Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 101
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 101
AÐALLISTINNNR. 11 Á AÐALLISTA
Alls 62 þúsund starfsmenn, 3.500 versl-anir og ársvelta upp á 950 milljarða króna. Var einhver að segja að Baugur
Group væri stórveldi? Og stjórnendur fyr-
irtækisins eru hvergi nærri hættir. „Þetta eru
talsverð umsvif. Okkar markmið hins vegar
er að verða leiðandi hluthafi eða eigandi í 30
fyrirtækjum. Við erum með 26 fjárfestingar í
gangi, svo enn er pláss. Þá erum við alltaf að
leita að fyrirtækjum með vaxtarmöguleikum,
enda innleiðum við uppbyggingastefnu í
okkar félög,“ segir forstjórinn, Jón Ásgeir
Jóhannesson.
Endursköpum House of Fraser
Umsvif Baugs eru hvað mest á Bretlands-
eyjum. Þar hefur fyrirtækið náð stórum
hlut af smásölumarkaðnum í gegnum hinar
ýmsu verslunarkeðjur, sem eru í eigu félags-
ins. Þannig er Baugur með 35% hlut í
félaginu Highland Acqusitions Limited, sem
nýlega sem hefur lagt fram yfirtökutilboð í
bresku verslanakeðjuna House of Fraser. En
hvað gerir þá fjárfestingu áhugaverða fjárfest-
ingu sem og Woolworths sem Baugur hefur
einnig verið orðaðir við?
„Við ætlum að endurskapa HoF, rétt eins
og við höfum endurskapað Magasin du Nord
í Danmörku. Þetta er talsverð vinna og við
ætlum okkur 36 mánuði í verkefnið. Eftir
þann tíma ætlum við að vera leiðandi í
deildaskiptum verslunarrekstri í Bretlandi.
Í Woolworths felast tækifæri, þótt ekkert sé
ákveðið með aðkomu okkar að því fyrirtæki,“
segir Jón Ásgeir og bætir við að fleiri fjárfest-
ingaverkefni í Danmörku séu sömuleiðis í
skoðun.
Síðustu ár hefur verið hart barist á
íslenskum smásölumarkaði. Er afkoman á
rekstri ykkar hér innanlands viðunandi?
„Það er ótrúlega mikil samkeppni á íslenskum
smásölumarkaði miðað við
aðra markaði, t.d. í Bret-
landi. tekjur matvörusmá-
sölunnar hafa verið 1,0 til
1,5% eftir fjármagnsliði og
afskriftir. Þetta hlutfall er 4
til 5% í matvörukeðju eins
og Iceland í Bretlandi. Tekjur
af verslun á Íslandi er langt í
frá viðunandi. Þeir sem halda
því fram að verslun á Íslandi
taki of mikið til sín ættu að sækja námskeið í
lestri ársreikninga.“
„Davíð ætti að upplifa sjálfur...“
Það hefur verið hart að Baugi sótt úr
ýmsum áttum síðustu misseri. Davíð Odds-
son, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í
sjónvarpsviðtali nýverið að slæmt væri ef
sértæk lög giltu um hina efnameiri. En eru
slík lög til undir öfugum formerkjum; eru
athafnamenn í þjóðfélaginu ef til vill farnir
að fá óblíðari og harkalegri meðferð í kerf-
inu en hinir, að þínum dómi?
„Ég held að aldrei í sögu landsins hafi
verið komið jafn illa fram við nokkra Íslend-
inga eins og við þá sem hafa þurft að
sæta rannsókn og yfirheyrslum í þessu máli.
Davíð finnst í lagi að fólk sé undir grun um
stórglæpi í áraraðir og síðan hverfi málið
eins og dögg fyrir sólu. Fyrri saksóknari í
Baugsmálinu, Jón H.B. Snorrason, sakaði til
dæmis föður minn um glæpi upp á hundruð
milljóna króna. Svo kom nýr saksóknari
og allar ásakanirnar hurfu.
Davíð ætti að upplifa sjálfur
að vera kallaður glæpamaður
daglega í fjögur ár. Vera ber-
skjaldaður í fjölmiðlum og
sæta rannsóknum og ofbeldi
embættis ríkislögreglustjóra.
Ef svo væri, efast ég um að
hann hefði talað eins og við
sáum í Kastljósi.
Við vitum að Davíð var
með yfirlýsingar í okkar garð í ríkisstjórn
og í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Ég veit
til að hann hótaði mönnum hreinlega þegar
umræðan um fjölmiðlafrumvarpið var í
hámarki með orðum eins og: „Ætlið þið
að standa með þessum mönnum sem verða
komnir í fangelsi innan fárra mánaða?“
Fjöldi ráðherra og þingmanna hafa sagt mér
ótrúlegar sögur af þessum manni sem hafði
stór orð um mig og mína fjölskyldu. Einn
þekktasti stjórnmálamaður landsins sagði
við mig: „Meðan Davíð var við völd bjó
Gróa á Leiti í Valhöll. Þannig munum við
muna eftir honum.“ Held að það sé mikil til
í þessum orðum.“
Baugur stefnir að leiðandi eignarhlutdeild í 30 fyrirtækjum.
Er nú með 26 fjárfestingar undir. Mikil samkeppni á íslenskum smásölumarkaði,
segir forstjórinn sem gagnrýnir fyrrverandi forsætisráðherra hart.
LEITUM AÐ
VAXTARMÖGULEIKUM
„Innleiðum
uppbygginga-
stefnu í
flest okkar
félög.“
BAUGUR GROUP • JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON
TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON • MYND: GEIR ÓLAFSSON