Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.2001, Qupperneq 13

Ægir - 01.09.2001, Qupperneq 13
13 R A N N S Ó K N I R augun á sömu hlið. Eftir mynd- breytingu eru seiðin fóðruð á til- búnu fóðri (þurrfóðri) og eru alin í um 3 ár við 10-13°C áður en þau ná hæfilegri stærð til slátrunar. Af framansögðu má vera ljóst að startfóðrun og eldi á lúðuseiðum er afar flókinn ferill og eru afföll nokkur fyrstu vikurnar eftir að kviðpokastiginu lýkur. Startfóðr- un lúðulirfa hefur af þessum sök- um lengi verið flöskuháls í lúðu- eldi. Úti í náttúrunni nærast lúðulirfur á dýrasvifi en reynslan hefur sýnt að söfnun dýrasvifs úr sjó er ótrygg, bæði hvað varðar það magn sem til þarf og ekki síst vegna vandamála sem upp geta komið með sníkjudýr. Hrygning allt árið krefst þar af leiðandi að farnar séu aðrar leiðir og fljótt var valin sú leið að rækta allt fóður. Í stríðeldi kemur fátt til greina annað en saltvatnsrækja (Artemia) sem ræktuð er við tiltölulega hátt hitastig og þarf því hlutfallslega stuttan ræktunartíma (48 klst.). Næringarsamsetning saltvatns- rækju, sérstaklega m.t.t. fitu, er þó ófullnægjandi fyrir flestar teg- undir sjávarlirfa og því er nauð- synlegt að auðga saltvatnsrækjuna af ákveðnum fitusýrum. Bent hef- ur verið á mikilvægi fjölómett- aðra fitusýra, sérstaklega DHA (docosahexaenoic acid) og EPA (eicosapentaenoic acid). Í flatfiskum hefur verið sýnt fram á mikilvægi DHA og ekki síður DHA/EPA hlutfalls og þau áhrif sem hlutfall þessara fitusýra í fóðri hefur á t.d. myndbreytingu lirfanna. Kald- sjávarfiskar innihalda mjög hátt hlutfall fjölómettaðra fitusýra, sérstaklega DHA, og í lúðu sést það greinilega með mælingum á hrognum jafnt sem fullvöxnum fiski. Þar sem lúða er flatfiskteg- und og lifir jafnframt í köldum sjó, má gera ráð fyrir að þörf þess- arar tegundar á DHA og fjöló- mettuðum fitusýrum sé jafnvel meiri en flestra annarra fiskteg- unda sem eru í eldi í dag og gerir það lúðu að sama skapi erfiðari í eldi. Árið 1993 hóf Fiskey ásamt samstarfaðilum rannsóknir með það að markmiði að rækta salt- vatnsrækju með háu hlutfalli DHA. Þessar rannsóknir hafa borið árangur og lirfur þrífast vel með þeim aðferðum sem beitt er í eldinu í dag. Myndbreyting heppnast sömuleiðis vel og bend- ir það til þess að tekist hafi að ná ásættanlegri næringarsamsetn- ingu í saltvatnsrækjuna. Rann- sóknir á þessu sviði hafa ekki skil- að tilætluðum árangri í öðrum löndum og stríða menn þar enn við vandamál sem tengjast mynd- breytingu lirfa. Á ráðstefnum um eldi sjávar- fiska hefur vægi örvera í umræð- unni verið vaxandi á liðnum árum. Rannsökuð hefur verið samsetning örveruflóru lirfa í eldi barra/brama, sandhverfu og lúðu í klakstöðvum erlendis og hafa Eldisferill lúðu er lengri en annarra sjávarfiska sem eru í eldi í dag og gerir það enn meiri kröfu til fullnægjandi fóðurs og umhverfis. Lúðuvinirnir Birgir Kristinsson og Óli Þór Jóhannsson í klakfiskastöð Fiskeldis Eyjafjarðar á Dalvík. Klakfiskurinn í klakfiskastöðinni á Dalvík er engin smásmíði.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.