Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 202
202 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6
2. Breyting, lækkun, á gengi hlutabréfa frá
síðustu reikningsskilum sem voru endur-
skoðuð og árituð án fyrirvara og að þeim
degi þegar opinber tilkynning barst hluta-
bréfamarkaðinum um að meint reiknings-
skilasvik hefðu átt sér stað. Lengd tímabils-
ins er mismunandi eftir fyrirtæki.
3. Breyting, lækkun, á gengi
hlutabréfa frá því gengið var
hæst (í samfelldri leitni röð) og
þar til það var lægst, eftir að
hlutabréfamarkaðinum barst
opinber tilkynning um að meint
reikningsskilasvik hefðu átt sér
stað. Lengd tímabilsins er mis-
munandi eftir fyrirtæki.
4. Fjöldi fyrirtækja sem hafa
orðið gjaldþrota eftir að opinber
tilkynning barst hlutabréfamark-
aðinum um meint reikningsskila-
svik.
Taflan hér að ofan sýnir þann beina kostnað er fjárfestar
urðu fyrir á árunum 1997 til 2004 vegna 30 stærstu mál-
anna vegna meintra reikningsskilasvika. Fjárhagslegt tap
fjárfestanna er allt frá því að vera um 158 milljarðar dollara
(ca. 11 þús. milljarðar króna) til 905 milljarða dollara (ca.
63 þús. milljarðar króna eða ca. 500 Kárahnjúkavirkjanir)
ef miðað er við reikniaðferðina „hæsta og lægsta gengi“
hlutabréfanna.
Hugsanlegt er að „netbólan“ hafi haft áhrif á gengi sumra
fyrirtækja og því hafi tapið verið meira en við eðlilegar
kringumstæður. Mörg þessara fyrirtækja hafa átt mjög erfitt
uppdráttar. 22 af þessum 30 fyrirtækjum eru ennþá í rekstri
og hafa mögulega hækkað eitthvað í markaðsvirði. Átta hafa
því farið í gjaldþrot og hefur það markaðsvirði algjörlega
tapast. Sá beini kostnaður sem fjárfestar hafa orðið fyrir þar
verður ekki endurheimtur vegna þess að hluthafar eru síð-
astir í röð kröfuhafa.
Ef miðað er við útreikning þar sem tekið er tillit til
„hæsta og lægsta gengi“ á hlutabréfum í viðkomandi fyrir-
tækjum þá var beint tap fjárfesta rúmlega $251 milljarður
( ca. 17.600 milljarðar króna) í gjaldþroti þessara átta fyrir-
tækja, World Com, Enron, Global Crossing, Purchase Pro,
Peregrine Systems, Adelphia, Lernout&Hauspie og Critical
Path. Fjárfestar töpuðu allri fjárfestingu sinni í þessum
félögum. Það sést vel á myndinni að ca. 8,5% af tapinu
kom fram í „sjö daga“ reikniaðferðinni og liggur því um
91,5% af tapinu fyrir utan þessa sjö daga. Hægt væri að
halda áfram með að reikna beint tap fjárfesta, sem dæmi
um það eru allar þær fjárfestingar sem hefðu verið farið í ef
þessi fyrirtæki hefðu ekki orðið gjaldþrota sem rekja má til
reikningsskilasvika.
Lokaorð
Það er mjög mikið ábyrgðarhlutverk að gera reikningsskil
fyrirtækja á hlutabréfamarkaði, því ekki einungis fjár-
festar og hagsmunaaðilar treysta á þau heldur þjóðfélagið
allt. Áframhaldandi uppbygging á trausti heldur áfram á
bandarískum hlutabréfamörkuðum bæði með því að efla
almenna þekkingu á reikningsskilum og auka eftirlit með
þeim. Starfsmannafjöldi hjá SEC árið 2002 var um 3.000
manns og þá var áætlað að auka þann starfsmannafjölda
um allt að 25% á næstu árum.
R E I K N I N G S H A L D
Beint tap fjárfesta nam
rúmlega 251 milljarði
dollara ( ca. 17.600
milljarðar króna) í
gjaldþroti þessara átta
fyrirtækja; World Com,
Enron, Global Crossing,
Purchase Pro, Peregrine
Systems, Adelphia,
Lernout&Hauspie og
Critical Path. Fjárfestar
töpuðu allri fjárfestingu
sinni í þessu félögum.
1.000.000
750.000
500.000
250.000
0
Beint tap fjárfesta í markaðsvirði hlutafjár
Milljónir dollara
„Sjö dagar“ „Frá síðustu
áramótum“
„Hæsta og
lægsta gengi“
300.000
200.000
100.000
0
Tapað markaðsvirði vegna gjaldþrota
Milljónir dollara
„Sjö dagar“ „Frá síðustu
áramótum“
„Hæsta og
lægsta gengi“