Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 43

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 43
43 R A N N S Ó K N I R sumarvertíð 2000 veidd suðaustur af Íslandi (svæði 713). Sýnin voru ísuð strax eftir löndun og flutt á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins þar sem unnið var úr þeim. Niðurstöður Gæðaflokkun fisksósu fer eftir próteinmagni hennar Til að fisk- sósa flokkist í fyrsta gæðaflokk þarf próteinmagn að vera yfir 2% og í annan gæðaflokk þarf prótein- innihaldið að vera milli 1,5 til 2,0%. Ef próteinmagn er undir 1,5% má ekki merkja af- urðina sem fisksósu heldur þarf að merkja hana sem þynnta eða blandaða fisksósu. Próteininni- hald í fisksósu úr sumarloðnu fór yfir 1,6% strax eftir 5 daga gerjun og yfir 2,0% eftir 250 daga gerj- un. Fisksósa úr sumarloðnu náði aftur á móti aðeins 0,9% prótein- innihaldi eftir 360 daga gerjun (Mynd 1). Þessi mikli munur á próteininnihaldi endurspeglar hráefnismuninn. Sumarloðnan inniheldur mikið magn virkra meltingarensíma sem umbreyta óleysanlegum próteinsamböndum í fiskvöðvanum í leysanleg próteinsambönd sem streyma út í fisksósuna. Sumarloðnan inni- heldur einnig hátt hlutfall átu sem gera má ráð fyrir að hafi við- bótaráhrif á niðurbrot próteina ásamt því að hafa áhrif á lit fisk- sósunnar. Litur er annar mikil- vægur gæðaþáttur í augum neyt- enda næst á eftir próteininnihaldi. Neytendur vilja gjarnan hafa dökkan rauðbrúnan lit á fisksós- um. Litamyndun í fisksósu úr sumarloðnu var mjög greinileg snemma á gerjunarferlinum. Rauðbrúnn litur myndaðist strax í upphafi og fór dökknandi eftir því sem leið á gerjunartímann (Mynd 2). Litamyndun í fisksósu úr vetrarloðnu var lítil sem engin (Mynd 3). Næringargildi matvæla ræðst meðal annars af amínósýrusam- setningu þeirra og þá sérstaklega hlutföllum lífsnauðsynlegra amínósýra en til þeirra flokkast þær amínósýrur sem líkaminn getur ekki myndað sjálfur og þurfa því að koma úr fæðunni. Fisksósa úr sumarloðnu innihélt átta af níu lífsnauðsynlegum amínósýrum en fisksósa úr vetrar- loðnu innihélt aðeins sex af níu lífsnauðsynlegum amínósýrum. Auk þess var magn amínósýra mun meira í fisksósu úr sumar- loðnu (Mynd 1). Hér hefur aðeins verið greint frá hluta niðurstaðna en allar niðurstöður sýndu að loðna af sumarvertíð virðist vera hentugt hráefni til vinnslu á fisk- sósu. Ávinningur Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að vinnsla á hágæða fisk- sósu úr sumarloðnu er möguleg en slík vinnsla myndi auka verð- mæti og koma til móts við kröfur um bætta nýtingu vannýttra teg- unda til manneldis. Að lokum er bent á áhugaverða heimasíðu fisksósuframleiðanda: http://www.pichaifishsauce.com/ Heimild: Hjalmarsson, G.H. 2001. Fish Sauce from Capelin (Mallotus villosus) as Affected by Harvest Season. A thesis submitted in partial fulfillment of the requirem- ents of the degree of MASTER OF SCIENCE in food sci- ence. Department of Food Science University of Iceland. 137 pp. Mynd 3. Litabreytingar í fisksósu úr sumar- og vetrarloðnu. Sýnið lengst til vinstri er fisksósa úr sumarloðnu eftir 5 daga gerjun, þá eftir 10, 15, 20, 60, 80, 120 og 250 daga. Sýnið lengst til hægri er fisksósa úr vetrarloðnu eftir 360 daga gerjun. S-5 S-10 S-15 S-20 S-40 S-60 S-80 S-120 S-250 V-360 S= Fisksósa úr sumarloðnu V= Fisksósa ú vetrarloðnu Tölurnar tákna fjölda daga í gerjun.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.