Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 9

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 9
9 F R É T T I R Góð kolmunnaveiði Aldrei áður hafa íslensk skip landað jafn miklum kolmunna hér á landi og erlend- is og á þessari vertíð. Samkvæmt upplýs- ingum Samtaka fiskvinnslustöðva þann 24. október höfðu íslensk skip landað samtals um 273 þúsund tonnum af kolmunna hér á landi og þá höfðu þau fært tæp tíu þúsund tonn á land í Fær- eyjum. Þennan sama dag höfðu erlend skip landað hér um 40 þúsund tonnum af kolmunna og því var samtals búið að landa rúmlega 310 þúsund tonnum hér á landi, sem þýðir að þetta er langbesta kolmunnavertíðin til þessa. Á meðfylgjandi mynd Þorgeirs Bald- urssonar er Ragnar K. Jóhannsonn, kampakátur skipverji á Hörpu VE á kolmunnaveiðum. Smábátasjó- menn stofna kvótakaupasjóð Á aðalfundi Landssambands smábáta- eigenda sem var haldinn á dögunum var meðal annars samþykkt að stofna sér- stakan kvótakaupasjóð. Arthur Bogason, formaður LS, varpaði því fram í ræðu sinni við upphaf aðal- fundarins að stofna slíkan sjóð og fé- lagsmenn tóku hann á orðinu eftir um- fjöllun um málið í nefnd. Bróðurpartur smábátasjómanna var samþykkur mál- inu, fjórir greiddu því mótatkvæði. Hugmyndin með kvótakaupasjóði smábátamanna er einfaldlega að kaupa veiðiheimildir fyrir þá sem gerast aðilar að sjóðnum. Vélaverkstæðið Þór í Vestmannaeyjum: Framleiðir risavaxnar loðnuskiljur Vélaverkstæðið Þór í Vestmannaeyjum er rótgróið fyrirtæki og þekkt fyrir að þjóna sjávarútveginum og fiskvinnslunni á ýmsa lund. Meðal þess sem Vélaverkstæðið Þór hefur komið að er framleiðsla á loðnuskiljum og Sigmund losunarbúnaðinum fyrir björgunarbáta. Tólf starfsmenn eru hjá fyrirtækinu. „Við teljum að loðnuskiljan sem við höfum verið að smíða sé mjög afkastamikil og góð. Þessar skiljur þykja það góðar að meira að segja loðnubræðslurnar hafa mælt með þeim, enda seltumagnið í aflanum ekki eins mikið og með öðrum skiljum. Nánast allur Eyjaflotinn er með þessar skiljur og þær eru um borð í töluvert fleiri skipum. Við smíð- uðum skiljur í nýja Hugin VE og Ingunni AK og ég veit að reynslan af þeim er góð,“ sagði Jósúa Steinar Óskarsson hjá Vélaverkstæðinu Þór. „Ég lét einhvern tíma þau orð falla að loðnuskiljan um borð í Ingunni sé sú stærsta í heiminum og ég hugsa að það sé ekki langt frá lagi, hún er um tuttugu og fjórir fermetrar að stærð,“ sagði Jósúa. Eins og menn vita hefur Sigmund sleppibúnaðurinn fyrir löngu sannað sig og segir Jósúa að menn horfi til þess að framleiða hann fyrir utanlandsmarkað og er sérstaklega verið að skoða með mögulega sölu til Færeyja. Málið er þó enn í skoðun og of snemmt að segja til um hvort eitthvað kemur út úr því. „Þessa dagana erum við að vinna að ýmsum verkefnum hérna í Eyjum. Til dæmis höf- um við verið að vinna fyrir Íslensk matvæli og einnig höfum við komið að uppbyggingu Ísfélagsins,“ sagði Jósúa og bætti við að fyrirtækið hafi sótt sér verkefni upp á land, meðal annars hafi verið unnið að ákveðnum verkefnum fyrir álverið í Straumsvík.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.