Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 45

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 45
45 N Ý S M Í Ð I segist skjóta á að eitthvað á þriðja hundrað manns hafi hringt í þá skipstjórana, Ásbjörn Árnason, framkvæmdastjóra útgerðarinnar, og Örn Erlingsson útgerðarmann og falast eftir plássi. Þessi ásókn kom ekki svo mjög á óvart því reynslan af slíkri vinnslu úti á sjó er mjög góð og nægir þar að vísa til góðs árangurs skipverja á Vil- helm Þorsteinssyni EA. „Það er engin spurning að þessi aðferð við vinnslu á síld er það sem koma skal. Það er auðvitað ekkert vit að setja þetta hráefni í bræðslu,“ sagði Halldór og var bjartsýnn á komandi vikur og mánuði. Áður en Guðrún Gísladóttir hélt á veiðar unnu þeir hjá Skag- anum hf. á Akranesi að því að setja vinnslubúnað um borð í skipið. Og það þurfti reyndar að gera meira því eins og áður hefur komið fram þykir mörgum frá- gangur kínversku skipasmiðanna um margt ábótavant. Halldór Jónasson segir að Kínverjarnir hefðu mátt ganga betur frá nokkrum þáttum í Guðrúnu Gísladóttur. „Það þurfti til dæm- is að rífa allt háþrýstikerfi í skip- inu til grunna, hreinsa það og setja upp aftur. Svo virðist sem það vanti svolítið upp á fína frá- ganginn hjá Kínverjunum,“ sagði Halldór. Tankar Í Guðrúnu Gísladóttur KE-15 eru tveir brennsluolíutankar. Annar er 470 rúmmetra og er fyr- ir flotaolíu en hinn er um 110 rúmmetrar fyrir gasolíu. Fyrir ferskvatn er 93,4 rúmmetra tankarými og 184,4 rúmmetra geymir fyrir iðnaðarvatn. Ball- estartankar eru 57 rúmmetrar og andveltitankur er 101 rúmmetri. Málningarkerfi Skipið var málað bæði að innan og utan með málningarkerfum frá International Coatings, sem hið sameinaða málningarframleiðslu- fyrirtæki, Harpa-Sjöfn hf., hefur umboð fyrir. Aðalvél og skrúfubúnaður Skipið er búið aðalvél, gír- og skrúfubúnaði frá Rolls Royce Marine í Noregi, sem Héðinn hf. hefur umboð fyrir hér á landi. Að- alvélin er af gerðinni Bergen BVM-12, 5300 KW/7200 hest- öfl. Gírinn er AGSC3000-KP560 Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með hið nýja skip DET NORSKE VERITAS Hafnarhvoli, Tryggvagötu, Sími: 551 4150, Fax 561 5150 Guðrún Gísladóttir KE-15 w w w .a th y g li. is -M y n d : S ve rr ir J ó n as J ó n ss o n

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.