Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.2001, Side 5

Ægir - 01.09.2001, Side 5
Landið rís hjá Vinnslustöðinni Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson (Binni) er fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum. Á undanförnum árum hefur á ýmsu gengið í rekstri fyrirtækisins, en samkvæmt rekstraruppgjöri fyrir síðasta ár sem birtist fyrir stuttu, er greinilegt að breyting hefur orðið til hins betra. Í ítarlegri umfjöllun Ægis um Vinnslustöðina í Eyjum er víða komið við og Binni framkvæmdastjóri liggur m.a. ekki á skoðunum sínum um fiskveiðistjórnunarkerfið. Úrbætur í höfnum landsins Á þessu ári og því næsta er víða verið að framkvæma í höfnum landsins. Ægir ræðir við Gísla Viggósson hjá Siglingastofnun, sem gerir grein fyrir helstu hafnaframkvæmdum sem eru hafnar eða eru að hefjast. Skemmtilegt fiskasafn Í Vestmannaeyjum er afar athyglisvert Fiska- og náttúrugripasafn sem full ástæða er til að hvetja alla sem leið eiga til Eyja að skoða. Ægir tók hús á Kristjáni Egilssyni, safnverði. Ísfélagið byggt upp Að undanförnu hefur verið unnið hörðum höndum að uppbyggingu Ísfélagsins í Vest- mannaeyjum sem varð illa úti í eldsvoða í desember 2000. Ægir Páll Friðbertsson, fram- kvæmdastjóri Ísfélagsins, ræðir um uppbyggingu fyrirtækisins og framtíðina. Hlýraeldi hafið í Neskaupstað Í Neskaupstað er hafið tilraunaeldi á hlýra. Sindri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlýra ehf., segir frá þessu nýstárlega eldi í viðtali við Ægi. Mikilvægt að taka upp 8 tíma samfelldan vinnudag „Í stað þess að vinna tíu til ellefu tíma á dag, eins og við gerum í dag, með löngum matartíma og mörgum kaffitímum, þarf að taka upp átta tíma samfelldari vinnudag. Með styttingu vinnutímans getum við að mínu mati hækkað dagvinnulaun verkafólks,“ segir Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Netagerðar Friðriks Vil- hjálmssonar hf. í Neskaupstað, meðal annars í athyglisverðu viðtali við Ægi. Fisksósa er málið Lengi hafa menn velt vöngum yfir því hvernig unnt væri að nýta loðnuna betur til mann- eldis en gert er. Í mjög fróðlegri grein tveggja vísindamanna á Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins er fjallað um möguleikann á að nýta loðnu í framleiðslu á fisksósu, sem nýtist ekki síst til austurlenskrar matargerðar. 5 Í B L A Ð I N U Útgefandi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Ritstjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Akureyri Sími 461-5151 Bréfasími 461-5159 Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm.) Auglýsingar: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, Sími 515-5200, Bréfasími 515-5201 Auglýsingastjóri: Inga Ágústsdóttir Sími 515-5200 GSM 898-8022 Hönnun & Umbrot: Fjölmynd ehf. Kaupvangsstræti 1, Akureyri Sími 461 2515 Prentun: Steindórsprent-Gutenberg ehf. Áskrift: Ársárskrift Ægis kostar 6200 kr. með 14% vsk. Áskriftarsími 461-5151 Forsíðumynd Ægis tók Óskar Þór Halldórsson af þeim Ægi Páli Friðbertssyni, framkvæmdastjóra Ís- félags Vestmannaeyja, og Sigurgeiri Brynjari Krist- geirssyni, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. ÆGIR kemur út 11 sinnum á ári. Eftirprentun og ívitnun er heimil, sé heimildar getið. 10 26 16 32 20 34 41

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.