Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2006, Side 29

Frjáls verslun - 01.08.2006, Side 29
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 29 Viðhald og endurnýjun bygginga krefst mikillar nákvæmnisvinnu og taka þarf tillit til margra þátta. Þeir helstu eru þarfagreining, mat á viðhaldsþörf, hönnun verkþátta, gerð verklýsingar, útboðsgagna og kostnaðaráætlunar og aðstoð við val á verktaka. Loks er ráðgjöf á bygg- ingartíma, byggingarstjórn, eftirlit og úttektir. Mannauðurinn er mikilvægastur Öflug liðsheild, hugmyndaauðgi og metnaður starfsfólks hefur skipað Hönnun í fremstu röð á sínu sviði. Markvisst hefur verið unnið að því að skapa starfsfólkinu sem besta vinnuaðstöðu og hjá Hönnun er að finna besta hugbúnað sem völ er á hverju sinni. Jafnframt er stöðugt leitast við að efla faglega þróun innan fyrirtækisins og auka færni og öryggi starfsfólksins með sérhæfðum námskeiðum með innlendum og erlendum sérfræðingum og það skilar sér í auknum gæðum og betri gögnum fyrir viðskiptavini. Síðast en ekki síst má geta þess að Hönnun á og rekur vel tækjum búna rannsóknarstofu sem sinnir öllum helstu þjónusturannsóknum, svo sem á steinsteypu, jarðefnum til steypugerðar og á fyllingarefnum, sem getur komið sér vel, bæði við undirbúning nýbygginga og í tengslum við fjölmörg viðhaldsverkefni. Starfsmenn Hönnunar eru um 170 talsins. Á þeim rúmlega 40 árum sem liðin eru frá stofnun fyrirtækisins hefur það þróast frá því að vera hefðbundin verkfræðistofa yfir í alhliða þekkingarfyrirtæki sem tekur að sér hvers kyns ráðgjöf fyrir atvinnulífið, sveitarfélög og opinbera aðila. Bygging Tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í Reykjavík (til vinstri) og nýrrar verslanamiðstöðvar við Vesturlandsveg (fyrir ofan) eru dæmi um tvö stór verkefni sem starfsfólk Hönnunar er að vinna að. Íþróttaakademían Reykjanesbæ Tónlistarhús í Reykjavík Hjúkrunarheimilið Sóltún Sundlaug Djúpavogs Sjálandsskóli Garðabæ Setbergsskóli Hafnarfirði Á þeim rúmlega 40 árum sem liðin eru frá stofnun Hönnunar hf. hefur fyrirtækið þróast frá því að vera hefðbundin verk- fræðistofa yfir í alhliða þekkingarfyrirtæki sem tekur að sér hvers kyns ráðgjöf fyrir atvinnulífið, sveitarfélög og opinbera aðila. Starfsemi Hönnunar skiptist í 12 sjálfstæð svið sem flest tengjast þó á einn eða annan hátt. Húsbyggingasvið og bygg- ingarstjórnunar- og eftirlitssvið eru nátengd og veigamikill þáttur í starfi þeirra hátt á annað hundrað starfsmanna sem vinna hjá fyrirtækinu víða um land. Verkfræðiráðgjöf um húsbyggingar hefur verið snar þáttur í starf- semi Hönnunar frá byrjun og nær bæði til nýbygginga og viðhalds. Fyrirtækið hefur á að skipa fjölda sérfræðinga sem veita ráðgjöf um forvinnu, hönnun bygginga, byggingarstjórn og eftirlit með fram- kvæmdum og viðhaldi og hafa þeir í gegnum tíðina komið að nán- ast öllum gerðum bygginga, íbúðarhúsum, skólum, gistihúsum, verslunarhúsnæði, íþróttamannvirkjum, skrifstofuhúsnæði, iðnaðar- húsnæði, sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum. Hönnun nýbygginga er skipt í áfanga. Þarfagreiningu og gerð kostnaðaráætlunar, frumhönnun og verkáætlun, fullnaðarhönnun mannvirkis, gerð útboðsgagna, aðstoð við val á verktaka og loks ráðgjöf á byggingartíma. Við gerð kostnaðaráætlana styðjast sér- fræðingar Hönnunar við verðbanka fyrirtækisins sem í er að finna þúsundir einingarverða á ýmsum fagsviðum. Hönnun hefur unnið markvisst að því að byggja upp einstaka vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk. Þar er að finna besta hugbúnað sem völ er á hverju sinni. Að auki er efnt til sérhæfðra námskeiða fyrir starfsfólk með innlendum sem erlendum sérfræðingum. Hafa þau skilað mikilli færni og öryggi hönnuða í að fylgja eftir í faglegri þróun. Árangur stöðugs þróunarstarfs skilar sér í samkeppnishæfni fyrir- tækisins; lægri framkvæmdakostnaði og gæðum gagna fyrir við- skiptavininn. Fjölbreytt verksvið Hönnun lagnakerfa hefur ætíð gegnt mikilvægu hlutverki í starfsemi Hönnunar. Starfsmenn hafa hannað hefðbundin ofnakerfi sem og gólfhitakerfi sem gerast nú æ algengari auk fjölmargra snjó- bræðslukerfa. Ekki má gleyma vatnsúðakerfum sem eru í vaxandi mæli hluti af eldvarnarkerfi stærri bygginga. Við hönnun þeirra er notaður sérhæfður hugbúnaður, sem gerir hönnun kerfanna ódýrari en ella. Brunahönnun er með mikilvægari þáttum í hönnun mannvirkja. Sérfræðingar Hönnunar hafa náð miklum árangri á því sviði og ráða yfir einstökum sérhæfðum búnaði til þeirra verka, en tölvutæknin hefur skapað mikla möguleika varðandi stýringu loftræsikerfa sem lækkar stofn- og rekstrarkostnað. Hönnun er einnig með tækjabún- að til að gera úttekt á loftræsikerfum. Hljóðvi t skipar sífellt stærri sess í hönnun ma virkj og þróun góðs hljóðumhverfis krefst samþættingar margra ólíkra atriða sem hafa áhrif á heildarútkomuna. Hönnun á mesta úrval tækja til hljóð- mælinga sem völ er á hérlendis og jafnframt þau fullkomnustu. Hugbúnaður til hermunar á hljóðtæknisviðinu er einnig eins og best verður á kosið og fyrirtækið býr að auki yfir áratuga þekkingu og reynslu af hönnun hljóðkerfa af öllum gerðum. Viðhald og endurnýjun Viðhald og endurnýjun bygginga krefst miklar nákvæmnisvinnu og taka þarf tillit til margra þátta. Þarfagreining, mat á viðhaldsþörf, hönnun verkþátta, gerð verklýsingar, útboðsgagna og kostnaðará- ætlunar og aðstoða við val á verktaka. Loks er ráðgjöf á byggingar- tíma, byggingarstjórn, eftirlit og úttektir.Við undirbúning nýbygginga og í tengslum við viðhaldsverkefni er oft nauðsynlegt að fram- kvæma rannsóknir, svo sem á steypu, jarðefnum til steypugerðar og fyllingarefnum. Hönnun á og rekur vel tækjum bú a rannsóknar- stofu sem sinnir öllum helstu þjónusturannsóknum. Hönnun sem endist Myndatexti fyrir báðar myndir Reykjavík Akureyri Reyðarfjörður Hvolsvöllur Akranes Egilsstaðir Kirkjubæjarklaustur Selfoss V E R K F R Æ Ð I S T O F A Grensásvegi 1 | 108 Reykjavík | Sími 510 4000 | www.honnun.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.