Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 19

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 19
19 V E S T M A N N A E Y J A R fram að verkfalli og á meðan á því stóð. Og fyrstu vikurnar eftir verkfallið var líka rólegt, en það var síðan ekki fyrr en seinni part sumars sem lifnaði verulega yfir hjá okkur. Að undanförnu hefur verið hér töluvert mikið að gera og í rauninni hefði okkur ekki veitt af því að hafa meiri mann- skap.“ Þetta leiðir hugann að því að sú þjónusta sem Skipalyftan í Eyjum veitir er töluvert árstíða- bundin. „Það er alltaf mikið að gera frá því um Þjóðhátíð hér í Eyjum, í byrjun ágúst, og fram í október. Síðan kemur annar topp- ur í kringum jólin og sá þriðji er strax eftir loðnuvertíð á vorin,“ segir Ólafur. Færri slipptökur „Umsvifin í þessum iðnaði hafa óneitanlega verið að minnka hérna í Eyjum. Bátunum í hefð- bundna vertíðarflotanum hefur verið að fækka en jafnframt hefur smábátum og stærri skipum fjölgað. Við vorum að jafnaði með um 60 slipptökur á ári, en núna eru þær um 40 á ári. Að sama skapi hefur starfsmönnum fækk- að. Hér voru um 60 manns í vinnu á árum áður, en núna eru þeir um 35,“ sagði Ólafur. Skipasmíðaiðnaðurinn hefur búið við það vandamál að tiltölu- lega fáir afla sér þeirrar menntun- ar sem nauðsynleg er í þessari at- vinnugrein. Ólafur segir þetta al- veg rétt, en sem betur fer hafi Skipalyftan ekki þurft að glíma við skort á fagmenntuðum mönn- um. „Vissulega hefur verið dregin upp frekar dökk og neikvæð mynd af þessari atvinnugrein og þar eiga fjölmiðlarnir vissa sök. Sú mynd sem almenningur fær af skipasmíðaiðnaðinum er sóðaleg vinna og mikill hávaði. Þessi grein eins og aðrar atvinnugreinar er hins vegar orðin tæknivædd og hún mun verða enn tæknivæddari á komandi árum,“ segir Ólafur. Kínabylgjan gengin yfir? Ólafur segir að í ljósi þess að við- haldsverkefni hafi verið að dragast saman að undanförnu verði menn að horfa í kringum sig með önnur möguleg verkefni. „Vissulega reynum við að fylgjast með því sem er að gerast í þessum iðnaði. Þó svo að útgerðarmenn hafi margir látið smíða ný skip í Kína eða Chile að undanförnu hafa inn- lendar stöðvar þó verið að gera at- hyglisverða samninga um ný- smíðar. Dæmi um það eru nýleg- ir samningar Óseyjar í Hafnarfirði við Færeyinga. Í ljósi þess sem út- koman er í smíðum skipa í Kína kæmi mér ekki á óvart að sú bylgja sé gengin yfir. Það hefur komið á daginn að ýmislegt í þessum kínversku skipum þarf að endurvinna þegar hingað heim er komið. Þá er spurningin hvort þegar upp er staðið sé svo mikill munur á kostnaði við smíði skip- anna í Kína og hérna heima,“ sagði Ólafur Friðriksson. Húsakynni Skipalyft- unnar á hafnarsvæð- inu í Eyjum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.