Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 40

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 40
40 F R É T T I R Um síðustu mánaðamót voru fyr- irtækin Ísfell hf. og Netasalan ehf. sameinuð undir nafninu Ísfell- Netasalan ehf. og þar með verður til mjög öflugt þjónustufyrirtæki við sjávarútveginn. Gert er ráð fyrir að starfsemi fyrirtækjanna verði komin undir eitt þak að Fiskislóð 14 í Reykjavík um næstu áramót. Viðskiptavinir munu áfram njóta þjónustu sama starfsfólks og stjórnendur verður þeir sömu, Hólmsteinn Björnsson framkvæmdastjóri, Daníel Þórar- insson markaðsstjóri og Pétur Björnsson stjórnarformaður. „Með sameiningu fyrirtækjanna viljum við ná fram aukinni hag- ræðingu og geta boðið viðskipta- vinum okkar betri þjónustu. Við viljum geta boðið allar útgerðar- vörur á einu bretti. Með því að sameina þessi tvö fyrirtæki, sem bæði hafa sérhæft sig að nokkru leyti, teljum við okkur geta staðið vel að vígi í þjónustu við bæði togara- og bátaflotann. Við höfum í raun á boðstólum allt það sem menn þurfa í sambandi við veiðar- færi, búnað á dekki, fatnað o.fl. Þær vörur sem þessi tvö fyrirtæki hafa verið með skarast óverulega, en mér sýnist nokkuð ljóst að eft- ir sameiningu verðum við með mjög breitt vöruúrval,“ sagði Daníel Þórarinsson. Hann sagði að Ísfell-Netasalan haldi öllum þeim helstu umboðum sem fyrir- tækin voru áður með. Nefna má Bridon víra, Parsons keðjur og lása, Kuplex hífikeðjur og króka, Euronet trollnet, Panther Plast trollkúlur, Morgére toghlera, Quintas & Quintas snurrvoða- manillu, Pelters bobbinga, King Chou net, Thai Nylon net, Meydam netaniðurleggjara, Dyr- korn sigurnaglalínur, og Mustad króka. Meðal innlendra samstarfs- aðila má nefna: Hampiðjuna, Sæplast, Dregg, Ósey, Vélsmiðj- una Foss, Vélsmiðjuna Loga, Fjól- mund Fjólmundsson, Plastmót- un, Ísgogga og Anton Helgason. „Við munun leggja höfuð- áherslu á að standa undir þeirri fullyrðingu að viðskiptavinir okk- ar geti fengið allt á einu bretti til útgerðar hjá fyrirtækinu. Við munum að sjálfsögðu halda áfram þeim ströngu gæðakröfum, sem bæði fyrirtækin hafa unnið eftir. Það er mitt mat að bæði gömlu fyrirtækin hafi verið vel kynnt á markaðnum og átt góða og trygga viðskiptavini. Með góðu og reynslumiklu starfsfólki vonumst við til að geta þjónað þessum við- skiptavinum áfram undir samein- uðu nafni. Við höfum kynnt þessa sameiningu undir slagorðinu „Tveir góðir - betri saman“ og teljum að þetta segi allt um það sem við erum að gera. Við lítum svo á að við séum betur í stakk búin til þess að þjóna viðskipta- vinum eftir en áður,“ sagði Daní- el. Þórarinsson. Ísfell og Netasalan hafa sameinast - undir nafninu Ísfell-Netasalan ehf. Hólmsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Ís- fells-Netasölunnar hf. og Daníel Þórarinsson, markaðsstjóri hins nýja fyrirtækis. Mynd: Sverrir Jónsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.