Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 50

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 50
50 Gulllax er langur og þykkur beinfiskur með stóran haus, mjög stór augu og lítinn kjaft. Bolur hans er langur en stirtlan stutt. Bakuggi er stuttur og liggur rétt framan við fiskinn miðjan og yfir raufarugga, sem er stuttur og afturstæður, er lítill veiðiuggi. Kviðuggar eru undir aftanverðum bakugga. Eyruggar eru frem- ur smáir, sporðurinn djúpsýldur og hreistur stórt og laust. Gull- laxinn er þanggrænn að lit að ofan, gull- eða silfurlitur á hliðum og hvítgulur að neðan. Rákin er mjög greinileg. Gulllaxinn getur orðið 60-70 cm að lengd en lengsti gulllax sem veiðst hefur við Ísland mældist 53 cm. Hann vex mjög hægt og er kynþroska um 8-12 ára og er þá um það bil 35-40 cm. Hann getur hins vegar orðið að minnsta kosti 25-30 ára gamall. Gulllaxinn lifir beggja vegna Norður-Atlandshafsins og er frá sunnanverðum Svalbarða í Barentshafi til Norður-Noregs og meðfram ströndinni suður í Skagerak. Hann lifir norðan og vest- an Bretlandseyja við Færeyjar, Ísland og Suðaustur-Grænland. Í Norðvestur-Atlantshafi er gulllax að finna frá Davissundi og Suðvestur-Grænlandi til Labrador og á Stórabanka við Ný- fundnaland suður til Georgsbanka til Bandaríkjanna. Gulllaxinn er miðsævis- og botnfiskur og heldur sig á leir- og sandbotni. Algengastur er hann á 300-600 metra dýpi, en finnst einnig á allt að 1400 metra dýpi. Hann heldur sig við botn á daginn en syndir upp í sjó á nóttunni. Fæða hans er ýmiskonar smákrabbadýr eins og ljósáta og marflær, pílormar, smokkfiskar og fleira. Hrygning hér við land fer fram allt árið en þó mest í apríl. Gulllaxinn hefur fundist allt í kringum landið en hann er sjald- séður norðan- og austanlands. Aðalútbreiðslusvæði hans er frá Rósagarði undan Suðausturlandi vestur með landi allt vestur á Halamið og Djúpmál. Lítið hefur verið veitt af gulllaxi hér við land sem og annarsstaðar. Hann slæðist þó í botnvörpur með öðrum afla og hefur verið verkaður í gæludýramat. Megnið af gullaxi er flutt út til Rússlands og Póllands. Argentina silus Gulllax F R Ó Ð L E I K U R O G S K E M M T U N K R O S S G Á T A N

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.