Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 29

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 29
29 V E S T M A N N A E Y J A R auknar álögur? Halda menn að sjávarbyggðirnar blómstri í kjölfar sérstakra skatta á fyrirtækin sem eru starfrækt þar? Ég held ekki.“ Úr einum vasanum í annan Sigurgeir Brynjar segir að vissulega sé mikilvægt að sjávarútvegurinn leiti allra leiða til þess að gera rekst- urinn eins hagkvæman og kostur er, hvort sem menn geri það með því að sameina fyrirtæki eða á einhvern annan hátt. Hins vegar segir hann að stóra málið sé að hafa stóra og öfluga fiskistofna sem hagkvæmt sé að veiða úr. ,,Við þurfum að byggja upp þorskstofninn og aðra fiskistofna þannig að fyrirtækin þurfi ekki að kosta eins miklu til og þau þurfa nú til þess að veiða úr þeim. Með því að ná að byggja fiskistofnana skyn- samlega upp næðist fram mesta hagræðingin í rekstri sjávarútvegsins. Hins vegar geri ég mér grein fyrir því að ef í ljós kæmi einn góðan veðurdag að fiski- stofnarnir væru sterkir og nóg væri af fiski í sjónum byrjaði kröftugur söngur um að það væri í góðu lagi að hleypa öllum á sjó til þess að veiða. Og þannig byrjaði sama vitleysan aftur. Ég held að það sé afar vafasamt að þjóðnýta sjávarútveginn, láta stjórnmála- menn nota úthlutanir til millifærslna milli byggðar- laga og útgerðarflokka. Við stefnum hraðbyri í eitt allsherjar sukkkerfi svipað og var þegar stjórnmála- menn úthlutuðu lánum til vina og vandamanna. Það er merkilegt að enn í dag kalla margir lánveitingar eða lántöku ,,fyrirgreiðslu“. Það orð er ættað frá þeim tíma þegar allar lánveitingar fóru í gegn um Sverri Hermannsson, Stefán Valgeirsson og aðra þekkta fyrirgreiðslupólitíkusa. Umræðan um veiðileyfagjald snýst um það að fara í vasa útgerðamanna og setja fjármuni í vasa annarra. Nú eru lagðar um 800 milljónir króna á sjávarútveg- inn í formi þróunarsjóðsgjalds o.fl., en talað er um að þessi gjaldtaka verði hluti af veiðileyfagjaldi. Vinnslustöðin greiðir árlega yfir 20 milljónir króna í þessi gjöld, en ef heildarveiðileyfagjöld á sjávarútveg- inn nema um 2 milljörðum króna má ætla að hlutur VSV verði um 50 milljónir krónau. Við munum þurfa að leita vel að því hvar við eigum að taka þessa fjármuni. Í áliti meirihluta endurskoðunarnefndar er m.a. talað um að hluta þessa gjalds eigi að verja til uppbyggingar í fiskeldi. Eigum við hér í Vestmanna- eyjum að greiða svo og svo háar fjárhæðir til fiskeld- is þar sem Samherji hf. á Akureyri er orðið stærsta fiskeldisfyrirtækið eða hvert annað ættu styrkir til fiskeldis að renna ? Ég vona sannarlega að Samherja gangi vel í fiskeldi, en ég er ekki til í að stjórnmála- menn fari ofan í okkar vasa og taki peninga til þess að færa Samherja til uppbyggingar í fiskeldi.“ Vikulegur stjórn- endafundur Vinnslu- stöðvarinnar þar sem farið er yfir verkefni líðandi stundar. Trillukarl frá Arnarstapa Sigurgeir Brynjar er Snæfellingur, frá Arnarstapa á sunnanverðu Snæfellsnesi. Kristgeir Kristinsson (Geiri frá Felli), faðir hans, er trillukarl og er enn að þrátt fyrir að árin séu orðin 75. Binni hóf að róa með Geira föður sínum árið 1977 en eignaðist síðan helming í trilluútgerðinni á móti karli og réri flest sumur til ársins 1995. Binni var líka á bátum sem voru gerðir út frá Rifi og Ólafsvík, en 23ja ára gam- all sagði hann skilið við sjómennskuna sem aðalstarf og settist á skólabekk í Samvinnuskólanum á Bifröst. Þaðan lá leiðin í viðskiptafræðina í Háskóla Íslands og árið 1991 útskrifaðist hann sem þjóðhagfræðing- ur. Til York í Englandi fór Binni síðan og tók eitt ár í fjármálum og fjárfestingum við hagfræðideild skól- ans. Árið 1992 hóf hann störf sem lánasérfræðingur hjá Íslandsbanka í Vestmannaeyjum. Fór síðan aftur upp á land og starfaði hjá Íslandsbanka í Reykjavík. Tók í desember 1996 að sér fjármála- og aðstoðar- framkvæmdastjórn Vinnslustöðvarinnar með aðsetur í Þorlákshöfn. Eftir að Sighvatur Bjarnason fyrrver- andi framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar lét af störfum fyrripart árs 1999 tók Binni við stjórnar- taumunum í Eyjum og hefur haldið um þá síðan.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.