Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 10
10 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6
fjötraður af fortíð að mér finnst þessi nafnbót ennþá mæla fjölda
þeirra stórfyrirtækja sem viðkomandi er stjórnarformaður í – líkt
og var í tilviki Halldórs H. Jónssonar. En einnig finnst mér það
vega talsvert þungt hve oft viðkomandi er í forsvari fyrir fyrirtækið
í almennri umræðu. Með öðrum orðum; ég skilgreini nafnbótina
stjórnarformann Íslands hvorki sem auðugasta né valdamesta mann
viðskiptalífsins – og dreg í efa að hægt sé að leggja mat á gæði stjórn-
arstarfa hans öðru vísi en að horfa til árangurs fyrirtækjanna sem
hann gegnir formennsku í. En hvað er þá stjórnarformannsins og
hvað forstjórans í árangrinum?
ÞAÐ GÓÐA VIÐ þessi nýju verðlaun er að þau vekja upp
umræðu um hlutverk og ábyrgð stjórnarmanna og stjórnarformanna.
Eitthvað segir mér að menn leggi engan veginn
sama skilning í nafngiftina „stjórnarformaður
Íslands“ og fyrir hvað hún standi. Skömmu áður
en verðlaunin voru veitt var eitt dagblaðanna
með könnun á því hver væri stjórnarformaður
Íslands og þar vann Björgólfur Thor Björgólfsson
yfirburðasigur. Hann var talinn besti stjórnar-
formaðurinn. Fyrir um hálfu ári varð mikil
umræða um það í fjölmiðlum að Skarphéðinn
Berg Steinarsson, stjórnarformaður FL Group,
væri í svo mörgum stjórnum að hann væri orðinn
eins konar stjórnarformaður Íslands.
EN HVERT ER þá hlutverk stjórna og
stjórnar formanna? Það hefur hingað til verið
skilgreint þannig að hlutverk stjórna sé að ráða
forstjóra, meta frammistöðu hans reglulega, hafa eftirlit með
honum og veita honum ráðgjöf við að móta stefnuna. Ennfremur
að hafa eftirlit með því að sett markmið náist, gæta hagsmuna allra
hluthafa og taka ákvarðanir um stórar skuldbindingar, eins og kaup
á nýjum fyrirtækjum og stórar lántökur. Í seinni tíð hefur mjög oft
borið á umræðum um að eftirlitsskylda stjórnar gagnvart forstjór-
anum sé eitt veigamesta verkefni hverrar stjórnar og að það sé því
óheppilegt að menn séu „starfandi stjórnarformenn“. Eiga þeir að
hafa eftirlit með sjálfum sér? Ég held líka að góður stjórnarformaður
leysi ósætti við aðra stjórnarmenn á bak við tjöldin og áður en að
þau komast í óleysanlegan hnút á stjórnarfundum.
AF ÞESSU MÁ ráða að flest af því sem stjórnarmenn gera er
ekki beint sýnilegt og því getur verið mjög erfitt að taka afstöðu
til gæða stjórnarstarfanna – og hvað þá að velja stjórnarformann
Íslands. Umræðan, sem fylgir verðlaununum, er hins vegar þess
virði að rétt er að veita þau.
Jón G. Hauksson
ÉG MINNIST ÞESS að þegar kolkrabbinn var og hét, var Hall-
dór H. Jónsson, stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands, kallaður
stjórnarformaður Íslands. Þessi nafngift festist við hann vegna þess
að hann var formaður stjórna í nokkrum stórfyrirtækjum og var
talinn hafa alla þræði í viðskiptalífinu í hendi sér. Ég held þó að
flestir hafi metið það svo að þessi nafngift væri til komin vegna
fjölda stjórna sem Halldór sat í frekar en þau miklu völd sem hann
var talinn hafa. Það voru sérstaklega andstæðingar Halldórs og kol-
krabbans sem kölluðu hann stjórnarformann Íslands og oftast var
hann nefndur þetta í háði.
ÞESS VEGNA VARÐ mér hugsað til Halldórs fyrr í haust
þegar sagt var frá því að til stæði að veita ný verðlaun í viðskipta-
lífinu – og sem hétu því gamalkunna nafni
„stjórnar formaður Íslands“. Að þessu sinni var
ekkert háð í gangi og var þess sérstaklega getið
að Norðmaður ætti hugmyndina að verðlaunum,
Gunnar Eckbo, ritstjóri Board News í Noregi.
Gunnar þessi hefur haft veg og vanda af vali á
stjórnar formanni ársins í Noregi, en þar hafa
þessi verðlaun verið veitt fimm sinnum.
TILEFNI VERÐLAUNANNA – stjórnarfor-
maður Íslands – er það sama og í tilviki annarra
verðlauna af svipuðum toga. Það er að vekja
athygli á því sem vel er gert og að hvetja aðra til
dáða. Þó var haft sérstakt orð á því að verðlaunin
væru til að skapa umræðu og vekja athygli á
mikil vægi og gæðum stjórnarstarfa og að stuðla
að bættu viðskiptasiðferði.
ÞAÐ VAR GUNNLAUGUR Sævar Gunnlaugsson, stjórnar-
formaður TM, sem hlaut verðlaunin – og verð ég síðastur manna
til að setja út á það. En ég staldra hins vegar við þá spurningu
hvernig árangur stjórnarformanna er mældur. Er til einhver önnur
mælistika en að líta á árangur þeirra fyrirtækja þar sem þeir gegna
stjórnarformennsku? Er árangur stjórnarformanna mældur á annan
hátt en þegar horft er til árangurs forstjóra og frumkvöðla? Svo virð-
ist vera vegna þess að verðlaunin eru tengd við gæði stjórnarstarfa
og eru persónubundin. En getur hugsast að gæði stjórnarstarfa
séu framúrskarandi þótt fyrirtækið nái ekki mjög góðum árangri
í rekstri? Eða öfugt; að stjórnarstörf séu losaraleg og ómarkviss, en
fyrirtækið nái samt mjög góðum árangri og sýni góða afkomu?
ÞAÐ ER ATHYGLISVERT að stjórnarformaður Íslands var
valinn í könnun sem gerð var á meðal framkvæmdastjóra og stjórn-
armanna á Íslandi. Ekki veit ég hvaða mælistiku þeir notuðu við
valið eða hvernig þeir skilgreindu verðlaunin. Ég er líklegast enn svo
NÝ VERÐLAUN:
Stjórnarformaður Íslands
Það voru sérstaklega
andstæðingar
Halldórs H. Jónssonar
og kolkrabbans
sem kölluðu hann
stjórnarformann
Íslands og oftast
var hann nefndur
þetta í háði.
RITSTJÓRNARGREIN