Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 205

Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 205
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 205 að rannsóknum á því hvernig megi nýta kosti samkeppni í rekstri heilbrigðisstofn- ana. Rætur Michaels E. Porters liggja víða. Hann fæddist árið 1947 í Ann Arbor, Michican. Faðir hans var háttsettur í bandaríska hernum og vegna starfa hans ferðaðist Michael mikið með foreldrum sínum og átti heimili víða um heim. Upp- vaxtarár Porters voru lituð af áhuga hans á íþróttum, einkum amerískum fótbolta og hafnabolta. Golfíþróttin átti einnig hug hans og 1968 var Porter útnefndur sem framúrskarandi golfspilari meðal háskóla- nema á landsvísu. Michael E. Porter lauk BSE-prófi með láði í flug- og vélaverkfræði frá Princeton- háskóla árið 1969. Eftir fyrsta háskóla- prófið sinnti Porter herþjónustu. Að henni lokinni lá leiðin til Harvard Bus- iness School þar sem hann fékk inngöngu sem „George F. Baker Scholar“. Porter lauk MBA-prófi með ágætiseinkunn árið 1971 og doktorsprófi í rekstrarhagfræði frá Harvard-háskóla 1973. Porter hlotnaðist margs konar heiður á námsárunum fyrir framúrskarandi árangur. Að loknu doktorsprófi hóf Porter störf sem fræðimaður og kennari við Harvard Business School. Stefnan var tekin og grunnurinn lagður að þeim rannsóknum og framlagi sem kennt er við M.E. Porter. Áherslusvið hans voru á sviði stefnumót- unar og samkeppnishæfni fyrirtækja. Á þessu sviði hefur Porter öðlast alþjóðlega frægð og viðurkenningu. Þrjár bækur Porters hafa að geyma kenningarnar og greiningarlíkönin sem hann hefur fært bæði fræðasamfélaginu og viðskiptalífinu: Sú fyrsta er „Competitive Strategy“ sem kom út árið 1980. Þessi bók hefur verið endurprentuð 63 sinnum og verið þýdd á 19 tungumál. Önnur bókin er „Competitive Advantage“ sem kom út 1985 og hefur verið endurprentuð 38 sinnum. Þriðja bókin er „The Competitive Advantage of Nations“ sem kom út árið 1990. Alls hefur Michael E. Porter skrifað 17 bækur og yfir 125 greinar um rannsóknir sínar. Í skrifum sínum er Porter trúr þeim kjarna og þeirri grundvallarafstöðu sem verk hans byggja á. Kjarninn er að benda á leiðir til að auka verðmæti í viðskiptalífinu og samfélaginu í hagkerfi sem grundvallast á markaðsbúskap og samkeppni. Aðalger- andinn er fyrirtækið sem leitast við að skapa sér vænlega og verjanlega stöðu í rekstrarumhverfinu og grípa tækifæri á markaðnum. Fyrirtækin eru bæði í sam- keppni um getuna til að búa til verðmætar afurðir og í samkeppni um viðskiptavininn sem kaupir afurðirnar. Auk bókanna um samkeppnisstefnu, samkeppnisforskot og samkeppnishæfni þjóða hefur Porter skrifað mikilvæg ritverk um stefnu fyrirtækja (1996), samkeppni (1998), fyrirtækjanet og klasa (1998), nýsköpun (2000), samkeppnishæfni lands- svæða (2002), umhverfismál (2002), mann- úðarmál (1999, 2002) og ekki síst þann hag sem hafa má af samkeppni í rekstri heilbrigðisþjónustu (2004, 2006). Samhliða fræðistörfunum hefur Porter verið virkur og vinsæll kennari við Harvard Business School. Bækur Porters hafa einnig verið notaðar í kennslu um allan heiminn og kenningar hans hafa ratað í velflestar kennslubækur sem skrifaðar hafa verið um stefnumótun fyrirtækja. Efni frá prófessor Porter hefur t.d. verið kennt í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands í hartnær 25 ár. Til marks um þann sess sem prófessor Porter hefur áunnið sér settu Harvard Business School og Harvard háskóli á lagg- irnar sérstaka stofnun árið 2001, „Institute for Strategy and Competitiveness“, um starf hans og rannsóknir. Á heimasíðu stofnunarinnar gefur að líta yfirlit yfir starfsemi hennar. Þar er m.a. lýst námskeiði Porters um þann efnahagslega grundvöll sem fyrirtæki geta byggt stefnu sína og samkeppnisforskot á. Námskeiðið er í boði fyrir alla meistaranema í Harvard („univer- sity wide“) og einnig kennt í yfir 60 öðrum M I C H A E L E . P O R T E R HVER ER MICHAEL E. PORTER? Porter á sviðinu í Háskólabíói.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.