Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 196

Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 196
196 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 – Hvert álítur þú vera hlutverk forstjóra? „Hann þarf að hafa skýra sýn á hvert halda skuli! Forstjóri þarf að hafa útgeislun, hæfileika til að hrífa fólk með sér, hæfileika til að fá gott fólk til vinnu og þarf auðvitað að skila árangri. Þetta með skýra sýn skiptir miklu máli – og já, leiðtogi þarf einfaldlega að leiða.“ – Hvernig ferðu sjálfur að sem stjórnandi? „Ég er fyrst og fremst „hands on“-stjórnandi. Ég reyni að útskýra rækilega fyrir samstarfsfólki mínu hvað sé í veltunni og ýta undir umræður því ég trúi mest á sameig- inlegar ákvarðanir – það tekur hins vegar tíma að þoka slíku ferli áfram. Ég leitast við að skýra rækilega hverju ég sækist eftir og hvert ég stefni svo allir geri sér rækilega grein fyrir hverju þeir eigi að koma í verk. Skrifstofan mín er alltaf opin, ég þoli ekki að vinna bak við luktar dyr og leitast við að láta samstarfsmenn mína finna að ég sé innan seilingar og vilji styðja við árangur sem þeir stefna að. Þess vegna legg ég ekkert upp úr að vera með skrifborð á einum stað heldur fer á milli og reyni að vera nálægur. Ég hef líka strangt eftirlit með þeim mark- miðum sem við setjum okkur og geng eftir að ákvörðunum sé fylgt og settum markmiðum náð. Það dugir ekki bara að setja sér takmark, heldur þarf að sjá til þess að þau náist.“ – Útlendingar sem vinna hjá íslenskum fyrirtækjum segja gjarnan að Íslendingar séu góðir í að fá hug- myndir og koma hlutunum á flot en síðri í eftirfylgni. Er þetta þín reynsla? „Nei, alls ekki. Þetta á ekki við um þá Íslendinga sem ég hef starfað með.“ – Þú einbeitir þér greinilega bæði inn á við í fyrirtækinu og út á við í samskiptum við viðskiptavini. Hvernig sam- hæfir þú þetta tvennt? „Ég reyni almennt að kynnast fólki, hvort sem það er sam- starfsfólk eða viðskiptavinir. Eins og ég nefndi er ég tvo daga á mánuði með hverju stjórnunarteymi, ég einbeiti mér þá að staðreyndum en gef mér líka tíma til að fara út að borða með fólki og tala um eitthvað annað en bara fyrir- tækið. Þetta er mín nálgun. Sama er með viðskiptavinina – ég þekki alla stærstu viðskiptavini okkar á verslunarsviðinu, funda með stjórn- endum Tescos og öðrum sem við skiptum við. Ég hef tröllatrú á því að rækta vel tengsl við viðskiptavini. Það dugir skammt að vera með bestu vörurnar ef maður hefur ekki gott samband við viðskiptavinina – það verða aldrei nein almennileg viðskipti ef þetta vantar.“ – Nú hefurðu verið stjórnandi í átján ár svo að tíminn hefur kannski verið takmarkaður í annað en vinnu, en hvað gerirðu þegar þú ert ekki í vinnunni? „Ég er svo heppinn að búa við ham- ingjuríkt fjölskyldulíf og stærsta gleðin eru börnin fjögur, tvær dætur og tveir synir. Þrjú þau elstu eru flutt að heiman, eru í viðskiptafræði, lyfjafræði og lækn- isfræði, en yngsti strákurinn er þrettán ára og er einn eftir heima. Sameiginlega áhugamálið eru íþróttir. Ég spila golf við krakkana en hleyp líka, hleyp tólf km einu sinni eða tvisvar í viku, fer á skíði á veturna eða öllu heldur snjóbretti – miklu skemmtilegra! Tengdaforeldrar mínir eiga hús á Bretagne og þar nýtur fjölskyldan þess að koma saman. Ég og konan mín ákváðum í upphafi að hún yrði heima og sinnti börn- unum. Okkur finnst það hafa verið góð ákvörðun.“ – Og þú gerir eins og pabbi þinn: talar ekki um vinnuna heima fyrir? „Já, reyndar. Ég er ekkert að ræða umhugsunarefnin úr vinnunni heima fyrir, skil vinnuna eftir í vinnunni. Elsta dóttir mín hefur reyndar mikinn áhuga á markaðsfræðum en ég er ekki viss um að sá áhugi sé frá mér kominn!“ – Hvert stefnir hugurinn helst þegar þú ferð í frí? „Þegar ég var ungur þurfti ég að sinna herskyldu og þá var annaðhvort að fara í sjálfan herinn eða sinna borgaralegri vinnu sem fólst þá í því að vera embættismaður. Ég valdi hið síðara, var sendur í franska sendiráðið í Hanoi og var menningarfulltrúi þar í eitt og hálft ár. Þá uppgötvaði ég Asíu, lönd eins og Víetnam og Kína, og ég er enn heill- aður af þessum heimshluta, bæði fólkinu og menningunni þarna.“ V I Ð T A L V I Ð X A V I E R G O V A R E , F O R S T J Ó R A A L F E S C A XAVIER GOVARE Nafn: Xavier Govare. Starf: Forstjóri Alfesca. Aldur: 48 ára og fæddur í París. Börn: Fjögur. Nám: Viðskiptafræði í Lille. Búseta: Býr í Suðvestur- Frakklandi. Ferill: Starfaði hjá Unilever og Novartis áður en hann gerðist markaðsstjóri Labeyrie. Hann varð forstjóri þess árið 1999. Alfesca keypti Labeyrie árið 2004.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.