Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2001, Page 6

Ægir - 01.09.2001, Page 6
6 P I S T I L L M Á N A Ð A R I N S Deilur um fiskverð hafa fylgt útgerð á Íslandi svo lengi sem mig rekur minni til. Á árunum frá 1956 til 1960 var verð á botnfiski ákveðið með lögum. Það mun líklega hafa verið á árinu 1959 sem hér kom til valda frjálslynd ríkisstjórn sem ákvað með lögum nr. 47/1960 að nú skyldu kaupendur og seljendur koma sér saman um verðið án utanaðkomandi áhrifa, þ.e. útgerð- in og vinnslan, sem þá voru ekki í eins ríkum mæli og í dag á sömu hendi. Ekki var nú samkomulagið á því kær- leiksheimili jafn innilegt og í dag því að flotinn lá bundinn við bryggju fyrstu vikur eða mánuði næstu vertíð- ar. Í framhaldinu var ákveðið að koma á fót ráði, til þess að ákvarða verð á fiski uppúr sjó, sem allir hagsmunaað- ilar ættu aðild að, þ.e. sjómenn, út- gerðin og vinnslan. Lög um Verðlagsráð sjávarútvegsins nr. 97 voru síðan sett af Alþingi árið 1960 og fjölluðu eins og áður sagði um verðlagningu á fiski upp úr sjó. Þetta verðlagningarkerfi var við líði til ársins 1993 eða í rúm 30 ár; en var þá aflagt án þess að í staðinn kæmi form- legur vettvangur til þess að tryggja frjálsa verðmyndun á fiski uppúr sjó. Í staðinn var tekið upp sama kerfi og reynt hafði verið 1960 þ.e. að aðilarnir í greininni kæmu sér saman um verð- ið. Þær breytingar höfðu átt sér stað að nú var það ekki fiskvinnslan og út- gerðin sem þurftu að ná saman heldur útgerðin og sjómennirnir. Þessari breytingu fylgdi að sjómenn- irnir höfðu engan formlegan rétt til þess að berjast fyrir breyttu fiskverði líkt og útgerðin hafði á sínum tíma sem gat lagt skipunum og hafði til þess fullan rétt; sjómennirnir eru í annarri stöðu, þeir hafa ekki lagalega heimild til þess að leggja niður störf til þess að berjast fyrir eðlilegu fisk- verði nema með því að boða til vinnu- stöðvunar. Þess vegna hefur hið svokallaða frelsi við verðlagninguna reynst haldlítið og sjómenn því orðið að una við það fisk- verð sem útgerðin hefur skammtað þeim hverju sinni. Þetta sést best á því að á síðasta ári var t.d. verð á slægðum þorski á innlendu fiskmörkuðunum 60% hærra að meðaltali en í beinu söl- unni. Í kjarasamningi milli VSFÍ og LÍÚ, sem undirritaður var að morgni 9. maí sl., var samið um markaðstengingu á þorski, karfa og ýsu. Markaðstenging- in hefur í för með sér að verð á slægð- um þorski í beinni sölu við samnings- lok á að ná 95,4% af vegnu meðalverði markaða og beinnar sölu að frádregn- um 5% sölukostnaði á mörkuðum. Samningurinn á einfaldlega að færa fé- lagsmönnum VSFÍ á fiskiskipum með- altals raunhækkun á þorski upp á 20% á samningstímanum. En þetta er í fyrsta skipti sem samninganefnd LÍÚ hefur ljáð því máls að markaðstengja verð á fiski uppúr sjó þrátt fyrir að sjó- menn séu búnir að hafa þessa kröfu uppi allt frá því að Verðlagsráðið var lagt niður á sínum tíma. Með þessum samningi vona ég að verðmyndunarmálin komist í ásættan- legt horf sem leiði til þess að samskipti útgerða og sjómanna batni svo og reikningsleg staða þeirra útgerða sem selt hafa afla sinn í beinni sölu til fisk- vinnslunnar batni verulega. Í þessu sambandi væri nokkuð fróðlegt að bera saman afkomu þeirra skipa sem eru að selja á lágum verðum til eigin vinnslu, til þess eins að halda niðri kjörum sjómanna og útgerð þeirra skipa sem selja allan sinn afla á inn- lendum eða erlendum mörkuðum. Ég býst við að afkoman í þessum tveimur útgerðarformum sé nokkuð ólík. Í þessu sambandi má t.d. nefna útgerð Freyju RE 38, sem selur allan sinn afla á innlendum eða erlendum mörkuð- um; þessi útgerð gengur mjög vel að því að best verður séð og eitt er alveg víst að klögumál vegna þess að útgerð- in sé að hafa rangt við þegar gert er upp við sjómennina, t.d. með því að láta þá taka þátt í kaupum á aflaheim- ildum er óþekkt hjá þeirri útgerð; sem og hjá fjölmörgum öðrum útgerðum sem gengur engu að síður vel hjá um þessar mundir. Staðreynd málsins er einfaldlega sú að íslenskir sjómenn hafa greitt niður hráefni fyrir fiskvinnsluna á undan- gengnum árum. Með nýgerðum kjara- samningi milli LÍÚ og VSFÍ vona ég að þeir tímar heyri senn sögunni til. Nýir tímar í verðlagningu á fiski Pistil mánaðarins skrifar Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.