Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 25

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 25
25 V E S T M A N N A E Y J A R þjóðarinnar. Þannig að ef einhvers staðar er mikið að gera í sjávarút- veginum, þá er það hér.“ Arnar ítrekar að hann finni greinilegan mun á andanum í bænum nú og í ársbyrjun þegar Vestmannaeyingar voru eðlilega ennþá að sleikja sárin eftir stór- brunann í Ísfélaginu. Vertíðabær Óvíða á landinu er atvinna starfs- fólk í sjávarútvegi jafn vertíðar- bundin og í Vestmannaeyjum. Þegar einni vertíðinni lýkur tekur önnur við og þá standa menn vaktina svo lengi sem þarf. Loðnuvertíðin er uppgripstími í Eyjum, sömuleiðis síldin í nóv- ember og fram yfir áramót og svo humarvertíðin. Vestmannaeying- ar eru vanir þessari vertíðarhring- iðu og alltaf er jafn mikið fjör þegar vel gengur. Drekkhlaðin skipin á leið til hafnar eru í flest- um tilfellum ávísun á þyngri pyngju. „Meðaltekjur eru nokkuð háar hér í Vestmannaeyjum, m.a. vegna margra sjómanna sem hér eru búsettir. Ástæðan er líka sú að fólk vinnur mjög mikið. Sam- kvæmt tölulegum upplýsingum hafa meðaltekjur giftra kvenna lengi verið hæstar hér í Eyjum,“ sagði Arnar Öflug sjávarútvegsfyrir- tæki Arnar sagði að í Vestmannaeyjum væru mörg stór og öflug fyrir- tæki, þeirra stærst er Vinnslu- stöðin. „Það eru ekki mörg ár síð- an Vinnslustöðin sagði upp um 170 manns og staða fyrirtækisins var alvarleg. En úr hefur ræst og það mætti segja mér að Vinnslu- stöðin hafi aldrei verið öflugri en einmitt nú. Fólk sem þar starfar finnur fyrir festu og upplifir ákveðið öryggi, sem er mjög mik- ilvægt. Hvað Ísfélagið varðar, þá vona ég að botninum hafi verið náð og það nái góðu flugi á ný,“ sagði Arnar. Því verður ekki á móti mælt að á undanförnum árum hafa at- vinnurekendur verið að fækka fólki í sjávarútvegi, en þegar birt- ir aftur yfir greininni eins og virð- ist vera að gerast um þessar mundir, vantar fólk til starfa í fiskvinnslu. Þetta á ekki síst við um stað eins og Vestmannaeyjar þar sem eins og áður segir hver vertíðin rekur aðra. „Á vertíðun- um þegar fólk hefur vantað til starfa hjá stóru sjávarútvegsfyrir- tækjunum má segja að málin hafi verið leyst með því að færa vinnu- afl í bænum tímabundið til. Á ró- legsta tíma ársins er hér ekki nógu mikið að gera og því hefur ekki þótt rétt að fá erlendan vinnukraft í toppana á vertíðun- um. Þess í stað hefur fólk hér heima leyst málin og unnið það sem þarf að vinna,“ sagði Arnar. Fólk að snúa heim aftur Ef horft er til byggingaiðnaðarins í bænum segir Arnar G. Hjaltalín að þónokkuð hafi verið að gera að undanförnu. Töluverð umsvif hafi verið í kringum endurbyggingu Ísfélagsins og síðan hafi íþrótta- hús verið í smíðum. Sömuleiðis hafi það gerst að íbúðir hafi verið byggðar í Eyjum eftir langt stopp. „Já, það er rétt að sam- kvæmt tölum Hagstofunnar hefur fólki hér verið að fækka. En hins vegar er rétt að hafa í huga að hingað er fólk líka að flytja, ekki síst af höfuðborgarsvæðinu. Þar er eins og menn vita farið að verða vart við töluverðan samdrátt í at- vinnulífinu og þá flytur fólk út á land. Í sumum tilfellum höfum við verið að endurheimta Eyja- menn frá Reykjavík sem eru hreinlega búnir að gefast upp á því að búa þar vegna meðal annars hversu hátt fasteignaverðið er, bílakostnaðurinn hár o.s.frv. Fast- eignaverð hér er mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu og fjarlægðir í vinnu og aðra þjónustu eru allt aðrar en í Reykjavík. Á þetta er fólk farið að horfa meira en áður,“ sagði Arnar. Þarf að fjölga ferðum Herjólfs Arnar viðurkennir hins vegar að mínusinn við Vestmannaeyjar sé í margra augum sá að eðli málsins samkvæmt sé byggðarlagið af- skekkt, þó svo að bæði sé haldið uppi daglegum samgöngum í lofti og á sjó við eyna. „Það er mjög dýrt að fljúga milli lands og Eyja og hinn venjulegi launamað- ur hefur ekki efni á því nema í undantekningatilfellum. Þetta hefur þýtt að flutningar með Herjólfi hafa stóraukist. Til marks um það var uppselt í rými á bíladekki í 71 ferð af 147 ferð- um síðastliðið sumar. Það segir sig sjálft að fjölskyldur fara ekki í frí héðan frá Eyjum nema að taka bílinn með sér. Staðreyndin er sú að um þriggja vikna skeið sl. sumar var illmögulegt að komast með skömmum fyrirvara með bíl frá Eyjum vegna þess að það var einfaldlega fullbókað. Þetta er auðvitað afar slæmt ástand og það verður að auka ferðatíðni Herjólfs næsta sumar til þess að anna eftir- spurn. Síðastliðið sumar voru tvær ferðir fjóra daga í viku, en það er bara ekki nóg. Um helgar yfir hásumarið verður að fjölga ferðunum upp í þrjár, sem þýðir að skipið verður í raun að vera í ferðum sem næst allan sólarhring- inn. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir okkur og því má ekki gleyma að Herjólfur er okkar þjóðvegur,“ sagði Arnar G. Hjaltalín. Arnar G. Hjaltalín segir að síðastliðið sumar hafi Herjólfur ekki annað eftirspurn. Næsta sumar sé mikil þörf á því að fjölga ferðum skipsins. Á þessari mynd er Herjólfur að sigla inn í Vestmannaeyjahöfn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.