Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 147

Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 147
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 147 AÐALLISTINN Leiðakerfið er listgrein „Starfsemi Icelandair Group byggir á bráðum sjötíu ára sögu. Hluti hennar er sú mikla þekking og reynsla á flugrekstri sem er til staðar meðal starfsmanna okkar. Ef hennar nyti ekki við stæðumst við ekki margfalt stærri keppinautum okkar snúning. Áætlunarflug Icelandair til 22ja áfangastaða byggist á leiðakerfi með miklum sveigjanleika og það gefur okkur tækifæri til að bregðast við síkvikum markaði. Að stjórna leiðakerfinu byggir á aðferðafræði bestunar – og einhverjir kalla þetta sjálfsagt listgrein,“ segir Jón Karl. Aðeins um fjórðungur af tekjum Icelandair kemur frá Íslandi en það er þó þekkt staðreynd í ranni félagsins, segir Jón Karl, að fram- legð af hverjum flognum kílómetra sé ávallt mest og best í flugi til og frá Íslandi. Því var í sumar tekin sú ákvörðun að draga á kom- andi vetri úr vægi ferða yfir Norður-Atlantshafið. Leggja þess í stað meiri áherslu á flug frá Evrópu og hingað til lands. Markaðurinn á meginlandinu og í Skandinavíu fari sístækkandi. Hið sama um markaðinn í Bretlandi. Það helgist meðal annars af aukinni Íslands- umfjöllun í breskum fjölmiðlum eftir að British Airways hóf flug hingað til lands. Hún hafi aukið áhuga Breta á Íslandi og þar með hafi kakan stækkað. „Við beinlínis þurftum keppinauta á breska markaðnum, svo farþegum frá Bretlandi og hingað til lands fjölgaði,“ segir Jón Karl. Félagið á sess í þjóðarsálinni Enda þótt flugrekstur gangi vel um þessar mundir, eru menn sér vel meðvitaðir um að aðstæður geta breyst mjög hratt. „Á þessu ári höfum við glímt við hátt eldsneytisverð, sem nú er reyndar á niðurleið. Hryðjuverk og heimsfaraldur eru sömuleiðis ófyrirsjáan- legir atburðir sem menn mega reikna með. Heimurinn getur breyst snöggt, rétt eins og hann hefur minnkað, en eimitt það gerir flugið spennandi. Ég finn líka að fólki stendur ekki á sama um Icelandair. Úti í búð, í líkamsræktinni, á mannamótum og raunar hvar sem ég fer gefur fólk sér að mér og vill tala um flugáætlunina, þjónustu um borð, týndar ferðatöskur og svo framvegis – og í öllu falli er þetta til marks um að félagið á sess í þjóðarsálinni,“ segir Jón Karl Ólafsson að síðustu. „Við beinlínis þurftum keppinauta á breska markaðnum.“ DÓTTURFÉLAG FL GROUP Afkoma Icelandair Group er góð um þessar mundir, þó elds- neytisverð sé mjög hátt um þessar mundir og ýmsar aðstæður hafi verið félaginu allt annað en hagfelldar. Útkoman er hins vegar góð, ekki síst sakir þess að starfsmenn félagsins þekkja gjörla hvaða leikaðferð skilar bestum árangri miðað við kringumstæður hverrar stundar. Icelandair og Flugfélag Íslands eru þær einingar innan Icelandair Group sem almenningur þekkir væntanlega best. Félögin Icelandair Cargo og Bláfugl sinna ýmiss konar fraktflugi, Loftleiðir-Icelandic er í leiguflugi, Icelandair Ground Services hefur með vallarþjónustu í Keflavík að gera og Icelandair Technical Services á og selur flugvélar til félaga víða um heim. Þá má nefna hótel og ferðaskrifstofu, en alls eru 12 fyrirtæki í samstæðunni. Alls er Icelandair Group með um sextíu flugvélar í einhvers konar útgerð, þar af stór hluti á vegum Icelease, sem er fyrir- tæki í samstæðunni sem annast flugvélaviðskipti á alþjóðavísu. „Þessi fjölþætting í starfseminni setur breiðari grunn undir rekst- urinn og dregur úr áhættunni. Jafnframt eru stjórnendur hvers fyrir- tækis sjálfstæðir og hvattir til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir með hag síns fyrirtækis í huga,“ segir Jón Karl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.