Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.2001, Side 32

Ægir - 01.09.2001, Side 32
32 H L Ý R A E L D I „Enn sem komið er hefur hvergi í heiminum tekist að koma á lagg- irnar alvöru hlýraeldi,“ segir Sindri Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Hlýra ehf. „Allstaðar er um tilraunastarfsemi að ræða en vissulega eru menn misjafnlega langt á veg komnir hvað þetta varðar.“ Hlýri ehf. er dótturfélag Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstað, en undirbúningur að starfseminni hófst síðastliðið vor. Auk Síldar- vinnslunnar standa Nýsköpunar- sjóður, Framtakssjóður Austur- lands og Hönnun hf. að baki verk- efninu. 200 fiska hrygningar- stofn Frá því síðastliðið vor hafa sjó- menn í Neskaupstað hirt hlýra og komið honum lifandi í land og nú eru 62 stóreflis hlýrar komnir í ker í bráðabirgðaaðstöðu hjá Hlýra ehf. „Við höfum ekki safn- að neinum hlýra síðan í júní, en þessir fiskar eru tilbúnir í verk- efnið, klárir í slaginn og verða notaðir til undaneldis. Við hefj- um síðan markvissari söfnun á fiski í vetur en við ætlum að koma upp um 200 fiska hrygningar- stofni. Bróðurparturinn af þeim fiski sem kominn er hefur komið frá sjómönnum á skuttogaranum Bjarti, en einnig eitthvað af smá- bátum. Sjómenn hér hafa sýnt þessu verkefni mikinn áhuga og stutt það dyggilega,“ segir Sindri. Allur stofninn bólusettur Kýlaveikibróðir er ein af þeim hættum sem steðja að hlýraeldi en að jafnaði er sjúkdómahætta ekki mikil. „Það kom upp kýlaveiki- bróðir hjá okkur um daginn og við bólusettum allan fiskinn, sprautuðum hvern og einn. Það er auðvelt að losna við veikina á þennan hátt. Fiskurinn er allur hálf dasaður ennþá, en hann er að braggast.“ segir Sindri. Eldisstöð í smíðum Undanfarið hefur verið unnið að Áhugaverðar tilraunir með hlýraeldi eru að hefjast í Neskaupstað: Mjög hagstæður eldisfiskur en hrygningarferlið viðkvæmt - segir Sindri Sigurðsson, sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Hlýra ehf. Í húsi því sem áður hýsti hraðfrystihús Síldarvinnslunnar í Neskaupstað er þessa dagana unnið að uppsetningu á tilraunastöð fyrir hlýraeldi. Þar verða á næstu þremur til fjórum árum gerðar tilraunir með klak og eldi á þessum sterkbyggða og skrautlega fiski og kannaður möguleikinn á að koma upp arðsömu hlýraeldi. Hér er Sindri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlýra ehf., að háfa hlýrann. Spakur og letilegur hlýri spókar sig í eldiskerinu.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.