Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 44

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 44
44 N Ý S M Í Ð I Guðrún Gísladóttir er 71,30 metr- ar að lengd, en lengd milli lóðlína er 63,60 metrar. Breidd skipsins er 14 metrar. Að öðru dekki er dýpt skipsins 5,8 metrar en dýpt að fyrsta dekki er 9,65 metrar. Í skip- inu, sem hefur 7,5 metra djúp- ristu, eru níu lestarrými eða kæli- tankar og eru átta þeirra útbúnir með RSW/CSW kælikerfi, fjórir þeirra eru einnig frystilestar og eitt lestarrýmið er aðeins með fryst- ingu. Frystirými í skipinu er sam- tals 1500 rúmmetrar. Skipið var smíðað samkvæmt klassa Det Norske Veritas DnV+1A1 Fishing Vessel, EOS, Ice Class C og samkvæmt kröfum Siglingastofnunar. Ánægður skipstjóri Tveir skipstjórar koma til með að standa vaktina í brúnni á Guð- rúnu Gísladóttur KE-15, annars vegar Sturla Einarsson, þaulvanur skipstjórnarmaður sem var skip- stjóri hjá Samherja um árabil, og hins vegar Halldór Jónasson, fyrr- verandi skipstjóri og stýrimaður á Sveini Benediktssyni SU og þar áður Snæfugli SU. Halldór Jónas- son sagði í samtali við Ægi að ekki væri hægt að segja annað en að skipið væri mjög glæsilegt og öflugt. „Mér líst mjög vel á skip- ið, það er bæði stórt og öflugt. Skipið er stærra en það í fljótu bragði virðist vera. Það er geysi- lega öflug vél í skipinu, tvær flottromlur og stór og sterk spil, tækjabúnaðurinn er allur mjög öflugur og fullkominn,“ sagði Halldór. Hann sagðist vænta þess að unnt verði að fara í tvo túra fyr- ir jól, en ljóst sé að töluverðan tíma taki að læra á skipið og „slípa hlutina til“. Guðrún Gísladóttir er ein- göngu búin til veiða á uppsjávar- fiski, síld, loðnu og kolmunna, og mun skipið til að byrja með fara á síldveiðar - flaka og frysta síld. „Við erum með mjög fullkomin frystitæki um borð, þau eru al- sjálfvirk. Þetta er auðvitað mikil bylting,“ sagði Halldór og bætti við að á skipi með svo mikla af- kastagetu væri ekki hægt að bjóða mannskapnum upp á að beita handafli við að lemja afurðirnar úr pönnunum. Á þriðja hundrað um- sóknir um skipspláss Því verður ekki á móti mælt að margir sóttust eftir skipsplássi á Guðrúnu Gísladóttur. Halldór Líst mjög vel á þetta skip - segir Halldór Jónasson, annar tveggja skipstjóra á Guðrúnu Gísladóttur KE-15 Guðrún Gísladóttir KE-15, 2626 brúttólesta tog- og nótaskip, var smíðuð í Guangzhou Huangpu skipasmíðastöðinni í Suður-Kína. Umboðsaðili stöðvarinnar hér á landi er Ísbú ehf. Skipatækni ehf. hannaði skipið, sem er gert út af Útgerðarfélaginu Festi ehf., en auk Guðrúnar gerir Festi út tvö önnur skip til veiða á uppsjávarfiski, Þórshamar GK og Örn KE. Guðrún Gísladóttir er óhemju öflugt skip, hvernig sem á það er litið. Níu lestar eru í skipinu og eru sjókælikerfi í átta þeirra. Burðargeta skipsins fyrir hráefni til bræðslu er um 2.500 tonn. Myndir: Sverrir Jónsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.