Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 24

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 24
24 V E S T M A N N A E Y J A R En þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hefur bolfiskvinnslunni verið haldið áfram, þó ekki í sama mæli og áður, sem ég tel að megi rekja meðal annars til hagstæðrar geng- isþróunar,“ segir Arnar G. Hjalta- lín, formaður Drífandi stéttarfé- lags í Vestmannaeyjum. Góðar horfur í sjávarútveginum „Þegar á allt er litið rættist vel úr atvinnuástandinu í bænum eftir brunann þó svo að fólk sé hér enn- þá á atvinnuleysisskrá. Menn sýndu mikinn samtakamátt við þessar erfiðu aðstæður. Mér þykir rétt í þessu sambandi að það komi fram að Atvinnuleysistrygginga- sjóður tók vel á málum og sömu- leiðis Páll Pétursson, félagsmála- ráðherra. Hann kom hingað til Eyja, kynnti sér stöðu mála vel og lagði sig fram um að taka á þeim. Fyrir þessa aðstoð erum við þakk- lát,“ segir Arnar. Nýlega tók til starfa símasvör- unarfyrirtæki í Vestmannaeyjum, sem gat boðið fólki vinnu sem ekki hefur af ýmsum ástæðum getað unnið í fiski. „Einnig er stutt síðan Íslensk matvæli hófu framleiðslu hérna í Eyjum og á næsta ári má búast við aukinni starfsemi hjá því fyrirtæki þegar búið verður að koma fyrir reykofnum. Ég veit líka til þess að fljótlega hefur ný fiskvinnsla rekstur hér og þar munu skapast ný störf,“ sagði Arnar. Hann sagði að sterk kvótastaða sjávarútvegs- fyrirtækja í Eyjum, ekki síst í uppsjávarfiski, gerði það að verk- um að menn horfðu nokkuð bjart- sýnir fram á veginn. „Ég hygg að við eigum rétt um 12% af heild- arkvótanum en Vestmannaeying- ar eru hins vegar innan við 2% Séð yfir hluta byggðarinnar í Vestmannaeyjum. Menn hafa sýnt samtaka- mátt við erfiðar aðstæður - segir Arnar G. Hjaltalín, formaður Drífandi stéttarfélags í Eyjum „Fyrst eftir brunann í Ísfélaginu var óneitanlega töluvert vonleysi með- al fólks hér í Eyjum, en það hélt þó í vonina um að það yrði ráðist í upp- byggingu á nýjan leik. Fólki létti því töluvert þegar ákvörðun stjórn- enda Ísfélagsins um endurbyggingu lá fyrir, en síðan kom aftur bakslag þegar gefin var út sú tilkynning að bolfiskvinnsla Ísfélagsins yrði ekki byggð upp eins og hún var fyrir brunann. Arnar G. Hjaltalín, formaður Drífandi stéttarfélags í Vestmannaeyjum. Myndir: Óskar Þór Halldórsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.