Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 39
39
T Ó N L I S T
gerði ráð fyrir í upphafi. Hins vegar er þetta búið
að vera alveg óskaplega gaman,“ sagði Björn Valur
og gat ekki neitað því að menn hefðu velt fyrir sér
að gefa út annan disk. „Við erum komnir með efni
á annan disk, en við sjáum hvernig þessi gengur.
En hvernig sem gengur að selja diskinn, þá er alveg
ljóst að við munum keppast við að veita hver öðr-
um gullplötur fyrir mikla sölu,“ sagði Björn Valur
og hló. „Stefnan er sú að selja diskinn ódýrt. Við
ætluðum okkur aldrei að hagnast á þessu uppátæki.
Markmiðið var og er að ná inn fyrir kostnaði. Við
verðum ódýrari en Bubbi.“
Útgáfuhátíð í nóvember
Gert er ráð fyrir að nýi diskurinn komi út um miðj-
an nóvember og þá er stefnt að útgáfuhátíð. Við það
er miðað að Kleifabergið verði í landi um miðjan
mánuðinn og tækifærið verður notað til þess að
fagna útgáfu disksins. „Við stefnum að því að verða
með útgáfutónleika bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði
enda eru skipverjar á Kleifaberginu frá báðum þess-
um stöðum. Við verðum ef að líkum lætur fjóra
daga í landi og auðvitað er maður til í að fórna
landlegunni fyrir frægðina,“ sagði stýrimaðurinn
tónvissi á Kleifaberginu ÓF, Björn Valur Gíslason.
Þótt tónlistin eigi allan huga Kleifabergsmanna er
aðalatvinna þeirra í því fólgin að draga björg í bú. Og
það hafa þeir gert skuldlaust því óhætt er að segja að
vel hafi gengið á Kleifaberginu. Til marks um það var
aflaverðmæti í síðasta túr skipsins um hundrað millj-
ónir króna. Músíkalskir sjómenn gera það sem sagt
líka gott!
2002
2
ISBN-9979-942-71-1
Tryggðu gæðin ...
FCV-1200 dýptarmælirinngengur með öllum gerðum botnstykkja
Hólmaslóð 4 - Reykjavík - Sími 561 0160
2002
2
ISBN-9979-942-71-1
Tryggðu gæðin ...
SC-60 og SC-120gervitunglaáttavitarnir frá FURUNO
Hólmaslóð 4 - Reykjavík - Sími 561 0160
. . . hraðinn kemur mest á óvart
Magnús tónlistarstjóri á kafi í tökkum í hljóðverinu.
Skipverjarnir á Kleifaberginu ÓF-2 syngja bakraddir sem
mest þeir mega.