Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 10

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 10
10 H A F N A F R A M K V Æ M D I R Nú er unnið eftir hafnaáætlun sem var samþykkt á Alþingi í maí síðastliðnum og þar kemur fram að á árunum 2001 til 2004 er gert ráð fyrir að ríkið leggi hafnargerð í landinu til 5,1 milljarð króna á móti 2,6 milljörðum frá hafnar- sjóðum. Samtals verði því 7,7 milljörðum króna varið til hafnar- gerðar á landinu í ár og næstu þrjú ár. Í ár er framkvæmt fyrir um hálfan annan milljarð króna. Ítarlegar rannsóknir Áður en ráðist er í hafnarfram- kvæmdir þarf mikla og ítarlega rannsóknavinnu sem í mörgum tilfellum getur tekið mörg ár. Þunginn í undirbúningsvinnu hafnarframkvæmda er í höndum starfsmanna á hafnasviði Siglinga- stofnunar, en því sviði veitir Gísli Viggósson forstöðu. Ægir spurði Gísla í hverju undirbúningsvinna fyrir hafnarframkvæmdir felist í stórum dráttum? „Okkar vinna felst fyrst og fremst í rannsóknum, áætlana- gerð, hönnun og útboði verka og að hafa síðan fjárhagslegt og tæknilegt eftirlit með ríkisstyrkt- um framkvæmdum á meðan á þeim stendur. Undirbúnings- vinnan getur tekið mjög langan tíma, oft mörg ár. Vinna við áætl- anagerð hefst með því að heima- menn leggja fram tillögur. Sigl- ingastofnun vinnur þarfagrein- ingu og forgangsraðar verkefnum inn á hafnaáætlun. Undirbúning- ur framkvæmda felst síðan m.a. í öldumælingum og öldureikning- um og könnun á ókyrrð innan hafnar. Sömuleiðis getur þurft að dýptarmæla og framkvæma botn- rannsóknir með borunum. Að loknum rannsóknum og áætlana- gerð fara verkin í hönnun og síðan útboð. Í sumum tilfellum gerum við líkön af höfnum til þess að átta okkur betur á aðstæðum. Að und- anförnu höfum við til dæmis ver- ið með höfnina í Neskaupstað í líkanrannsókn og næsta líkan- verkefni er Þorlákshöfn,“ segir Gísli. Mörg stór verkefni Án þess að í smáatriðum verði hér gerð grein fyrir öllum hafna- framkvæmdum á landinu á næstu árum er rétt að tæpa á nokkrum viðamiklum verkefnum í hafna- gerð, sem annað hvort eru á loka- sprettinum eða rétt að hefjast. Eftirfarandi upplýsingar eru byggðar á samtali við Gísla Vigg- ósson hjá Siglingastofnun. Arnarstapi Á Arnarstapa þarf að endurgera og lengja grjótvarnagarð sem var byggður árið 1984. Þessi fram- kvæmd er nauðsynleg í ljósi þess að á bryggjuna á Arnarstapa er oft mjög mikið álag af vindöldu. Þrátt fyrir að bryggjan á Arnar- stapa sé lítil má stafla þar inn allt að þrjátíu til fjörutíu bátum í góðu veðri. Samfara byggingu grjótvarnagarðsins þarf að dýpka höfnina töluvert. Grundarfjörður Í Grundarfirði hefur verið unnið að stórframkvæmdum í hafnar- gerð. Um er að ræða lengingu svokallaðrar Stórubryggju um hundrað metra. Mikill munur er á flóði og fjöru í Grundarfirði sem Mörg athyglisverð verkefni í hafnagerð hafin eða hefjast á næsta ári: Brimvarnagarður á Húsavík stærsta verkefnið Hafnir eru lífæðar byggðarlaga við sjávarsíðuna, um það geta menn ver- ið sammála. Góð hafnarskilyrði eru forsenda þess að unnt sé að reka öfl- ugan sjávarútveg á viðkomandi stað. Fjárveitingar til hafnafram- kvæmda eru markaðar í hafnaáætlunum, sem eru stefnumarkandi plögg um áherslur og framkvæmdaröð í hafnagerð á komandi árum. Frá 1996 til og með 2002 má ætla að verði búið að verja fast að einum milljarði króna til hafnaframkvæmda í Grindavíkurhöfn. Birt með leyfi Sigl- ingastofnunar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.