Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 31

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 31
31 V E S T M A N N A E Y J A R • Fiskvinnsla í Þorlákshöfn styrktist verulega við áherslubreytingu VSV, öfugt við það sem heima- menn héldu forðum fram í hita þjóðmálaum- ræðunnar. Fyrirtækið Frostfiskur ehf. keypti húsnæði VSV á staðnum (VSV eignaðist jafnframt 40% hlut í Frostfiski). Þessi starfsemi í Þorlákshöfn skilar nær fimmföldum tekjum á við það sem áður var, yfir milljarði króna á ári í stað um 230 milljóna króna áður. VSV gerir eitt skipa sinna áfram út með áhöfn frá Þorlákshöfn: Brynjólf ÁR-3. Athygli vakti á sínum tíma að eigendur Vinnslu- stöðvarinnar samþykktu í tvígang að kanna samein- ingu við Ísfélag Vestmannaeyja og í annað skiptið einnig við Krossanes hf. og Ósland hf. VSV dró sig í bæði skiptin út úr sameiningarviðræðunum. Þegar horft er á umskiptin í rekstri VSV má spyrja sem svo: Hefði sameining skilað enn meiri og betri árangri en blasir við í dag? Þeirri spurningu verður auðvitað aldrei svarað með vissu en líklega hefði hinn gríðar- mikli bati í rekstri félagsins verið kallaður samlegð- aráhrif. Hins vegar má með nokkurri vissu giska á hvað spekingar í verðbréfafyrirtækjum hefðu sagt ef rekstrarbati hefði látið á sér standa: Sögðum við ekki, það hefði nú verið önnur og betra afkoma ef samein- ing hefði gengið eftir í Eyjum! Nettóskuldir og fjármagnsgjöld Vinnslustöðvarinnar* 2000/2001 1999/2000 1998/1999 Rekstrartekjur 3.213 2.373 2.474 Rekstrargjöld 2.186 1.872 2.369 Hagnaður fyrir vexti og afskriftir 1.026 501 105 Afskriftir (420) (418) (443) Aðrar tekjur og gjöld alls (27) (84) (240) Fjármagnsgjöld nettó (856) (255) (273) Hagnaður / (tap) (276) (256) (851) Heildarskuldir 4.392 4.003 3.983 Heildarskuldir - veltufjármunir 3.533 3.389 3.015 *samkvæmt ársreikningum þriggja ára Vinnslustöðin í Eyjum verður helsti vettvangur upptöku á leik- inni kvikmynd sumarið 2002. Þetta er franskt/íslenskt sam- vinnuverkefni og leikstjórinn er fransk-íslenskur kvikmyndagerð- armaður, Sólveig Anspach. Hún er fædd í Vestmannaeyjum en fluttist til Frakklands með móður sinni, Högnu Sigurðardóttur, arkitekt og Eyjamanni, og ólst þar upp. Sólveig vann á unglings- árum í Vinnslustöðinni og afi hennar, Sigurður Friðriksson, var þar verkstjóri í áratugi. Val upptökustaðarins er því tæpast til- viljun. Vinnuheiti kvikmyndarinnar er Illviðri (Stormy Weather). Hermt er að myndin fjalli um ást, sálarlíf og veðurfregnir (!); ör- lagavefur tveggja stúlkna. Leiðin liggur frá Manhattan til Eyja. Söguhetjur lenda í basli með sig sjálfa og tilveruna. Líf í verbúð kemur við sögu og leikmynd fyrir senur þar að lútandi bíður til- búin eftir leikurum og myndatökumönnum. Í helstu hlutverkum verða ýmsir góðkunnir leikarar, bæði íslenskir og erlendir. Verbúð Vinnslustöðvarinnar var tekin í notkun um 1960 og hýsti farandverkafólk þar til snemma á tíunda áratug nýliðinnar aldar. Þá var líf í tuskum í Eyjum og sveitapiltar úr Skagafirði, uppsveitum Árnessýslu og víðar komu á vetrarvertíð til að vinna sér inn fúlgur fjár fram að sauðburði. Þór Vilhjálmsson, gamal- reyndur starfsmaður í Vinnslustöðinni, man eftir mörgu góðu fólki sem lagði leið sína til Eyja, vann í fiski og bjó í verbúðinni. Sum- ir fiskverkamennirnir urðu þjóðþekktir fyrir allt aðra hluti, nefna má tvo rokktónlistarmenn sem gerðu það gott síðar: sjálfan kóng- inn Bubba Morthens og Shady Owens, söngkonu í Trúbroti. Svo breyttist gangur fiskvinnslunnar, farandverkafólkinu fækkaði og verbúðalífið heyrði brátt sögunni til. Eftir stóð ver- búð Vinnslustöðvarinnar mannlaus, þögul og virðingarsnauð. Óvænt vegsemd átti samt fyrir þeim góða stað að liggja, nefni- lega sú að hafna sem leikmynd á hvítu tjaldi kvikmyndahúsanna. Verbúðirnar í Vinnslustöðinni eru auðar og yfirgefnar. Skrautlegt herbergi í verbúðunum. Vinnslustöðin á hvíta tjaldinu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.