einnig
verið notaðar í kennslu um allan heiminn
og kenningar hans hafa ratað í velflestar
kennslubækur sem skrifaðar hafa verið um
stefnumótun fyrirtækja. Efni frá prófessor
Porter hefur t.d. verið kennt í viðskipta- og
hagfræðideild Háskóla Íslands í hartnær
25 ár.
Til marks um þann sess sem prófessor
Porter hefur áunnið sér settu Harvard
Business School og Harvard háskóli á lagg-
irnar sérstaka stofnun árið 2001, „Institute
for Strategy and Competitiveness“, um
starf hans og rannsóknir. Á heimasíðu
stofnunarinnar gefur að líta yfirlit yfir
starfsemi hennar. Þar er m.a. lýst námskeiði
Porters um þann efnahagslega grundvöll
sem fyrirtæki geta byggt stefnu sína og
samkeppnisforskot á. Námskeiðið er í boði
fyrir alla meistaranema í Harvard („univer-
sity wide“) og einnig kennt í yfir 60 öðrum
M I C H A E L E . P O R T E R
HVER ER MICHAEL E. PORTER?
Porter á sviðinu í Háskólabíói.