Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 48

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 48
48 N Ý S M Í Ð I flottrollsvindur 47 tonna, kapal- vinda 3,8 tonn, hjálparvindur 13,5 tonn, kapstan 5,5 tonn og Synchro NT autótroll, stýribún- aður fyrir togvindur. Dekkbúnaður Um borð í Guðrúnu Gísladóttur er dekkbúnaður frá Petrel í Suð- ur-Afríku, umboðsaðili hér á landi er Ísgata ehf. Um er að ræða fiskdælu 20/18 tommu (FP508- SI) og er afkastageta hennar allt að 4000 rúmmetrar á klukku- stund. Dekkkrani er af gerðinni KC55-12-4 með 2 til 12 metra armi. Lyftigetan er 4,5 tonn við 0-35 m/mín. Fiskdælukraninn er af gerðinni KC30-9-2,8 með 3,6 tonna lyftigetu við 0-36 m/mín. Netavinda er af gerðinni Trident Mega, nótaleggjari með 5,7 tonna lyftigetu og nótafærara. Kælismiðjan Frost hf. sá um hönnun og búnað í kælikerfi skipsins, en sjókælibúnaðurinn er frá Sabroe og er unnt að kæla 300 rúmmetra af sjó frá 10 gráðum niður í 1 gráðu á fjórum klukku- stundum. Frystikerfið er einnig frá Sabroe og er unnt að halda frosti í lestarrými í 42,5 gráðum. Afkastageta sjálfvirkra plötu- frysta af gerðinni Marine FX- 19M er um 170 tonn af fiski á sólarhring. Unnt er að framleiða 36 tonn af ís á sólarhring í skip- inu með frystipressu af gerðinni SAB 108 E. Vinnslubúnaður Fiskvinnslukerfi um borð í Guð- rúnu Gísladóttur er afar fullkom- ið. Frá Skaganum hf. koma öll færibönd, innmötunarkerfi og pökkunarlínur. Sama gildir um útsláttarkerfi fyrir frystipönnur og þvottavél fyrir pönnurnar, en þær eru úr plasti og sérstaklega hannaðar af Skaganum hf. Hver panna tekur hálft þrettánda kíló í plastpoka. Vogir í pökkunarstöðvunum eru frá Marel og flokkunarvél fyr- ir uppsjávarfisk frá Style International. Á vinnsludekki eru fjórar vinnslulínur frá Baader fyrir síld og kolmunna. Um er að ræða sjálfvirkan innmatara af gerðinni Baader 448, Baader 221 hausun- arvél, Baader 235 flökunarvél og Baader 56 roðflettivél. Unnt er að frysta um 170 tonn af fiski á sólarhring um borð í

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.