Ægir - 01.09.2001, Side 35
35
N E T A G E R Ð
kaupstað hjá Vélaverkstæði G.
Skúlason hf. Aðstaðan hjá okkur
í dag er betri en almennt gerist og
við erum eitt af fáum netaverk-
stæðum á landinu sem getur tek-
ið á móti veiðarfærum beint úr
skipunum,“ segir Jón Einar.
Sameining norður í land
Árið 1999 sameinuðust Netagerð
Friðriks Vilhjálmssonar hf. og
Nótastöðin Oddi hf. á Akureyri
og í september á síðasta ári keypti
fyrirtækið Netagerð Dalvíkur ehf.
Fljótlega kom þó í ljós að verkefn-
in á Dalvík þóttu ekki nægjanleg
til að standa undir rekstrinum þar
og því var starfsemin lögð niður í
september s.l. og viðskiptavinum
þjónað frá Akureyri. Við samein-
inguna urðu mikil umskipti í allri
starfsemi fyrirtækisins og til varð
mun öflugra fyrirtæki með breið-
ari rekstrargrundvöll, auk þess
sem markaðssvæðið stækkaði til
muna.
Ekki var þó látið staðar numið,
því til að auka fjölbreytnina og
tryggja rekstrargrundvöllinn enn
frekar keypti fyrirtækið Gúmmí-
bátaþjónustu Austurlands í des-
ember síðastliðnum, sem starf-
rækt hafði verið í Neskaupstað
um langt árabil. „Við fluttum þá
starfsemi hingað í húsnæði Neta-
gerðarinnar en gúmmíbátavið-
gerðir og netagerð fara vel saman
og viðskiptavinirnir að stórum
hluta þeir sömu,“ segir Jón Einar.
Fyrirtækið er nú í eigu fjórtán
hluthafa, en eignarhlutur Jóns
Einars og Síldarvinnslunnar hf. er
þar langstærstur. Lögð verður
áhersla á að styrkja starfsemina á
norðursvæðinu enn frekar og nýta
stærð fyrirtækisins til frekari
sóknar. Í dag eru starfsmennirnir
átján talsins, sex á Akureyri og
tólf í Neskaupstað þaðan sem fyr-
irtækinu er stjórnað.
Alhliða veiðarfæra-
þjónusta
Viðskiptavinir Netagerðarinnar
eru skip og útgerðir af öllu land-
inu og er fyrirtækið með starfs-
stöðvar á tveimur mikilvægum
svæðum, þ.e. Akureyri og Nes-
kaupstað. Veitt er alhliða veiðar-
færaþjónusta á báðum stöðum, þó
með misjöfnum áherslum sem
mótast af þeim veiðisvæðum sem
eru nálægt starfsstöðvunum.
Uppsjávarveiðin fer að stórum
hluta fram undan Austurlandi og
því er stærri hluti starfseminnar í
Neskaupstað tengdur framleiðslu
og viðgerðum á nótum, flottroll-
um og flottrollspokum. Stærri
hluti starfseminnar á Akureyri
tengist hinsvegar botnveiðarfær-
um, fiskitrollum og rækjutroll-
um. Verkefnin eru að sama skapi
árstíðabundin og fara talsvert eft-
ir því hvaða vertíð er í gangi
hverju sinni.
„Við getum í dag veitt alla
þjónustu sem við kemur veiðar-
færum og eigum ávallt á lager allt
til veiðanna sem skiptir höfuð-
máli. Sömuleiðis getum við
geymt nætur og troll fyrir skip-
in,“ segir Jón Einar.
Aukin verkefni
framundan
„Velta síðastliðins árs var minni
en árin þar á undan vegna að-
stæðna í sjávarútvegi, þar sem
lágt afurðaverð uppsjávararfurða
og hátt olíuverð hafði mest að
segja. Einnig hefur sumar- og
Nótastöðin Oddi á Akureyri sameinaðist
Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar fyrir
tveimur árum. Á Akureyri eru sex
starfsmenn hjá fyrirtækinu og þar af
eru þrír á meðfylgjandi mynd. Frá
vinstri: Axel Valgeirsson og feðgarnir
Karl Helgason og Helgi Sigfússon.
M
yn
di
r:
Ó
sk
ar
Þ
ór
H
al
ld
ór
ss
on
.
Þrír vaskir starfsmenn Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar.
Frá vinstri: Jón Sigurðsson, Ari Sigurjónsson og Steindór Björnsson.