Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 33

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 33
33 H L Ý R A E L D I Nýju hlýrakerfin hafa óvenjulega lögun. Þau eru átta metra löng, tveggja metra breið og dýpt þeirra er aðeins 60 sentímetrar. Ætla má að það taki rúm þrjú ár að ala hlýrann upp í sláturstærð. Í kerin er dælt ferskum sjó með nýjum og öflugum dælubúnaði. því að byggja upp aðstöðu til hlýraeldis og rannsókna í gamla hraðfrystihúsi Síldarvinnslunnar, en það húsnæði hefur nú lokið sínu hlutverki sem slíkt og verið leyst af hólmi af nýrri og glæsi- legri vinnslustöð fyrirtækisins. Fimm kerjum verður komið fyrir í húsinu og í þau dælt ferskum sjó með nýjum og afkastamiklum dælubúnaði. Þar verður einnig komið upp aðstöðu til hrygningar og seiðaeldis. Hlýrakerin eru talsvert óhefðbundin að lögun og ekki hringlaga eins og venjan er um fiskeldisker, heldur ílöng 8x2 metrar og aðeins 60 sentimetra djúp. „Þetta helgast af því að hlýrinn er botnfiskur og þarf tals- vert flatarmál og í raun er mikill kostur að komast af með svo grunn ker. Kerin eru íslensk framleiðsla og smíðuð fyrir okkur hjá Trefjum í Hafnarfirði. Það verða tvö tonn af hlýra í hverju keri,“ segir Sindri og reiknar með að þau verði tilbúin til notkunar um næstu mánaðarmót. Mjög hagstæður eldisfiskur Hlýrahrogn eru á stærð við laxa- hrogn, hlutfallslega mjög stór og mun stærri en þorskhrogn, en hver hrygna gefur af sér 5-6000 hrogn. „Þau seiði sem komast á legg eru mjög fljót að taka við sér og fljótlega er hægt að fara að gefa þeim þurrfóður, ólíkt þorskseið- um. Fyrir vikið fást stærri og sterkari einstaklingar og þetta gerir hlýrann einstaklega hag- stæðan til eldis. Það tekur um fjörutíu mánuði að ala fiskinn í sláturstærð, eða þegar hann hefur náð um fimm kílóum. Norð- menn hafa reyndar náð þessu á skemmri tíma og komist niður í 32 mánuði,“ segir Sindri og hann segir aðstæður til hlýraeldis hér á landi mjög góðar. „Þar skiptir hitastigið höfuðmáli, en hlýrinn þrífst best í köldum sjó og hita- stigið má ekki fara yfir tíu gráður. Kjörhitastigið er á bilinu fjórar til átta gráður.“ Hrygningin helsta vandamálið Hrygningin og klakið er sá þáttur sem erfitt hefur reynst að ná tök- um á þar sem gerðar hafa verið til- raunir með hlýraeldi. „Það eru mjög mikil afföll í hrognunum og þetta hefur reynst þröskuldur í hlýraeldinu og verður helsta rann- sóknarefnið hjá okkur. Hrygn- ingarferlið er stutt, en fiskurinn hrygnir innan við sex tímum eftir að einkenna verður vart. Mjög áríðandi er að vakta fiskinn á meðan á hrygningu stendur því annars er hætta á að hrognin glat- ist. Norðmenn fara þá leið að kreista hrognin úr fiskinum, en á þessu hefur ekki fundist nein patentlausn. Eftir að hrygningu lýkur líða síðan þrír til fjórir mán- uðir þar til hrognin klekjast út. Ferlinu er nokkuð hægt að að stýra með lýsingu og skapa þannig rétta umhverfið og í raun að búa til hrygningatímabil. Þetta gæti jafnvel orðið eins og sauðburður hjá bændum,“ segir Sindri. 90 milljónum króna varið í verkefnið „Allt verður þetta gert í tilrauna- skyni og tilgangurinn er að stunda rannsóknir og kanna möguleikana á því að koma upp arðsömu hlýraeldi. Áformað er að veita um 90 milljónum króna til þessa verkefnis á næstu þremur til fjórum árum og öðlast á þeim tíma reynslu og þekkingu. Að þeim tíma liðnum á að liggja fyr- ir hvort grundvöllur er til áfram- haldandi starfsemi,“ segir Sindri Sigurðsson. Viðtal: Ágúst Ólafsson Myndir: Ari M. Benediktsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.