Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Síða 17

Ægir - 01.09.2001, Síða 17
Fuglasafn Í fuglasafninu eru flestir íslensku varpfuglarnir uppsettir og fjöldi svokallaðra flækingsfugla. Og at- hygli vekur að þarna er líka að finna egg því sem næst allra ís- lensku varpfuglanna. Meðal merkilegra fugla í safninu er aldökk langvía, sú eina sem vitað er um í heiminum. Í Vestmanna- eyjum er talið að um sjötíu fugla- tegundir verpi, þar af eru sjófugl- arnir mest áberandi. Þrjár fugla- tegundir er talið að hafi ekki verpt annars staðar á landinu en í Eyjum. Þetta eru skrofa, litla-sjó- svala og stóra-sjósvala. Steinasafn Steinasafnið í Fiska- og náttúru- gripasafninu í Vestmannaeyjum er gjöf hjónanna Unnar Pálsdótt- ur og Sveins Guðmundssonar á Arnarstapa í Eyjum til Vest- mannaeyjabæjar og var bæjarfé- laginu falin umsjón með safninu árið 1986. Án vafa má fullyrða að þetta safn er eitt af merkustu söfnum í einkaeign hér á landi og var gjöf þeirra hjóna því mikill fengur fyrir Fiska- og náttúru- gripasafnið. Í safninu eru á annað þúsund íslenskir steinar og voru þeir fengnir víða að af landinu. Sérstaklega fallega geislasteina eða zeolíta er að finna í safninu og mörg önnur sjaldséð steinaaf- brigði. Fiskasafnið Kristján Egilsson, safnvörður, segir engan vafa leika á því að fiskasafnið hafi hvað mest aðdrátt- arafl á fólk, ekki síst sá hluti safnsins þar sem eru lifandi fiskar, en lengi vel var Fiska- og náttúru- gripasafnið í Eyjum eina safnið hér á landi þar sem fólk gat séð lifandi fiska. Kristján segir að nærri láti að um fimmtíu tegund- ir af lifandi fiskum og krabbateg- undum séu í safninu. Fiskunum og kröbbunum hefur verið komið fyrir í tólf kerjum og þar geta gestir fylgst vel með atferli þeirra. Í kerjunum er sex stiga heitur sjór sem dælt er úr 30 metra djúpri borholu rétt hjá safnhúsinu. Kristján safnvörður segir ánægjulegt til þess að vita að margir sjómenn í Eyjum hugsi hlýtt til safnsins og færi því bæði sjaldgæfa lifandi og dauða fiska. Einnig fái hann oft upphringing- ar víða að af landinu ef á fjörur manna reki sjaldgæfir fiskar. Þetta segist Kristján kunna vel að meta og hann hvetur fólk til þess að láta áfram í sér heyra ef það veit af einhverjum furðufiskum sem safnið kynni að hafa not fyrir. Eins og áður segir er einnig að finna marga athyglisverða upp- stoppaða fiska í Fiska- og náttúru- gripasafninu í Eyjum. Þar má nefna til sögunnar sjaldséða fiska eins og Lúsífer, Sædjöful og Surtlu, en allt eru þetta djúpsjáv- arfiskar sem halda sig að jafnaði á 1-2 þúsund metra dýpi. Þrengir að starfseminni Vestmannaeyjabær á og rekur Fiska- og náttúrugripasafnið í Eyjum með styrk frá ríkinu. Safn- ið er til húsa á efri hæð að Heiðar- vegi 12, í sama húsi og Slökkvi- stöðin. Eins og svo oft er með hérlend söfn setja þrengsli mark sitt á safnið og því hefur það ekki náð að þróast eins og æskilegt er. Kristján Egilsson, safnstjóri, segir vissulega mikla þörf á því að stækka húsnæðið, en slíkt sé ekki í sjónmáli í augnablikinu, hvað sem síðar kunni að verða. 17 V E S T M A N N A E Y J A R Furðu lostinn steinbítur glápir á ljósmyndarann. Kristján safnvörður er hér að gantast við steinbítana. Margir sérkennilegir uppstoppaðir fiskar eru í Fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.