Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 8
8
F R É T T I R
Tvö rótgróin fyrirtæki, sem í gegnum tíðina hafa
bæði verið að þjónusta sjávarútveginn, hafa sameinað
krafta sína undir nafninu Poulsen. Þetta eru fyrirtæk-
in Á. Bjarnason ehf. og Vald Poulsen. Jafnframt hef-
ur Poulsen flutt starfsemi sína frá Suðurlandsbraut 8
í Reykjavík í Skeifuna 2, þar sem Bílanaust og Fjöðr-
in voru til húsa.
„Þessi sameining tók gildi síðastliðið sumar,“ segir
Ásþór Guðmundsson, sölu- og innkaupastjóri hjá
Poulsen. „Þarna er verið að sameina krafta tveggja
ágætra fyrirtækja. Á.Bjarnason var sterkt fyrirtæki í
dreifingu á smurolíum og smurtækni almennt. Vald
Poulsen er hins vegar rótgróið fyrirtæki í „vélabrans-
anum“, selur legur, drifbúnað og ýmislegt í þeim
dúr. Sameining þessara tveggja fyrirtækja fellur vel
saman og það verður mjög sterkt þjónustufyrirtæki
við atvinnulífið,“ segir Ásþór.
Í tengslum við sameiningu fyrirtækjanna fór Ás-
geir Bjarnason, stofnandi Á. Bjarnason, að starfa und-
ir merkjum Poulsen og mun hann eftir sem áður
halda sínum viðskiptasamböndum og sinna þörfum
og óskum viðskiptavina Á. Bjarnason.
Sameining Á. Bjarnason og Vald Poulsen tók gildi síðastliðið
sumar. Á þessari mynd eru Ásgeir Bjarnason og Reynir
Matthíasson, framkvæmdastjóri Poulsen.
Á. Bjarnason og Vald Poulsen
hafa sameinað krafta sína
M
yn
d:
S
ve
rr
ir
J
ón
ss
on
.