Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 38

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 38
38 T Ó N L I S T Útgefandi geisladisksins,sem er væntanlegur á markaðinn um miðjan nóvember, er „Beinlaus biti“ í Ólafsfirði. Höfuðpaur sveitarinnar og helsti laga- og textahöfundur er Björn Valur Gíslason, stýrimaður. Ægir sló á þráðinn til stýrimannsins lag- vissa. „Það er lítið um þessi klassísku sjómannalög á diskinum, við erum meira í rokkinu og blúsinum. Við byrjuðum upphaflega á því að spila og syngja saman félagarnir á Kleifaberginu til þess að skemmta okkur sjálfum. Síðan hefur þetta þróast og í sjómannaverkfallinu síðastliðið vor fórum við í alvöru að huga að útgáfu af geisladiski. Við höfum notið aðstoðar tveggja tón- listarkennara í Ólafsfirði og fleiri góðir menn lögðu okkur lið,“ sagði Björn Valur. Hann sagði að í textunum á diskinum væri leitast við að varpa ljósi á starf sjómanna, en léttleik- inn og húmorinn væri aldrei langt undan. „Það má segja að því sem næst öll áhöfnin á Kleifabergi hafi meira eða minna starfað í Roð- laust og beinlaust. Þegar við byrj- uðum á þessu brölti var hugsunin sú að efla félagslífið um borð og það má segja að málið hafi tekið aðra stefnu en að var stefnt í upp- hafi,“ sagði Björn. „Við höfum komið fram hérna heima í Ólafs- firði, inn á Akureyri og víðar. Menn hafa auðvitað gaman af því að syngja, þótt menn haldi mis- jafnlega vel lagi.“ Skemmtilegt uppátæki Björn Valur er höfundur fjögurra laga af ellefu á diskinum og hann á alla textana nema einn. Af öðr- um lagahöfundum má nefna Meg- as, Birgi Marinósson, Jóhann G. Jóhannsson og Evert Taube. Björn Valur segir að þetta séu fyrstu lögin eftir hann sem séu gefin út. „Já, sum af þessum lögum hafa orðið til upp í brú. Ég hef tekið gítarinn með mér út á sjó og skrif- að niður einhver stef sem hafa komið upp í kollinn,“ sagði Björn Valur. „Þetta er heilmikið fyrirtæki og óneitanlega hefur farið meiri tími í útgáfu á diskinum en maður Sjóarahljómsveitin Roðlaust og beinlaust sendir frá sér sinn fyrsta geisladisk: Verðum ódýrari en Bubbi Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust frá Ólafsfirði stefnir ekki á heims- frægð, en hver veit nema fyrsti geisladiskur sveitarinnar, Bráðabirgða- lög, færi henni heimsfrægð á Íslandi. Roðlaust og beinlaust er engin venjuleg hljómsveit, í henni er drjúgur hluti áhafnar frystitogarans Kleifabergs ÓF-2, sem Þormóður rammi-Sæberg gerir út frá Ólafsfirði. Björn Valur, aðalsprauta hljómsveitarinnar Roðlaust og beinlaust, mundar gítarinn í hljóðverinu. Þannig lítur út framhlið hins væntanlega geisladisks, sem kemur að óbreyttu á markaðinn upp úr miðjum nóvember.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.