Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.2001, Qupperneq 12

Ægir - 01.09.2001, Qupperneq 12
12 R A N N S Ó K N I R Fyrstu lúðuseiðin í heiminum voru framleidd í Noregi árið 1985 en í dag eru lúðuseiði framleidd í Noregi (12-14 stofnanir/fyrir- tæki), Skotlandi (5 stofnanir/fyr- irtæki), Kanada (4 stofnanir/fyrir- tæki) og á Íslandi (Fiskey hf.). Fyrstu lúðuseiðin á Íslandi voru framleidd af FISKEY árið 1990, 2 stykki. Á árunum 1991-1995 tókst að framleiða nokkur þúsund seiði á ári en í dag er fjöldi fram- leiddra lúðuseiða talinn í hund- ruðum þúsunda á ári hverju. Með litlum breytingum er unnt að framleiða 500-700 þúsund seiði í klakstöð fyrirtækisins og er það svipaður fjöldi og öll heimsfram- leiðsla undanfarin ár. Starfsemi fyrirtækisins fer fram á 3 stöðum, klakfiskastöð á Dalvík, seiðastöð á Hjalteyri og áframeldisstöð í Þor- lákshöfn. Lenging klaktímabils Árið 1992 stofnaði FISKEY hf. til samstarfs við háskólana í Gauta- borg og Bergen um verkefni þar sem kanna átti möguleika á því að breyta hrygningartíma klakfisks með ljósastýringu. Gerðu menn sér vonir um að með breytingum á hrygningartíma yrði mögulegt að framleiða lúðuseiði yfir lengra tímabil á ári hverju. Fyrir þetta verkefni var komið upp klakfiska- stöð á Dalvík og um 400 klak- fiskum var skipt í 3 hópa, þar sem einum hópi var „flýtt“ um 4 mán- uði, öðrum haldið við náttúrulega ljóslotu og þeim þriðja „seinkað“ um 4 mánuði. Tekin voru blóð- sýni úr fiskunum mánaðarlega yfir 3 ára tímabil og greind í blóð- inu efni sem sýndu hrygningar- þroska fisksins. Niðurstöður þessa verkefnis leiddu í ljós að unnt væri að breyta hrygningar- tíma fisksins með ljósastýringu. Frá árinu 1994 hafa því verið 3 hrygningar á ári og þar sem hver hrygningarlota stendur yfir nokkrar vikur í senn, veitir þetta aðgang að hrognum stóran hluta ársins. Eldisferill og startfóðrun lirfa Eldisferill lúðu fer í grófum drátt- um þannig fram að frjóvguðum hrognum er komið fyrir í kerjum með 5°C heitum sjó. Eftir um 15 daga við þessar aðstæður klekjast hrognin og úr þeim koma kvið- pokalirfur sem settar eru í stór síló og hafðar í myrkri við 5°C. Á næstu 50 dögum nærast lirfurnar á innihaldi kviðpokans en start- fóðrun hefst þegar nægilegum þroska er náð. Fóður lirfanna þarf í fyrstu að vera lifandi (dýrasvif) auk þess sem umhverfi lirfanna þarf að vera skyggt til þess að þær taki yfirleitt til sín fóður. Rétt skygging hefur fengist með því að bæta plöntusvifi út í kerin í ákveðnum þéttleika. Startfóðrunar- tímabilið stendur yfir í um tvo mánuði við 11°C, eða þangað til myndbreytingu er lokið. Mynd- breyting kallast sá ferill þegar lirfur verða að seiðum, þ.e. breyt- ast úr því að vera nánast gegnsæ lirfa, með augu á sitt hvorri hlið- inni og syndandi um í vatnssúl- unni í leit að fæðu, í botnlæg seiði með lúðulögun, dökk að lit og Höfundar þessarar greinar eru Rannveig Björnsdóttir, ónæmis- og fisksjúkdómafræð- ingur og sérfræðingur á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins á Akureyri og Arnar Jónsson framleiðslu- stjóri Fiskeldis Eyjafjarðar. Á árinu 1988 hóf Fiskeldi Eyjafjarðar hf. (FISKEY) rannsóknir á klaki og framleiðslu lúðuseiða en lúðueldi hefur löngum takmarkast af fram- leiðslu seiða. Rannsóknir hófust í raun árið áður en þá voru fram- kvæmdar grunnrannsóknir á umhverfisaðstæðum í Eyjafirði m.t.t. seiðaframleiðslu. Seiðaeldisstöð Fiskeldis Eyjafjarðar er á Hjalteyri við Eyjafjörð. Rannveig Björnsdóttir Arnar Jónsson Lúðuseiðaframleiðsla á Íslandi

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.