Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 160

Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 160
160 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 STÆRSTUT T300 Fækkun er fjölgun! - Áttu von á að skráðum félögum í Kauphöll Íslands fjölgi á næsta ári? „Nú þegar er ljóst að Icelandair stefnir inn á markaðinn fyrir áramót og OMX verður skráð mjög fljótlega. Símafyrirtækið Vodafone fer bráðlega á markað í sjálfstæðu félagi, það er Teymi hf., en gamla Dagsbrún, undir nýju nafni, 365 hf., verður með fjölmiðlarekst- urinn. Þá eigum við von á skráningu tveggja færeyskra fyrirtækja á næsta ári, þar á meðal Atlantic Airways, sem er aðalflugfélagið þar í landi. Fleiri fyrirtæki hafa boðað komu sína, þar á meðal Síminn á næsta ári. Almennt reiknum við því með fjölgun fyrirtækja á markaði næstu misseri, þó við lítum á fækkun síðustu ára í rauninni sem vöxt. Þannig hafa fyrirtækin verið í mik- illi sókn, svo sem Actavis, Marel, Bakkavör og bankarnir að viðbættum þeim fyrirtækjum sem hafa verið að koma ný inn og hafa verið í landvinningum, svo sem Avion Group og Exista. Í dag er markaðsvirði skráðra fyrirtækja orðið yfir 200% af landsframleiðslu. Fyrir fimm árum var verðmætið aðeins 55% sem sýnir best hvað fyrirtækin hafa stækkað og eflst mikið á fáum árum. Verðmæti skráðra fyrirtækja hefur nær fjórfaldast, að tiltölu við lands- framleiðslu.“ Við fljúgum hátt - Býstu við að útrás íslenskra stórfyrirtækja haldi áfram á næstu tveimur árum? „Það eru að minnsta kosti allmörg verkefni í farvatninu. Baugur stefnir að kaupum á House of Fraser í gegnum félagið Highland Acqusitions Limited og Actavis er í útrás þó kaup þeirra á króatíska fyrirtækinu Pliva hafi ekki gengið eftir. Þátttaka hér á landi í erlendu atvinnulífi er meiri en á nokkru hinna Norðurlandanna. Miðað við horfurnar nú eru líkur á að eign Íslendinga í erlendum fyrirtækjum fari yfir 100% af landsframleiðslu innan fárra ára sem er gjörbreyting og vitnar um alþjóðavæðingu íslensks atvinnulífs.“ - Er íslenskt hagkerfi að ná mjúkri lendingu eftir mikinn hagvöxt undangenginna ára? „Æ fleiri erlendir aðilar eru að kynna sér hvernig okkar hagkerfi virkar og hvað gildir hér fyrir framvindu efnahagsmála. Á þessum tímapunkti er of snemmt að segja til um hvort lendingin verður mjúk eða ekki, við fljúgum hátt - og af og til er órói í lofti. Það eru forsendur fyrir því að lendingin verði mjúk þó slíkt ráðist mjög af hagstjórn og hvernig fyrirtækjunum vegnar. Í grundvallaratriðum er hagsveifla síðustu missera lík þeirri sem var um aldamótin. Þá var hér mikill hagvöxtur sem síðan fylgdi verðbólguskot og samdráttur í þjóðarbúskapnum um skeið. Þegar litið er á hagtölur frá þessu skeiði tala útlendingar efalítið um harða lendingu, þó skynjun Íslendinga hafi verið önnur. Staðreyndin er sú að vegna smæðar hagkerfisins þurfum við að búa við meiri sveiflur en flestar aðrar þjóðir og getum komist út úr þensluskeiðum án brotlendingar. Það er okkar verkefni að takast á við og ég nefni sem dæmi að í vor og sumar höfðu menn áhyggjur af því að erlendir fjárfestar hefðu ekki áhuga á að endurnýja Jöklabréfin og að bankarnir gætu ekki fjármagnað sig fyrir komandi ár. Nú hefur komið á daginn að margur var alltof svartsýnn um þessi atriði.“ Nýtum tækifærin! Hvernig telur þú að verð á hlutabréfum í Kauphöllinni þróist næstu tólf mánuðina? „Við hér í Kauphöllinni spáum ekki um hlutabréfaverð, enda ekki hlutverk okkar. Við höfum hins vegar bent fólki á að fara yfir talnaefni sem fyrir liggur og mynda sér sjálfstæða skoðun á grundvelli þess. Grein- ingardeildir segja til dæmis að íslenski mark- aðurinn sé á engan hátt verðlagður hærra en helstu erlendir markaðir. Hins vegar ræðst framhaldið mikið af því hvernig fyrirtækin standa sig og hvernig þeim vegnar erlendis, enda koma milli 70 og 80% tekna fyrirtækja í Kauphöllinni utanlands frá. Íslensk fyrirtæki á hlutabréfamarkaði eru fyrir vikið háðari því sem gerist erlendis en hér innanlands. Um næstu mánuði er það að segja að við höfum sterk spil á hendi, en niðurstaðan ræðst að miklu leyti hvernig þau tækifæri, sem bjóðast hverju sinni, verða nýtt.“ „Staðreyndin er sú að vegna smæðar hagkerfisins þurfum við að búa við meiri sveiflur en flestar aðrar þjóðir og getum komist út úr þensluskeiðum án brotlendingar.“ Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.