Frjáls verslun - 01.08.2006, Side 29
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 29
Viðhald og endurnýjun bygginga krefst mikillar nákvæmnisvinnu
og taka þarf tillit til margra þátta. Þeir helstu eru þarfagreining, mat
á viðhaldsþörf, hönnun verkþátta, gerð verklýsingar, útboðsgagna og
kostnaðaráætlunar og aðstoð við val á verktaka. Loks er ráðgjöf á bygg-
ingartíma, byggingarstjórn, eftirlit og úttektir.
Mannauðurinn er mikilvægastur
Öflug liðsheild, hugmyndaauðgi og metnaður starfsfólks hefur skipað
Hönnun í fremstu röð á sínu sviði. Markvisst hefur verið unnið að því
að skapa starfsfólkinu sem besta vinnuaðstöðu og hjá Hönnun er að
finna besta hugbúnað sem völ er á hverju sinni. Jafnframt er stöðugt
leitast við að efla faglega þróun innan fyrirtækisins og auka færni og
öryggi starfsfólksins með sérhæfðum námskeiðum með innlendum og
erlendum sérfræðingum og það skilar sér í auknum gæðum og betri
gögnum fyrir viðskiptavini.
Síðast en ekki síst má geta þess að Hönnun á og rekur vel tækjum
búna rannsóknarstofu sem sinnir öllum helstu þjónusturannsóknum,
svo sem á steinsteypu, jarðefnum til steypugerðar og á fyllingarefnum,
sem getur komið sér vel, bæði við undirbúning nýbygginga og í
tengslum við fjölmörg viðhaldsverkefni.
Starfsmenn Hönnunar eru um 170 talsins. Á þeim rúmlega 40
árum sem liðin eru frá stofnun fyrirtækisins hefur það þróast frá því
að vera hefðbundin verkfræðistofa yfir í alhliða þekkingarfyrirtæki
sem tekur að sér hvers kyns ráðgjöf fyrir atvinnulífið, sveitarfélög og
opinbera aðila.
Bygging Tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í
Reykjavík (til vinstri) og nýrrar verslanamiðstöðvar við
Vesturlandsveg (fyrir ofan) eru dæmi um tvö stór verkefni
sem starfsfólk Hönnunar er að vinna að.
Íþróttaakademían Reykjanesbæ Tónlistarhús í Reykjavík Hjúkrunarheimilið Sóltún Sundlaug Djúpavogs Sjálandsskóli Garðabæ Setbergsskóli Hafnarfirði
Á þeim rúmlega 40 árum sem liðin eru frá stofnun Hönnunar
hf. hefur fyrirtækið þróast frá því að vera hefðbundin verk-
fræðistofa yfir í alhliða þekkingarfyrirtæki sem tekur að sér
hvers kyns ráðgjöf fyrir atvinnulífið, sveitarfélög og opinbera
aðila. Starfsemi Hönnunar skiptist í 12 sjálfstæð svið sem flest
tengjast þó á einn eða annan hátt. Húsbyggingasvið og bygg-
ingarstjórnunar- og eftirlitssvið eru nátengd og veigamikill
þáttur í starfi þeirra hátt á annað hundrað starfsmanna sem
vinna hjá fyrirtækinu víða um land.
Verkfræðiráðgjöf um húsbyggingar hefur verið snar þáttur í starf-
semi Hönnunar frá byrjun og nær bæði til nýbygginga og viðhalds.
Fyrirtækið hefur á að skipa fjölda sérfræðinga sem veita ráðgjöf um
forvinnu, hönnun bygginga, byggingarstjórn og eftirlit með fram-
kvæmdum og viðhaldi og hafa þeir í gegnum tíðina komið að nán-
ast öllum gerðum bygginga, íbúðarhúsum, skólum, gistihúsum,
verslunarhúsnæði, íþróttamannvirkjum, skrifstofuhúsnæði, iðnaðar-
húsnæði, sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum.
Hönnun nýbygginga er skipt í áfanga. Þarfagreiningu og gerð
kostnaðaráætlunar, frumhönnun og verkáætlun, fullnaðarhönnun
mannvirkis, gerð útboðsgagna, aðstoð við val á verktaka og loks
ráðgjöf á byggingartíma. Við gerð kostnaðaráætlana styðjast sér-
fræðingar Hönnunar við verðbanka fyrirtækisins sem í er að finna
þúsundir einingarverða á ýmsum fagsviðum.
Hönnun hefur unnið markvisst að því að byggja upp einstaka
vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk. Þar er að finna besta hugbúnað sem
völ er á hverju sinni. Að auki er efnt til sérhæfðra námskeiða fyrir
starfsfólk með innlendum sem erlendum sérfræðingum. Hafa þau
skilað mikilli færni og öryggi hönnuða í að fylgja eftir í faglegri þróun.
Árangur stöðugs þróunarstarfs skilar sér í samkeppnishæfni fyrir-
tækisins; lægri framkvæmdakostnaði og gæðum gagna fyrir við-
skiptavininn.
Fjölbreytt verksvið
Hönnun lagnakerfa hefur ætíð gegnt mikilvægu hlutverki í starfsemi
Hönnunar. Starfsmenn hafa hannað hefðbundin ofnakerfi sem og
gólfhitakerfi sem gerast nú æ algengari auk fjölmargra snjó-
bræðslukerfa. Ekki má gleyma vatnsúðakerfum sem eru í vaxandi
mæli hluti af eldvarnarkerfi stærri bygginga. Við hönnun þeirra er
notaður sérhæfður hugbúnaður, sem gerir hönnun kerfanna ódýrari
en ella.
Brunahönnun er með mikilvægari þáttum í hönnun mannvirkja.
Sérfræðingar Hönnunar hafa náð miklum árangri á því sviði og ráða
yfir einstökum sérhæfðum búnaði til þeirra verka, en tölvutæknin
hefur skapað mikla möguleika varðandi stýringu loftræsikerfa sem
lækkar stofn- og rekstrarkostnað. Hönnun er einnig með tækjabún-
að til að gera úttekt á loftræsikerfum.
Hljóðvi t skipar sífellt stærri sess í hönnun ma virkj og þróun
góðs hljóðumhverfis krefst samþættingar margra ólíkra atriða sem
hafa áhrif á heildarútkomuna. Hönnun á mesta úrval tækja til hljóð-
mælinga sem völ er á hérlendis og jafnframt þau fullkomnustu.
Hugbúnaður til hermunar á hljóðtæknisviðinu er einnig eins og best
verður á kosið og fyrirtækið býr að auki yfir áratuga þekkingu og
reynslu af hönnun hljóðkerfa af öllum gerðum.
Viðhald og endurnýjun
Viðhald og endurnýjun bygginga krefst miklar nákvæmnisvinnu og
taka þarf tillit til margra þátta. Þarfagreining, mat á viðhaldsþörf,
hönnun verkþátta, gerð verklýsingar, útboðsgagna og kostnaðará-
ætlunar og aðstoða við val á verktaka. Loks er ráðgjöf á byggingar-
tíma, byggingarstjórn, eftirlit og úttektir.Við undirbúning nýbygginga
og í tengslum við viðhaldsverkefni er oft nauðsynlegt að fram-
kvæma rannsóknir, svo sem á steypu, jarðefnum til steypugerðar
og fyllingarefnum. Hönnun á og rekur vel tækjum bú a rannsóknar-
stofu sem sinnir öllum helstu þjónusturannsóknum.
Hönnun sem endist
Myndatexti fyrir báðar myndir
Reykjavík Akureyri Reyðarfjörður Hvolsvöllur
Akranes Egilsstaðir Kirkjubæjarklaustur Selfoss
V E R K F R Æ Ð I S T O F A
Grensásvegi 1 | 108 Reykjavík | Sími 510 4000 | www.honnun.is